Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Page 14

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Page 14
Oddur Bjarnason, formaður Geðverndarfélags íslands. Endurhæfíngar stö ð Geðverndarfélags íslands. Samvinna Geðverndarfélags íslands og Kiwanismanna. Starf Geðverndarfélag íslands að endurhæf- ingu geðsjúklinga. Geðverndarfélag íslands hefur lengi unnið að því að bæta skilyrði til endurhæfingar geðsjúklinga á íslandi. Félagið hefur í því skyni reist nokkur hús að Reykjalundi til meðferðar og endurhæfingar á 22 sjúklingum, stuðlað að byggingu Bergiðjunnar, sem er verndaður vinnustaður í tengslum við Geð- deild Landspítala ætlaður til vinnuþjálfunar á 40 sjúklingum, og í samvinnu við Kiwanis- menn reist hús í Álfalandi 15 í Reykjavík, sem er áfangastaður ætlaður til endurhæfingar á 7-10 sjúklingum. Byggingarsaga endurhæfingarstvöðvarinnar. Hönnun og önnur undirbúningsvinna hófst árið 1981. Stjórn Geðverndarfélagsins hafði sér til ráðuneytis ýmsa aðila með sérþekkingu á endurhæfingu og fyrirkomulagi í endurhæfi- ngarstöð sem þessari. Stjórnin réði arkitekana Porvald S. Þorvaldsson og Manfred Vilhjálms- son til að teikna húsið og byggingarverkfræð- inginn Gunnar H. Pálsson til að sjá um verkfræðilega hönnun. Ásgeiri Bjarnasyni, framkvæmdastjóra og gjáldkera Geðvernarfé- lagsins var falin fjármalastjórn. Baldri Skarp- héðinssyni var falin yfirumsjón með verkleg- um framkvæmdum. Verklegar framkvæmdir við stöðina hófust í apríl 1982, var haldið áfram eftir því sem fjármagn leyfði á hverjum tíma og lauk haustið 1984. Endurhæfingarstöðin var tekin í notkun 27. október 1984. Hlutur Kiwanismana. Geðverndarfélag íslands hefur hlotið mik- inn stuðning frá Kiwanismönnum á íslandi. Þeir hafa safnað fé meðal landsmanna á svonefndum K-dögum og hefur því öllu verið varið til að styrkja endurhæfingu geðsjúkra af öllu landinu. Þannig var ágóðanum af fyrsta K-deginum varið til uppbyggingar Bergiðj- unnar sem er endurhæfingarvinnustaður fyrir geðsjúklinga. Ágóðanum af síðari K-dögum hefur að mestu verið varið til að reisa endurhæfingarstöð Geðvernarfélags íslands. Pótt sá fjárstyrkur sem geðsjúklingar hafa fengið að tilhlutan Kiwanismanna sé mikils verður er ekki minna vert um þann siðferði- lega stuðning sem Kiwanlsmenn hafa veitt þeim með starfi sínu. Þeir hafa vakið athygli á þeim vanda sem geðsjúklingar eiga við að etja og aukið skilning samborgara sinna á honum. Hlutur stjórnvalda. Ráðherrar og starfsmenn í Heilbrigðisráðu- neytinu og Félagsmálaráðuneytinu hafa sýnt góðan skilning á nauðsyn þeirrar starfsemi sem fyrirhuguð er í endurhæfingarstöðinni. Borgarstjórn Reykjavíkur úthlutaði kjörlóð undir stöðina. Endurhæfingarráð og síðar Framkvæmdasjóður fatlaðra hafa veitt lán og styrki til stöðvarinnar. Lýsing endurhæfingarstöðvarinnar. Endurhæfingarstöðin er af því tagi sem nefndur hefur verið áfangastaður og er sam- astaður fyrir sjúklinga meðan stendur á endur- hæfingu vistmanna undir leiðsögn og með stuðningi ýmissa aðila innan geðheilbrigði- skerfisins. Hún er sérstaklega hönnuð með hliðsjón af þeirri starfsemi sem þar á að fara fram. Þar er rými fyrir átta íbúa svo og lítil íbúð sem nota mætti fyrir húsráðendur, hjón í endurhæfingu eða aðstandendur sjúklinga utan af landi. Húsið er samtals 366 fermetrar að flatarmáli á tveimur hæðum. Á neðri hæð er andyri, íbúð, þrjú einstaklingsherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Á efri hæð er eldhús, borðstofa, setustofa, sjónvarpsstofa, þrjú ein- staklingsherbergi, eitt tveggja manna her- bergi, og vinnuherbergi. Nauðsýn endurhæfingar. Geðsjúkdómar hafa í för með sér mikinn vanda fyrir geðsjúklinga, fjölskyldur þeirra og allt samfélagið. Þeir valda sjúklingunum oft á 14 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.