Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Page 16

Kiwanisfréttir - 01.08.1985, Page 16
er að auka færni vistmanna til daglegs lífs, starfs og mannlegra samskipta. í endurhæfingarstöðinni er ekki beitt með- ferð í venjulegum skilningi þess orðs. Meðan einstaklingur dvelst þar er lögð áhersla á sjálfstæði hans og sjálfsábyrgð. Gert er ráð fyrir, að hann stundi regluíega vinnu, vinnu- þjálfun eða nám. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að hann greiði leigu ogframfærslukostnað og taki þátt í heimilishaldi með aðstoð leið- beinanda sem hafa geðheilbrigðisstarfsfólk að bakhjarli. Skömmu eftir að endurhæfingarstöðin tók til starfa var hún nýtt að fullu og hefur svo verið síðan. íbúar hafa komið víða að - sumir frá Reykjavík en aðrir utan af landi. Raunar hefur stjórn stöðvarinnar þá stefnu að gera íbúum utan af landi jafnhátt undir höfði eins og íbúum í Reykjavík. Stjórn endurhæfingarstöðvarinnar. Endurhæfingarstöðin er sjálfseignarstofnun sem hefur sérstaka stjórn. Meðlimir stjórnar- innar eru tilnefndir til 3ja ára í senn af stjórn Geðverndarfélagsins. Nú eru eftirtaldir menn í stjórninni: Tómas Helgason, prófessor, for- maður; Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri í Kópavogi, gjaldkeri; Sigrún Júlíusdóttir, yfirfélagsráðgjafi, ritari. Ennfremur Nanna Jónsdótti, hjúkrunarframkvæmdarstjóri, Jón K. Ólafsson, sveitarstjóri í Sandgerði, Eyjólf- ur Sigurðsson, bóksali og Oddur Bjarnason, læknir. Eins og Kiwanismönnum er kunnugt eru þeir Jón og Eyjólfur báðir Kiwanismenn. Auk þess sem þeir eru góður liðsauki taldi stjórn Geðverndarfélagsins það vera sjálfsagt að Kiwanismenn ættu sæti í fyrstu stjórn endur- hæfingarstöðvarinnar vegna hins mikla fram- lags Kiwanismanna til hennar og til enduhæ- fingar geðsjúkra almennt. Merkið okkar talar sínu móli Handtak sem innsiglar gagnkvœmt traust. Umboðsmenn um allt land. 5AMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 16 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.