Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Side 6

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Side 6
Viðtal við Evrópuforseta gamla vini og ef til vill að kynnast nýjum. Á þessu þingi mun Eyjólfur Sigurðsson taka formlega við sem heimsforseti. Fyrir hönd Evrópu- sambands Kiwanis færi ég þeim hjónum Eyjólfi og Sjöfn bestu óskir um velfarnað í starfi. Hver er staða Evrópusambandsins í dag og eru einhverjar breytingar í náinni framtíð? Á Evrópuþinginu í Nice '93 var samþykkt að marka nýja stefnu fyrir Evrópusambandið og eftir þeirri stefnu hefur verið unnið. Á því þingi var skipuð nefnd þriggja manna undir forsæti Eyj- ólfs Sigurðssonar og var hlutverk nefndarinnar að koma með drög að nýju framtíðarplani sem lagt var íýrir á Evrópuþinginu í Innsbruck í iýrra. Þingið samþykkti markmið í 12 liðum um framtíð Evrópusam- bandsins til að vinna eftir. Jafn- framt var á því þingi skipuð önnur þriggja manna nefnd undir forsæti Eyjólfs og var henni falið að koma með drög að nýjum Evrópulögum byggða á þessum 12 markmiðum. Þau verða send í alla klúbba á næstu dögum ásamt drögum að lögum sem austurríska umdæmið hefur lagt fram. Þessi lagadrög verða lögð fyrir Evrópuþingið á íslandi í sumar. Það er mat margra að Evrópu- þingið hér í sumar muni marka ákveðin þáttaskil, þ.e.a.s. ef lög nefndarinnar verði samþykkt, þó svo að ég hafi kosið að kaflinn um fjölda stjórnarmanna Evrópusam- bandsins yrði með öðrum hætti. Að lokum er það von mín að sem flestir klúbbar í umdæminu Ísland-Færeyjar sendi fulltrúa til þings og taki þátt í að móta stefnu Evrópusambands Kiwanis. Heimsforseti Ian og Evrópuforseti Ævar Dagskrá 28. Evrópuþings Kiwanis 2.-4. júní 1995 í Reykjavík FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 09.00 -16.00 Afhending þinggagna (Hótei Saga) 14.00 - 15.00 Kynning á málefnum Evrópuþings (Borgarleikhús) 15.15 - 17.30 Setning 28. Evrópuþings Kiwanis (Borgarleikhús) 18.00 - Móttaka hjá borgarstjóra (Ráðhús) LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 09.00 - 14.00 Þingstörf (Borgarleikhús) 14.00 - 16.00 Léttur málsveröur (Borgarleikhús) 19.00 - 02.00 Gala dinner / dansleikur (Perlan) Ef þátttaka á þinginu á föstudag verður meiri en sæti í Borgarleikhúsi ráða við verbur dagskráin færb í Háskólabíó. Gert er ráö fyrir að makar sitji vib setningarathöfn þingsins. Gala dinner verður á tveimur efstu hæðum Perlunnar og að loknum dinner fara gestir niður á neðstu hæð þar sem hljómsveit leikur fyrir dansi. Á laugardag verður sérstök dagskrá fyrir maka þ.e. skobunarferb, tískusýning og léttur hádegisverbur. ÞINGNEFND 28. EVRÓPUÞINGS KIWANIS 6 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.