Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 7
Aðsendar greinar
UM KARLA OG KONUR
í KIWANIS
eftir Hrafn Sveinbjörnsson kjörforseta Búrfells
Þegar ég lít yfir farinn veg, aftur
til ársins 1990 þá var Garðar Stein-
þórsson frá kiwanisklúbbnum Hofi
í Garði búinn að ganga með það í
maganum í fjölclamörg ár að stofna
Kiwanisklúbb í Njarðvík. Þá hófum
við ákveðið kynningarstarf og seinni
hlutann í janúar sömdum við dreifi-
bréf sem var dreift í öll hús í Njarðvík.
Út úr því kom, að við náðum að
stofna kiwanisklúbbinn Kópa og var
stofndagur hans 16. maí 1991.
Reyndar var þessi undirbúningur
ekkert eins manns verk, þarna komu
ýmsir góðir menn að úr umdæmis-
stjórn, að ógleymdri Þyrí Mörtu
Baldursdóttur sem átti stóran þátt í
kynningu á Kiwanishreyfingunni og
Hermanni Þórðarssyni þáverandi
umdæmisstjóri.
Á næsta umdæmisþingi var
Garðar Steinþórsson skipaður for-
maður nýklúbbanefndar og þá valdi
hann í nefndina ásamt mér, Hrafni
Sveinbjörnssyni úr Hofi, Þyri M.
Baldursdóttur úr Hörpu og Stefán
Jónsson úr Kaldbak á Akureyri.
Strax um veturinn hófumst við
handa um að stofna kvennaklúbb á
Reykjavíkursvæðinu og var hann
settur á laggirnar í Kópavogi og hlaut
nafnið Góa eftir margar skemmti-
legar kynningar og fræðsluferðir
bæði til Garðabæjar og Kópavogs.
Stofndagur Góu var 3. mars 1992.
Þá voru Garðar og Þyrí orðin
óstöðvandi og tæpum tveimur mán-
uðum seinna var kvennaklúbburinn
Embla á Akureyri stofnaður. Eftir
þrjá kynningarfundi var klúbburinn
orðinn að veruleika. Stofndagur
hans var 24. apríl 1992. Þá má segja
að allur vindur hafi horíið úr Garðari
og aðrir tóku við. Siðan þetta gerðist
hafa þrír klúbbar verið stofnaðir til
viðbótar, Sundboði í Grindavik 25.
maí 1993 sem er karlaklúbbur,
Kistufell í Grundarfirði, stofnaður í
apríl 1994 sem er blandaður klúbbur
og Sólborg í Hafnarfirði, stofnaður í
maí 1994 en hann er kvenna-
klúbbur.
í beinu framhaldi af þessari
upptalningu er kannski eðlilegt að
skoða hvernig þessum klúbbum hef-
ur reitt af. Kópa, íyrsti klúbburinn
sem við stofnuðum var í anda-
slitrunum núna í haust, Góunum
hefur fækkað en þar virðist þó vera
harður kjarni og fjölgunarvon,
Emblurnar voru þijátíu og ein að
tölu á stofnfundinum en þeim hefur
fækkað niður í fimmtán til sextán.
Þar virðist þó vera nokkuð sterkur
kjarni.
Þrátt íyrir þessar hremmingar þá
er meðaltalsfjöldi Kiwanisfélaga í
kringum tuttugu og átta en sú tala
segir okkur ekkert um raunveruleg-
an styrk klúbbanna. Það er ekki
hægt að fjölga Kiwanismeðlimum
með því að bæta stöðugt við nýjum
klúbbum og meðlimum ef gömlu
klúbbarnir ná ekki að endurnýja sig
um leið. Lágmarksíjöldi í klúbbum
hefur verið nefndur í kringum fimm-
tán en það hefur þó sýnt sig að gömlu
klúbbarnir sem eru undir lágmarks-
Qölda hafa þrátt íyrir allt verið sterk-
ustu klúbbarnir.
Við höfum verið að ræða saman,
ýmsir Kiwanisfélagar, upp á síð-
kastið um hlutverk kvenna í Kiwan-
is. Málið snýr þannig við mér, að
þegar kona er orðin félagi er hún orð-
in Kiwanismaður. Ef hún ílytur á
milli byggðarlaga og vilji hún halda
áfram í Kiwanishreyfingunni þá
kemur hún til með að rekast á ýmsa
veggi því gömlu karlaklúbbarnir vilja
í fæstum tilfellum hleypa konum
þangað inn. Oft á tiðum hóta menn
jafnvel að hætta í klúbbnum verði
konu hleypt inn. Einn félagi minn
viðurkenndi að hann hefði aldrei
hugsað út í það að konur væru
jafngildar okkur ef þær væru komnar
í kvennaklúbb eða blandaðan klúbb.
Á ferð minni um Bandaríkin,
ásamt konu minni vorið 1988 hitti
ég að máli forseta Kiwanisklúbbsins
í Bakersfield. Við tókum tal saman
og ég spurði hann meðal annars um
konur í Kiwanis. Þá sagði hann mér
að daginn áður hefðu þeir verið að
taka inn fyrstu konuna í klúbbinn
Hrafn Sveinsbjörnsson
og taldi hann að hún væri sú íyrsta í
Bandaríkjunum. Tveimur árum
seinna hringdi ég út til að forvitnast
og fá fréttir hvernig konum hefði reitt
af i klúbbnum. Sú íyrsta hafði hætt
fljótlega en nokkrar komið inn í stað-
inn en höfðu þó ekki enst nema í
tiltölulega stuttan tíma. Flestar urðu
þær tvær í einu á þessu tímabili.
Þetta segir mér það, að konur eiga
erfitt uppdráttar i gömlum og rót-
gróríum karlaklúbbum. Verður ekki
það sama upp á teningnum hér á
landi, flæmum við ekki konurnar frá
okkur?
Hvað eigum við þvi að gera þessir
gömlu karlar ef að kona kemur og
vill gerast félagi í okkar klúbb?
Getum við sagt að við viljum hana
ekki í klúbbinn eða eigum við að
bjóða hana velkomna og hvað verður
þá um gömlu karlaklúbbana? Ég
held að málið snúist í rauninni um
það, hvort við getum neitað konu um
inngöngu og viðhaldið þá gömlu
hefðinni eða viljum við opna
klúbbana fyrir konum og leggja
gömlu klúbbana af sem einhliða
karlaklúbba? Fórum við kannski allt
of geyst með því að stofna alla þessa
kvennaklúbba á sínum tíma? Þá var
ekki hugsað út í það að konur flyttu
á milli byggðarlaga og vildu halda
áfram að starfa í Kiwanis. Hvað gera
til dæmis Hofsfélagar ef kona úr
Emblu á Akureyri flytur í Garðinn
og biður um inngöngu í klúbbinn?
Þegar við stóðum í þessum hama-
gangi að stofna nýju klúbbana hugs-
aði ég aldrei út í að þessi staða gæti
eða ætti hugsanlega eftir að koma
upp en sjálfur er ég á móti blönd-
uðum klúbbum því ég vil halda
frh. á blaðsíðu 8
KIWANISFRETTIR
7