Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Síða 8

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Síða 8
Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN KIRKJUFELL Kiwanisklúbburinn Kirkjufell var stofnaður 26. september 1993 í Grundarfirði. Móðurklúbbar eru Esja Reykjavík og Korri Ólafsvík. Forseti klúbbsins er Margrét Frí- mannsdóttir sem hefur verið forseti frá upphafi. Félagareru 14 í dag en unnið er að fjölgun félaga með kynningu á klúbbnum, t.d. var þorrinn kvaddur 18. febrúar sl. og mættu þar 30 manns, bæði félagar og gestir. Mikið fjör var á þessum þorra- fundi eins og sjá má á þessum myndum, hið grundfirska tríó á kannski eftir að hrella landann, hver veit? Fjáraflanir hafa verið þær að seldur var jólapappir fyrir jólin og fréttablaðið Þeyr var borið út hér í allan vetur. Styrktarverkefni á þessu ári voru smá en komu sér mjög vel. Fyrst má nefna styrk til fjölskyldu vegna veikinda barns, styrk til að kaupa hljóðkerfi fyrir heyrnaskerta í samkomuhúsið hér í bæ og einnig er ráðgert að gefa börnum fæddum 1988 reiðhjólahjálma og er ætlunin að hafa það árvisst verkefni. Grundarfirði, 22.03.1995 Birna Guðbjartsdóttir, blaðafulltrúi. Þorrinn var kvaddur þann 18. febrúar sl. þar sem 30 manns skemmtu sér konunglega. frh. af bls. 7 Um karla og konur í Kiwanis karlaklúbbunum út af fyrir sig. Lokaspurning min er, hvort ekki sé tími til kominn að hugsa þetta mál upp á nýtt? Getum við í rauninni leyft okkur að segja nei? Ég er sjálfur farinn að efast um það eins og málum er háttað í dag. Verðum við ekki að fara að endurskoða starfsemi gömlu kiúbbana svo þeir endurnýi sig með eðlilegum hætti og gefa þá yngri mönnum aukin tækifæri, því það er mín skoðun að gömlu klúbb- arnir séu komnir með allt of háan meðalaldur. Ég hef enga patentlausn fram að færa, hvernig endurnýjun gömlu klúbbanna skuli framkvæmd, en með aukinni umræðu gætum við kannski komist að jákvæðri niður- stöðu. Ég held að við verðum að vinna meira innan frá og gera klúbb- starflð skemmtilegra en það má ekki kosta of mikið því ungt fólk treystir sér ekki til að greiða há árgjöld og fundarkostnað. Lausnin er kannski fólgin í meiri og öflugri kynningu. Ég held að við látum ekki nógu mikið í okkur heyra. Við erum kannski ekki nógu fjölmiðlaglaðir - eða hvað? Með Kiwaniskveðju, Hrafn Sveinbjörnsson, kjörforseti Búrfells. 8 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.