Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 12
Fréttir úr klúbbstarfinu KIWANISKLÚBBURINN SKJÖLDUR Kæru Kiwanismenn nær og Qær. Við færum ykkur kveðju héðan frá Siglufirði með ósk um gæfu og gott gengi i leik og starfi. Til glöggvunar fyrir fróðleiks- fúsa lesendur blaðsins verður farið yfir aðalat- burði í starfsemi klúbbsins sem helst auglýsir hreyf- inguna í okkar samfélagi. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Á SIGLUFRÐI Lýst var kjöri iþrótta- manns ársins 1994 á Siglu- firði þriðjudaginn 31. jan- úar s.l. íþróttanefnd klúbbsins, sem sér um athöfnina tilkynnti að Jóhann G. Möller hefði verið valin íþróttamaður ársins 1994 á Siglufirði. Kiwanis- klúbburinn Skjöldur hefur staðið að vali á íþrótta- manni ársins síðan 1979 og gefið vegleg verðlaun við þau tækifæri. Samráð er haft við íþróttafélög staðarins um til- nefningar. Athöfnin fer þannig fram að fýrst er tilkynnt um val íþróttamanns hverrar greinar, eftir aldurskiptingu 12-16 ára og 17 ára og eldri. Síðan er íþróttamaður ársins valinn úr þeim hópi. Jóhann G. Möller, sem er fæddur 22. mars 1979, vann til fjölda verðlauna á síðasta ári. Hann sigraði í svigi og stökki á Siglufjarðarmótinu og í sömu greinum á Rafbæjarmótinu. Á unglingameistaramóti íslands varð hann í 2. sæti í svigi og alpatví- keppni. Þá var hann valinn í landslið unglinga 13-16 ára, sem fór á Ólympíuleika æskunnar í Andorra í byrjun febrúar s.l. og keppti í alpagreinum. Jóhannvar valinn besti leikmaður 3. flokks KS í knattspyrnu og var jafnframt sá markahæsti. Einnig var hann Knattspyrna: Grétar Sveinsson og Miralem Haseta. Badminton: Agnar Þór Haraldsson og Guðmundur Siguijónsson. íþróttafélag fatlaðra: Hrafnhildur Sverrisdóttir. JÓLABALL Fjölmennt var á jóla- barnaballi klúbbsins. Flest börn bæjarins mættu til að syngja og dansa kringum jólatréð. Þegar tækifæri gafst var boðið upp á kakó eða gos og vöfflur með ijóma. Jólasveinarnir mættu á staðinn, skemmtu börnun- um og dreifðu sælgætis- pokum. ÞRETTÁNDADAGSKRÁ Sem endapunkt á flug- eldasölu yfir áramótin er slegið upp þrettándabrennu og stemmning byggð upp með blysför, flugeldasýningu og söng. Nú eins og í fýrra valinn í 32ja manna lands- liðshóp U-16 ára í knattspyrnu. Jóhann var Siglufj arðar - meistari í golfi yngra flokks og hlaut fyrstu verðlaun á KLM- mótinu. Loks spilaði hann með 10. flokki Glóa á íslandsmótinu í körfubolta. íþróttamenn hverrar greinar urðu: Skíði: (Alpa- og norrænar greinar) Jóhann G. Möller og Jón Garðar Stein- grímsson. Verðlaunahafar á grímudansleiknum íþróttamaður ársins 1994 á Siglufírði Jóhann G. Möller 12 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.