Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Page 13
Fréttir úr klúbbstarfinu
stóð klúbburinn ásamt Sinawik-
konum fyrir grimudansleik á hóteli
staðarins að lokinni þrettánda-
hátíð, þar sem verðlaun voru veitt
íyrir bestu búningana.
DÓMARAR
28. janúar hélt íþróttafélagið
Snerpa sitt árlega þorramót í
Boccía og hafa félagar í Skildi sett
sitt mark á það mót með því að sjá
umdómgæslu. Hafa þeir nú fengið
afhent dómaraskírteini frá
íþróttasambandi fatlaðra fyrir störf
sín.
FJÁRAFLANIR
í byrjun desember gengu
klúbbfélagar í hús og seldu íbúum
bæjarins konfekt. Að venju var vel
tekið á móti gotterísmönnunum og
söfnuðust 150.000 krónur í líknar-
og menningarsjóð.
Sala á fugeldum um áramótin
með Björgunarsveitinni Strákum
er öflug fjáröflun klúbbsins og nam
hlutur hvors aðila nú í þeirri sölu
300.000 krónum.
FÉLAGSAÐSTAÐA
KLÚBBSINS
Aðstaða klúbbsins að Aðalgötu
8 Siglufirði er klúbbnum til fyrir-
myndar þó ég segi sjálfur frá og á
þessu starfsári hefur fundar-
höldum klúbbsins fjölgað þar
mjög. Þetta kallar á öfluga og
duglega húsnefhd og hefur hún svo
sannanlega staðið undir þeim
væntingum, með fjölbreyttum mat-
seðli og öðrum viðurgjörningi. Fé-
lagasamtök og eintaklingar hafa
einnig átt þess kost að leigja að-
stöðu klúbbsins til fundarhalda og
annarra samkvæma.
FERÐ ELDRI BORGARA
Rútuferð fyrir eldri borgara var
farin á síðastliðnu sumri. Að þessu
sinni var ekið austur til Húsavíkur,
í himnesku veðri, þar fengnir leið-
sögumenn og ekið um svæðið. Til
dæmis var staldrað við Goðafoss
og dansað þar við harmonikku-
undirleik Óla Björnssonar.
Útgáfa símaskrár fyrir Siglu-
fjörð og Fljót er sú leið sem klúbb-
urinn fer til að fjármagna þessa
ferð.
HEIMSÓKNIR
Félagar úr Skildi fóru skemmti-
lega ferð 14. október á sam-
eiginlegan fund sem haldinn var á
Dalvík. Um var að ræða fund
Drangeyjar og Skjaldar frá
Grettissvæði og Súlna og Hrólfs frá
Óðinssvæði.
KÖTTURINN SLEGINN ÚR
TUNNUNNI
Sinawikkonur með aðstoð
Kiwanismanna kiýndu tunnukóng
nú á öskudaginn, við fjölmenna
þátttöku barna.
STJÓRN KLÚBBSINS
Starfsárið 1994-1995 á þvi ári
sem klúbburinn verður 24 ára er
stjórn hans skipuð á eftirfarandi
hátt:
Forseti: Bragi J. Ingibergsson
Kjörforseti: Valbjörn Steingrimsson
Ritari: Magnús S. Jónasson
Féhirðir: Birgir Björnsson
Erl. ritari: Steinar Baldursson
Meðstjónendur: Hilmar Ágústsson
og Árni Skarphéðinsson
Fyrrv.forseti: Guðm. Davíðsson.
Kveðja
Ólafur Þór Ólafsson
fjölmiðlafulltrúi Skjaldar
liinnusláttur að hefjast
Dans- og harmonikkusveifla í ferð aldraðra
KIWANISFRETTIR
13