Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Síða 15
Fréttir úr klúbbstarfinu
KIWANISKLÚBBURINN
SÓLBORG
Vetrarstarf okkar hefur
veirð fjölbreytt. Á fundi 24.
nóvember fengum við
Odda Erlingsson sálfræð-
ing til að halda íyrirlestur
um streitu og afleiðingar
hennar. Við fórum 9 fél-
agar klúbbsins í heimsókn
til Kiwanisklúbbsins Jörfa
í Reykjavík. Þann 10 des-
ember buðum við mökum
okkar í jólahlaðborð með
kínversku ívafi sem tókst
mjög vel. Haldin var jóla-
skemmtun fyrir börnin
okkar og flutti þar séra
Einar Eyjólfsson hug-
vekju. Þangað komu líka
tveir jólasveinar sem
skemmtu börnunum og
leystu þau út með gjöfum,
sem voru stór, safarík og
rauð epli.
Uppstillinganefnd Kiw-
anisklúbbsins Sólborgar
hefur valið Emelíu Dóru
Guðbjartsdóttur til kjör-
forseta og óskum við henni
velfarnaðar í starfi.
Eftir áramót var farið á
fullt að undirbúa vígslu-
hátíðina sem fram fór 11.
febrúar sl.. Þar var margt
um manninn og voru Kiw-
anisfélagar, makar og aðrir
gestir 104. Veislustjóri var
Hafsteinn Sigmundsson
úr Jörfa og stóð hann sig
með prýði. Klúbbnum
voru færðar margar gjafir
sem forseti klúbbsins
Oddný Ríkharðsdóttir
veitti móttöku. Fjölda-
söngur var undir dyggri
stjórn Hans Hafsteins-
sonar, forseta móður-
klúbbsins Hraunborgar í
Hafnarfirði. Síðan var létt
glens og þar á eftir stiginn
dans. Að ílestra mati ef
ekki allra þótti vigslan tak-
ast jög vel. Við í Kiwanis-
klúbbnum Sólborgu þökk-
um öllum sem veittu okk-
Sólborgarfélagar
ur þá ánægju að vera við
vígsluna og vonum að þeir
hafi skemmt sér eins vel og
við. Einnig þökkum við
góðar gjafir og hlýhug sem
klúbbnum var sýndur.
Með bestu
Kiwani skveðj u m,
Svanhildur
Guðlaugsdóttir
blaðafulltrúi.
Oddný Ríkharðsdóttir og
Hans Hafsteinsson, forseti
móðurklúbbsins
Hraunborgar
Grétar J. Magnússon festir merki í forseta Sólborgar
Oddnýju Ríkharðsdóttir, eiginmaður hennar Jakob Guðnason
og fleiri gestir.
Oddný færir gestum fána klúbbsins.
Frá hægri: Grétar Jón Magnússon, Sigurður Axelsson, Hans
Hafsteinsson, Guðmundur Gunnarsson, Ríkharð Jónsson og
Hörður Helgason
KIWANISFRÉTTIR
15