Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 20

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 20
Frá þingnefnd 25. umdæmisþing Ísland-Færeyjar haldið 18.-20. ágúst í Reykjavík Á umdæmisstjórnarfundi þann 25. mars síðastliðinn lagði þing- nefnd fram fjárhagsáætlun fyrir 25. þing umdæmisins. Hún gerir ráð fyrir því að þinggjald hvers klúbbs verði kr. 72 þúsund. Heildarkostnaður við þinghaldið er tæpar 4,2 milljónir. Greitt verður 25 kr. á km. í ferða- jöfnun, þó þannig að ekki er greitt fyrirfyrstu 100 km. Breyting verð- ur á greiðslu gistikostnaðar, þann- ig að nú fá allir þingfulltrúar greitt fyrir einsmanns herbergi kr. 6.125, en ekki aðeins helming af verði 2 manna herbergis. Hér munar því fyrir hvem þingfulltrúa sem kemur með maka, því að hann þarf aðeins að greiða 3.740 krónur fyrir gistinguna en ekki 6.990 krónur eins og þetta hefur verið reiknað út síðustu árin. Þinghaldið verður i Kiwanis- húsinu að Engjateigi 11, og þar fer einnig fram á föstudeginum fræðsla og umræður um málefni hreyfingarinnar. Þingsetning verð- ur í Bústaðakirkju að kvöldi 18. ágúst og síðan verður opið hús í Engjateigi. Þinghaldið sjálft hefst síðan kl. 9.00 á laugardagsmorgni þann 19. ágúst. Um kvöldið verður síðan lokahóf í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Fram við Safamýri. Hófið verður að mestu leyti með hefðbundnu sniði, hljómsveitin Gömlu biýnin leikur fýrir dansi. Þingnefnd hefur ákveðið að verð á miða á lokahóf verði stillt í hóf, reiknað er núna með því að miða- verð verði kr. 3.500 sem hlýtur að teljast gott fyrir svona skemmtun. Sem sagt kostnaður við lokahófið er færður á þingkostnað en ekki miða sem menn kaupa í lausasölu. Dagskrá fræðslu og umræðu- Staðreyndir um IDD Skjaldkirtillinn er innkirtill, lokaður kirtill sem dælir hormóni beint inn í blóðrás, og framleiðir hormóna sem eru líkamanum mikilvægir. Manneskja sem er með vanvirkan skaldkirtil þjáist af þurrki í húð, svefn- leysi, þreytu, og þolir illa kulda auk fleiri einkenna. Sætistala joðs er 53 - atómþungi þess er 126,91. Joð er frekar sjaldgæft efni og þekur mjög lítinn hluta jarðskorpunnar, en er samt sem áður dreift um stærstan hluta hennar. Venjulegt hvítt borðsalt er efni sem auðvelt er að blanda joðsamböndum í til þess að koma í veg fyrir skjaldkirtil- bólgu. Kretinismi sem veldur andlegum og líkamlegum vanþroska er arfgengur sjúk- dómur hjá fólki sem þjáist af joðskorti. Hinn þekkti kvikmyndaleikari Roger Moore, er sérstakur heiðursformaður Alþjóðaverkefnis Kiwanishreyfingar- innar, „The World-wide Service Project," til útrýmingar á sjúkdómnum af völdum joðskorts. UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna) er með starfsfólk staðsett á 190 stöðum í 120 löndum víðsvegar um heiminn. Kiwanishreyfingin vonast til að geta safnað 75 milljónum dollara til þess að útrýma sjúkdómum af völdumjoðskorts. Yfirlit yfir þá klúbba sem hafa lagt þessari söfnun lið til: Borgir, Kaldbakur, Keilir, Hraunborg, Smyrill, JöMar, Brú, Drangey, Súlur, Esja, Skjöldur, Embla, Geysir, Höfði, Grímur, Gullfoss, Hof, Þyrill, Ölver, Elliði, Jörfi, Skjálfandi, Sólborg. 20 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.