Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Síða 21

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Síða 21
Frá golfnefnd Golfmót Kiwanisklúbbanna 1995 að Jaðarsvelli Akureyri Golfmót Kiwanismanna verður haldið að Jaðarsvelli (stóra bola eins og hann er kallaður af golf- mönnum) Iaugardaginn 27. mai 1995. Keppt verður í tveimur karla- flokkum forgjöf 0-29 og 30-36 svo og einum kvennaflokki. Veitt verða verðlaun í öllum flokkum með og án forgjafar og einnig verðlaun fyrir fæst pútt. Aukaverðlaun verða fyrir að vera næst holu á 4., 11., og 18. braut. Þá fær sá sem best nýtir völlinn sérstaka viðurkenn- ingu. Mótsgjald er áætlað kr. 1.800,- Efstirstöðvar af mótsgjaldi, ef einhverjar verða, fara í einn pott og verður dregið um hann úr öllum skorkortum. Hátíðarkvöldverður verður í Smiðjunni og þar fer fram verð- launaafhending. Verð pr. mann á kvöldverðinum kr. 1.900,-. Samið hefur verið við Hótel Hörpu um gistingu og kostar hún 4.800,- pr. mann í tveggja manna herbergi fyrir tvær nætur. Morgunmatur er innifalinn. Ágætu Kiwanisgolfarar. Komið og takið þátt í fyrsta golfmóti Kiwanismanna norðan Holta- vörðuheiðar. Látið ekki þetta tæki- færi úr greipum ganga til að kynn- ast einum af skemmtilegast golf- velli landsins. Golfnefnd 1995: Hallgrímur Arason, Kaldbak Brynjólfur Ingvarsson, Viðey Guðmundur Gunnarsson, Esju Efri myndin sýnir 18. braut par 3 - 142m nlður i móti að golfskálanum með 4 sand- torfœrum. Neðri myndin er af 4. braut par 3 - 156m. niður i móti með tveim vatnstorfærum. hópa á föstudegi og þingsins á laugardegi er ekki tilbúin, en hún verður kynnt eins fljótt og hægt er. Við störf sín hefur þingnefnd haft það að leiðarljósi að kostnaði verði haldið í lágmarki við alla liði. Þrátt fyrir það, þá er eins og komið hefur fram, skoðun okkar að þing- fulltrúar eigi ekki að þurfa að borga stórar upphæðir úr eigin vasa, það eru klúbbarnir sem eiga að borga kostnaðinn. Til þess að við náum svo endum saman, verða allir klúbbar að borga sinn hlut, annars eru þeir klúbbar að velta kostnaði yflr á aðra. Það er ekki nógu gott, hér verða allir að standa við sitt. Um mánaðarmótin verður sent til allra klúbba þátttökueyðublað, kjörbréf, fjárhagsáætlun og gíró- seðill. Gíróseðilinn á að greiðast fyrir 1. maí 1995. Þátttökueyðublaðið og kjörbréfið þurfa að hafa borist fyrir 2. maí. Við skorum á alla klúbba að senda umbeðin gögn rétt útfyllt fyrir þessar dagsetningar, svo ekki þurfi að hringja eftir þessum gögnum. Sjáumst í ágúst. Þingnefnd 1995: Björn Ágúst Sigurjónsson Sigurður Pétursson Sveinn Gunnarsson Sigurður Steinarsson KIWANISFRETTIR 21

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.