Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.2005, Page 6

Víkurfréttir - 08.12.2005, Page 6
Sérmerkt Handklæði og flíshúfur T bolir og flísteppi Merlcjum allar gerðir af fatnaði ____________________________ Myndsaumur - Njarðvíkurbraut 54 - 565 0488 - www.myndsaumur.is Frábær HP jólatilboð business partner +; HP PSC 1510 fjölnotatæki HP Photosmart M22 stafræn myndavél = allt er framkvæmanlegt Tilboðspakki aðeins kr. 19.900 SAMHÆFNIf ItlilillHlHaiil Hringbraut 96 • Sími 421 7755 • www.samhaefni.is • sala@samhaefni.is Grunnskólafólk á Suðurnesjum fer á sjóinn: Hér sjást nemendur úr 9. bekk Heiðarskóla ásamt kennara og skipstjóra Drafnar. Skólaskipið Dröfn í heimsókn Skólaskipið Dröfn er statt þessa dagana hér á Suðurnesjum og fer með 9. bekkjar grunnskólanemendur á sjóinn. t sjóferð- inni fá nemendurnir fyrirlestur um notkun veið- arfæra, trolli er dýft í sjóinn og gera krakkarnir að þeim afla sem inn kemur. Sérfræðingar eru um borð sem upplýsa nemendur um það sem máli skiptir meðal annars er skoðað inn í fiskinn við slægingu með líffræðingum. Skip- stjórinn fer með nemendum um allt skipið og útskýrir það sem fýrir augu ber og skiptir máli um borð í fiskiskipi. Skólaskipið Dröfn hefur verið í þessu verkefni s.l. 8 ár og er það fjármagnað með framlögum frá Alþingi og Sjávarútvegsráðuneytinu en Fiskifélag íslands sér um framkvæmdina. Á þessum árum hafa þúsundir barna farið með skipinu. Frá Suðurnesjum fara nú um 100 nemendur úr 9. bekk grunnskólanna. Hringtorgið loks væntanlegt Hringtorg á gatnamótum Iðavalla og Aðalgötu í Reykjanesbæ er loks í sjón- máli, en bæjarbúar hafa lengi beðið eftir umbótum við þessi hættulegu gatnamót. Oft hefur legið nærri stórslysum á þessum gatna- mótum þar sem útsýni er af skornum skammti, en bæjaryfirvöld hafa sett framkvæmdina á forgang á næsta ári. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagsráðs, sagði í samtali við Víkurfféttir að framkvæmdir myndu hefjast snemma á nýju ári, eða eftir því sem veður leyfir. Fróðlegt námskeið íslandsbanka Fjölmenni var á fróðlegu námskeiði íslandsbanka sem var haldið í íþrótta- akademíunni í Reykjanesbæ um helgina. Þar var farið yfir flest það sem snýr að fjármálum fjöl- skyldunnar, svo sem sparnað, húsnæðiskaup, gengisáhættu, tryggingar, fjárfestingar og lífeyr- issparnað. Markmiðið er að þátt- takendur gangi út af námskeið- inu með heildstæða yfirsýn yfir fjármálin sín. Leiðbeinandi er Þór Clausen, viðskiptafræðingur og forstöðumaður Símenntar Háskólans í Reykjavík. Fullbókað var á námskeiðið, en mikil aðsókn hefur verið á þessi námskeið sem Islandsbanki hefur haldið út um allt land að undanförnu og verða sennileg- ast fleiri eftir áramótin. 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.