Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 2
Bl Þetta höfðu oddvitarframboðanna að segja að loknum sveitarstjórnakosningum a Suðurnesjum: GLEÐIOG TAR A KOSNINGANOTT Við erum auð- vitað svolítið vonsvikin að hafa ekki haldið Herði inni, mjög góðum manni. En svona er niðurstaðan og við tökum henni. En hópurinn á bak við okkur er traustur og við höldum ótrauð áfram. -Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, 1. sœti S-lista í Grindavík □411 Landsbankinn MUNDI Sjáið öll þessi andlit... ogmig... langflottastur! Ég er ákaflega sáttur og stoltur. Það er ljóst að meirihlutinn er að tapa þarna yfir tugprósent atkvæða sem hljóta að vera skýr skilaboð um að hlutirnir séu ekki eins og þeir eigi að vera. Við getum verið mjög sátt við okkar hlut miðað við útkomu Framsókn- arflokksins víða annars staðar. -Hallgrímur Bogason, 1. sœti B-lista í Grindavík Ég er þokkalega sáttur við nið- urstöðuna, og vil þakka öllum þeim sem studdu okkur í þessum kosningm og tóku þátt í kosningabaráttunni. -SigmarEðvarsson, l.sœti D-listans í Grindavík. Reyndar gerði ég mér vonir um meira, ég verð að segja það eins og er . Það hlýtur samt að teljast gott að ná inn einum manni og ekki vil ég vera vanþakklátur fyrir það. I rauninni eru Framsóknar- menn sigurvegarar kvöld- ins í þeirri þröngu stöðu sem flokkurinn er í. - Björn Haraldsson, 1. sœti F-listans í Grindavík. Þetta er mikil ánægja og gleði, ég er stoltur af mínu fólki. Það var lögð gríðar- lega mikil vinna í þetta framboð, málefnastaðan er sterk og við komum okkar skilaboðum sterkt til skila. -BirgirÖrn Ólafsson, 1. sœti E-listans Vogum Þetta eru vissu- lega mjög rnikil vonbrigði og við verðum að taka þeim. Skil- boðin eru skýr og íbúar í Vogum hafa valið. Niðurstaðan er þessi og að sjálfsögðu lútum við henni”, -Itiga Sigriín Atladóttir 1. sœti H-listans í Vogutn. Samfylkingin er nýtt afl hér í bænum sem sér- framboð, það gafst lítill tími til undir- búnings fyrir kosn- ingarnar þannig að við erum himinlifandi með árangurinn. Við erum með mesta fylgið og erum sigurvegarar kvöldsins. -ÓlafurÞór Olafsson, 1. sœti Satnfylkingar í Sandgerði. Við höldum því sem við ætl- uðurn að halda en það verður að viðurkennast að vonir okkar voru þær að halda okkar r..... ir' aSiflyfu'pEir^Orum þrernur mönnum, þrátt fyrir klofn- ingin, en niður- staðan er svona og það verður bara að vinna úr henni. -Óskar Gunnarsson, l.sœti K-listans í Sandgerði. Við missum mann og það eru mér mjög mikil von- birgði. Þetta er ávísun á það að hér verður áfram sami meirihluti og verið hefur síðastliðin 16 ár. Þetta er vilji bæjarbúa sem eru hér með að segja að þeir vilji áframhald- andi samstarf K og D-lista. -Haraldur Hinriksson, 1. sœti B-lista t Sandgerði Við erum sér- staklega ánægð með þann hljómgrunn sem framboðið fékk, við erum að tvö- falda fylgið og teljum okkur hafa náð einstökum árangri miðað við önnur framboð. Við getum ekki annað en verið mjög ánægð með okkar hlut. -Sigurður Valur Ásbjarnarson, 1. sceti D-lista í Sandgerði. Við erum fyrst og fremst þakklát kjósendum og stuðningsfólki okkar fýrir að hafa trú á okkur. Við unnum að þessu rnarki og náðum því og erurn afskap- lega glöð og þakklát. -Oddný G. Harðardóttir, 1. sœti N-lista í Garði Þetta kom á óvart. Við fundum ekki annað í kosninga- baráttunni en við myndum halda meirihluta. Ég vil bara minna á að við erum með ung fólk innan okkar raða, þeirra er framtíðin og það mun örugglega ganga betur næst. -Ingimundur Þ. Guðnason, 1. sœti F-lista í Garði. Ég er mjög þakk- látur fyrir þann stuðning sem við fengum í þessurn kosningum. Ég er stoltur yfir þeim mikla fjölda fólks sem vann fyrir okkur. Það hafði heið- arleikann að vopni og missti sig aldrei í skítkast eða slúður um mótframbjóðendur. Ég er stoltur af bæjarbúum fyrir að sýna slíka samstöðu með þeirri uppbyggingu sem hér hefur verið. Og við munum vinna vel áfram. Reykjanesbær er kom- inn í meistaradeildina og ætlar sér þar eitt af efstu sætunum. -Árni Sigfússon, 1. sœti D-lista í Reykjanesbœ. Við erum sæmi- lega sátt miðað það sem skoðana- kannanir höfðu gefið til kynna og erum þakklát fyrir þann stuðning sem við fengum. Við erum tilbúin í stjórnarandstöðu og munum fylgja eftir öllum góðum málum, hvort sem þau koma frá okkur eða meirihlutanum. Við verðum að fullum þunga inn í öllum nefndum þannig að við erum sæmilega sátt. -Guðbrandur Eittarsson, 1. sœti A-lista t Reykjanesbœ. VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBIAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •www.yf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.