Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 25
NÝJUSTU FRÉTTIR
ALLA DAGA rvf.is
Hið fornfrægavesturbæj-
arlið, KR, fékk háðu-
lega útreið á Keflavík-
urvelli s.l. sunnudag þegar
Keflavík vann á þeim stór-
sigur 3-0. Keflavík hélt hreinu
í leiknum en liðið hefur ekki
náð að halda hreinu í Lands-
bankadeildinni frá því í ágúst
2005 er þeir lögðu Fylki 1-0 í
Árbænum.
Fyrsta mark Keflavíkur gerði
Magnús Þorsteinsson á 3. mín-
útu leiksins eftir sendingu frá
besta manni vallarins, Símun
Samuelsen. Daniel Servino kom
Keflvíkingum í 2-0 á 46. mínútu
og það var svo Færeyingurinn
fljúgandi, Símun Samuelsen,
sem innsiglaði 3-0 sigur Kefla-
víkur með skallamarki. Kenn-
eth Gustafsson kom inn á í liði
Keflavíkur á 79. mínútu en hann
hefur átt við meiðsli að stríða.
Það er ánægjulegt fyrir Keflavík
að fá Kenneth til baka en Badui
Farah meiddist í leiknum gegn
Víking, báðir leika þeir í varnar-
línu Keflavíkur. Ungu leikmenn-
irnir Ólafur Þór Berry og Davíð
Örn Hallgrímsson komu inn
sem varamenn í lið Keflavíkur
en þetta var þeirra fyrsti leikur
fyrir félagið í Landsbankadeild.
„Við stefnum á það að taka
fleiri stig heima í sumar en við
gerðum á síðustu leiktíð," sagði
Kristján Guðmundsson, þjálfari
Keflavíkur, í leikslok. „Það er
einnig mjög ánægjulegt að hafa
haldið hreinu í leihium, sérstak-
lega í ljósi þess að við höfum átt
við meiðsli að stríða hjá varnar-
mönnum okkar,“ sagði Kristján.
Næsti leikur Keflavíkur er gegn
FH í Kaplakrika á mánudag
kl. 20 en íslandsmeistararnir
eru taplausir það sem af er
leiktíðinni. „Það er allt hægt,
við ætlum bara að gera það
sama og við gerðum gegn KR,
halda boltanum innan liðsins,"
sagði miðjumaðurinn Hólmar
Örn Rúnarsson í samtali við
Víkurfréttir. „Við leggjum
áherslu á að verjast föstu
leikatriðunum hjá FH, spila
boltanum niðri og tækla þá
almennilega," sagði Hólmar sem
var staðráðinn í því að koma
með að minnsta kosti eitt stig til
baka í Keflavík.
Kári Gunnlaugsson, Sportmaður
nr. 20 skrifaði pistil inn á
www.vf.is/sport um jafnteflið
við Grindavík en Eiríkur
Hermannsson, Sportmaður
nr. 23 skrifaði um hungraða
Keflvíkinga gegn lystarlausum
KR-ingum. Pistlana er hægt að
finna á íþróttasíðum vf.is.
Sparisjoourinn styrkir NES
VliMMRW
Sparisjóðurinn í Keflavik
kom færandi hendi til
iþróttafélagsins NES
i á dögunum og afhenti
: þeim glæsilega fartölvu
að gjöf. Á myndinni er
Geirmundur Kristonsson,
Sþarisjóðsstjóri, að afhenda
==jkjartani Steinarssyni,
formanni NES, faHölvuna
„Verðum betri með hverjum leik”
etta var op inn og
skemmtilegur leikur
fyrir bæði lið og áhorf-
endur, ég var ánægður með
liðið en maður er aldrei
ánægður með tapleik,“ sagði
Gunnlagur Kárason í samtali
við Víkurfréttir.
Margir hafa spáð Keflavíkur-
konum dræmu gengi í Lands-
bankadeildinni en þær hafa
ekki verið að sýna stórliðunum
neina virðingu. Fyrir skemmstu
laut Keflavík í gras 3-1 gegn
Breiðablik og á þriðjudagskvöld
töpuðu þær 5-4 gegn KR í vest-
urbænum. Keflavíkurliðið á við
talsverð meiðslavandamál að
stríða en einn þeirra sterkasti
leikmaður, Björg Ásta Þórðar-
dóttir, er frá vegna meiðsla en er
væntanleg inn í liðið þann 28.
júní samkvæmt læknisráði. „Við
vorum ógnandi gegn KR og það
var margt gott í þessum leik,“
sagði Gunnlaugur sem undirbýr
nú liðið fyrir leik gegn Stjörn-
unni í Garðabæ en Stjarnan
lagði KR 2-1 á dögunum. „Þær
eru sterkar á gervigrasinu en við
erum alltaf á uppleið og verðum
betri með hverjum leik,“ sagði
Gunnlaugur að lokum. Keflavík
heimsækir Stjörnuna í Garðabæ
miðvikudaginn 7. júní kl. 19:15.
Góður árangur í Enduro-móti
Suðurnesjamenn gerðu góða hluti á End-
uro mótinu sem var haldið urn síðustu
helgi. Þar komu saman 600 keppendur
sem rcyndu með sér í liða- og einstaklings-
flokki og var að sjállsögðu mikið um tilþrif.
600 keppendur lögðu af stað í eitiu þegar rás-
merkið var gefið og lcomu Suuðurnesjamenn
ansi vel frá sínu. Þeir Aron og Baldvin voru í 4.
sæti og náðu 16 hringjum og var besti tími þeirra
21,35 sek. Þá voru þeir Gylft og Ragnar í 14. sæti,
en þeir voru óheppnir að lcnda ekki ofar því þeir
voru i 2. sæti er þeir misstu bensínlok af hjólinu
og urðu eldsneytislausir. Jóhannes og Brynjar,
sem er nýliði í greininni, lentu í 18. sæti sem er
mjög ásættanlegt og Guðni og Magnús lentu í
110 sæti af 300 liðum.
Sannarlega frábær frammistaða hjá Suðurnesja-
mönnum.
I einstaklingskeppni lenti Haraldur í 182. sæti
og góður árangur náðist cinnig í unglinga- og
kvennaflokki. I unglingaflokki náði Bergsteinn
24. sæti með 8 liringi og í kvennaflokki var Sara í
8. sæti með 6 hringi.
Vélhjólasportið er í miklum vexti á Suðurnesjum
um þessar mundir og má þess geta að )óhannes
og Gylfi eru nteð æfingar í Sólbrekku á þriðju-
dögum og fimmtudögum. Upplýsingar má nálg-
ast hjá Vélhjólafélaginu í síma 820 9023.
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐILANDSBANKANS
IVIKIIRIRI IIIK I ll’ROI IASIDIIR I 25