Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 19
Arkitektur.is opnar í Reykjanesbæ
Arkitektur.is hefur opnað útibú í Reykja-
nesbæ að Víkurbraut 13 en fyrirtækið
hefur þegar útibú á Akureyri og er með
höfuðstöðvar í Reykjavík. Ólafía Ólafsdóttir,
innanhúsarkitekt, mun hafa umsjón á stofunni.
Ólafia rak Teiknistofuna Studiola í Reykja-
nesbæ í sjö ár en hefur nú tekið til starfa hjá
Arkitektur.is.
Páll Tómasson einn eigenda sagði í samtali við
Víkurfréttir að fyrirtækið ætlaði að ráða arkitekta
til starfa í Reykjanesbæ. Páll lét vel í veðri vaka
um framtíðarhorfur fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
„Hér er framtíðin og krafturinn sagði Páll í sam-
tali við Víkurfréttir. „Reykjanesbær er frábær og
við sjáum ákveðin tækifæri í því að vera á hinum
enda þenslupunktsins sem er að prjónast saman,”
sagði Páll sem er Akureyringur að upplagi og
segist því þekkja vel til staða eins og Reykjanes-
bæjar sem blásið hafa til sóknar. „ Við erum að
skipuleggja Stapahverfið hér í Reykjanesbæ sem
er framhald af Dalshverfmu og við vinnum einnig
talsvert fyrir einkaaðila. Það er mjög spennandi
að vera arkitekt á Suðurnesjum þessa dagana,”
sagði Páll að lokum. Arkitektur.is hannaði m.a.
Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju og íþróttaaka-
demíuna í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa
14 manns og þar af eru 12 arkitektar og vefsíðan
er wtvw.arkitektur.is
Frá opnunarhófi Arkitektúr.is sem haldiö var í s.l. viku.
Elsku Aníta Ósk. Til hamingju
með afmælið í gær. Elskum þig
öll. Kveðja, mamma, pabbi,
Bárður Sindri, Næla, Gosi,
Cosmo, Keiko, Gulli og Snúlla.
Líka afmæliskveðja frá
Ásu ömmu og Eika.
Aðsent:
Fyrsta
skiptið
mitt
rá því ég kom til Islands
fyrir fimm árum hef ég
verið full tilhlökkunar
a ð k j ó s a í
fyrsta skipti á
íslandi, jafn-
vel þó svo ég
sé orðin 54
ara.
Égermjögstolt
af því að hafa
kosningarrétt
e n é g v a r
mjög lengi í pólitísku starfi í
Þýskalandi. Mín helstu áhugamál
í pólitík eru jafnréttlsmál og ég
vonast til að geta tekið áfram
þáttí slíku starfi á Islandi.
Ég var glöð á laugardaginn á
þessum merku tímamótum
og vona að allir sem kusu um
helgina átti sig á því hversu mikil
mannréttindi kosningarétturinn
er.
Birgitta Jónsdóttir Klasen.
Náttúrulceknir, rithöfundur
ogfjölskylduráðgjafi.
HITAVEITA
SUÐURNESJA HF
- í sátt viö umhverfið
Sparisjóðurinn í Keflavík
aðalstyrktaraðili Hjólað til góðs!
^Hjólað tíl góðs!
Fulltrúar slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja og Lögreglu í samstarfi við Sparisjóðinn í Keflavík - á Suðurnesjum,
slökkviliðin í landinu og Víkurfréttir standa fyrir verkefninu „Hjólað til góðsl". Markmiðið er að hjóla í hring um
landið til styrktar Umhyggju, regnhlífarsamtökum foreldrafélaga langveikra barna.
^Taktu þátt!
Verkefnið hefst laugardaginn 3 júní n.k. á „Opnum degi" Brunavarna Suðurnesja. Hjólað veður frá Sparisjóðnum í
Keflavík kl.: 14:00 um Garð og Sandgerði. Við hvetjum ykkur til að sýna verkefninu samstöðu og hjóla með okkur
Garðs og Sandgerðis hring og sýna þannig samstöðu Suðurnesjamanna um málefni þeirra sem minnst mega sín.
^Taktu jþátt á vf.is!
Dagleg umfjöllun verður á vf.is frá okkur hjólaköppum og er áætlað að ferðin taki 10 daga. Lagt verður af stað
Hvítasunnudag 4. júní og farin suðurleið um Hellisheiði. Áætluð heimkoma úr hringveginum er miðvikudaginn
14. júní. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á vf.is og veita þessu verkefni stuðning. Söfnunarreikningur
verður hjá Sparisjóðnum í Keflavík sem er fjárgæsluaðili söfnunarinnar.
L-*Hvað er Umhyggja:
Umhyggja eru regnhlífarsamtök foreldrafélaga langveikra barna. Auk þess er í umhyggju fjöldi
fagaðila innan heilbrigðiskerfisins og aðrir sem hafa áhuga á málefnum barna.
^Markmið styrktarsjóðs Umhyggju er:
• Að bæta umönnun og aðbúnað langveikra barna, bæði innan sjúkrahúsanna og úti í samfélaginu.
• Að tryggja að félagsleg réttindi og mannréttindi langveikra barna séu virt með hliðsjón af
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
• Að upplýsa stjórnvöld, skóla og almenning um hina ýmsu sjúkdóma sem hrjá langveik börn.
• Að veita foreldrafélögunum stuðning í störfum þeirra
• Að styrkja foreldra sem orðið hafa ffyrir verulegum fjárhagslegum erfiðleikum sem
rekja má til veikinda barnsins.
Þökkum ykkur stuðninginn!
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
VIKURFRETTIR FIMMTUDAGURINN1. JÚNÍ 20061 19