Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 18
Stuðningsfjölskylda óskast Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar eftir fjölskyldu eða einstakling sem er tilbúin til að gerast stuðningsfjölskylda í tvo til þrjá sólarhringa á mánuði fyrir fatlað barn búsett á Suðurnesjum. Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að létta álagi af fjölskyldu fatlaðs barns. Nánari upplýsingar um starf stuðningsfjölskyldu eru veittar á skrifstofutíma í síma 525 0900. árðálfarnir Alhliða garðaþjónusta Mdlulagnlr ■ Mlasmíöl Sími 820 7870 og 787T GarSsláttur BeSahreinsun Trjáklippingar Vélaleiga Einn verktaki - Allur garðurinn - segir Dagbjartur Willardsson, söngvari í hljómsveitinni Meðbyr, sem stendurfyrir Óskalögum sjómanna í Grinda- vík fimmtudaginn 8. júní nk. Forsala verður 6. júní. ann 8.júní, fimmtudag- inn fyrir sjómannadag- inn, verður dagskráin Óskalög sjómanna -skemmtun og fjöldasöngur, á veitinga- staðnum Salthúsinu í Grinda- V_ iá það or komið sumar og gleðin er ávallt hér til staðar vorum að ætja upp gænýjar gardínur og að því tilefni verða fimm í fötu á fimmtanhundruð fimmtudag og föstudag. hlökkum til að sjá þig. fimmtudagur helgi valur trúbador íslands föstudaqurfrfttinn dj atli laugardagur lokað vegna einkasamkvæmis frttt inn dj atli \CX{- HM í beinni frá og með 9. júní cafe.bar.keflavík vík annað árið í röð. Dagskrá þessi er til heiðurs hinum ís- lenska sjómanni sem í gegnum aldirnar hefur dregið björg í bú. Það er hljómsveitin Með- byr sem stendur fyrir fjörinu. Einn af söngvurum hljómsveit- arinnar er Grindvíkingurinn Dagbjartur Willardsson. Hann segir að Óskalög sjómanna séu tónleikar þar sem flutt eru gömul og ný sjómannalög þar sem í textunum er fjallað um líf og störf íslenskra sjómanna og fjölskyldna þeirra. „Það sem einkennir þessi lög er tvennt. Annars vegar eru þetta mjög góðar tónsmíðar og margar fallegar laglínur. Hins vegar segja textarnir mikla sögu og sýna svo vel tíðarandann sem var uppi á þeim tíma sem þeir urðu til,” segir Dagbjartur. Tónleikarnir í fyrra tókust alveg frábærlega að sögn Dagbjarts og var pakkað út úr dyrum og komust færri að en vildu. Stemmningin var frábær og al- veg stórkostlegt hversu fólk tók vel undir og gleðin réð ríkjum. Að þessu sinni verður forsala á aðgöngumiðum þriðjudaginn 6. júní kl. 20-21 á Salthúsinu þannig að fólk geti tryggt sér miða tímanlega. Miðar verða einnig seldir við innganginn. En hvað fær Dagbjart og félaga hans í Meðbyr til að vinna að þessu? „Aðallega gleðin sem fylgir því að flytja góða tónlist og gleðja aðra og okkur sjálf með því.” Dagbjartur hefur verið viðloð- andi tónlist nokkuð lengi. Hann hefur samt aðallega sungið með grindvísku hljómsveit- unum RIP og Geimförunum og einnig sungið í brúðkaupum og ýmsum uppákomum. Þið kallið hljómsveitina Með- byr, er mannskapurinn um borð vanur og eruð þið með nægan kvóta? „Nafnið Meðbyr fæddist á æf- ingu í fyrra og við vorurn öll sammála um að það væri gott nafn þar sem það sýndi andann sem er í hópnum og samstöð- una. Mannskapurinn er mjög vanur og þó að við komum úr ýmsum áttum þá hefur þetta smollið saman eins og flís við rass. Það sýnir að aldur er af- stæður og þó að það sé u.þ.b. fjörutíu ára aldursmunur á þeim yngsta og elsta í hópnum þá hefur samstarfið gengið óaðfinn- anlega. Ég ætla að vona að það verði aldrei settur kvóti á gleði og sköpun þannig að við höfum engar áhyggjur af kvóta í þessu samhengi,” sagði Dagbjartur að lokum og var svo rokinn til að syngja um Simba sjómann! Þess má geta að heimamaður- inn Pétur Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis hf., mun stýra fjölda- söng í Salthúsinu eftir að dag- skrá hljómsveitarinnar Meðbyrs lýkur. mmsrnm SOLARHmiGSMKT 8982222 VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 18 | ViKURFRÉTTIR ! 22.TÖLUBLAÐ . 27.ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.