Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 14
Víkurfréttamyndir: Hans Guðmundsson 14 VÍKURFRÉTTIR i 21. TÖLUBLAÐ * 27. ÁRGANCUR Sif Aradóttir, 21 árs Keflavík- urmær, var kosin Fegurðar- drottning fslands á Broad- way í síðustu viku. Þetta er í fjóröa skiptið á undanförnum tíu árum sem stúlka af Suðurnesjum vinnur keppnina, en það var síðast árið 2003 þegar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir koin, sá og sigraði. Við hittuni Sif stuttu eftir keppnina og spurðum hana um keppnina og hvað framtíðin bæri í skauti sér hjá fegurstu konu landsins. Sif er að vonum hæst ánægð með ár- angurinn og segir að keppnin hefði verið frábær reynsla sem hún búi að alla ævi. Stúlkurnar lærðu mikið um heilsu og mataræði auk þess sem þær náðu vel saman og urðu góðar vinkonur. Þetta var mikið álag síð- ustu vikurnar fyrir keppni því öll kvöld og helgar fóru í æfingar auk þess sem Sif var á fullu í lærdómi á meðan undirbúningi keppninnar stóð. Hún er nemi í flugumferða- stjórn og hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist flugi. Stefnan er að klára námið í haust en hún segir að það gæti tafist eitthvað í kjölfar titilsins. Það var Unnur Birna Vilhjálms- dóttir, Miss World 2005, sem krýndi Sif sem arftaka sinn á Broadway. Sif segir að Unnur Birna sé frábær stelpa og að hún hafi hjálpað stelp- unum fyrir keppnina og geftð þeim góð ráð. Sjálf tekur Sif þátt í Miss Universe sem fer fram í Los Ang- eles 23. júlí n.k. Hún fer til Banda- ríkjanna í byrjun júlí og verður úti í þrjár vikur fyrir keppnina við undir- búning. Það voru 22 stúlkur sem tóku þátt í fegurðarsamkeppninni, en auk þess að lenda í fyrsta sæti var Sif kosin Oroblu stúlkan og LCN stúlkan. Hún segir að það haft tekið svolítið á að brosa allt kvöldið en að það hafi verið mjög gaman hjá þeim þannig að það hafí verið auðvelt að vera glaðleg. MSJ VÍKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! þátt íMi$s Uriivers§

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.