Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 17
Klappað fyrir fyrsta
bæjarstjórnarsæti
F-listans þegar úrslit
voru Ijós í Grindavik.
2002. Hlutfall kvenna í bæjarstjórn er
óbreytt, tvær konur eru í sjö manna
stjórn, en þrír nýir fulltrúar eiga þar nú
sæti.
Garður
Hallarbylting var gerð í Garði þar sem N-
listi, Listi Nýrra tíma, skákaði F-listanum
sem hafði verið við völd samfleytt í 16 ár.
Kosningarnar voru afar jafnar og munaði
einungis 49 atkvæðum á fylkingunum
þegar yfir lauk.
Oddný Harðardóttir verður bæjarstjóri í
Garði, fyrst kvenna, og tekur við stjórnar-
taumunum af Sigurði Jónssyni.
Kjörsókn í Garði var 87,3% sem er lítið
eitt minna en árið 2002 þegar 88,9%
kusu. Fjórar konur verða í bæjarstjórn
nú en þær voru þrjá fyrir. Talsverð endur-
nýjun hefur orðið á stjórninni því fimm
af sjö fulltrúum eru að koma nýir inn.
Vogar
Vogar hafa verið eitt af þeim sveitarfé-
lögum sem hafa verið í hvað mestum
vexti undanfarin misseri og sér vart fyrir
endann á því. Engu að síður var ríkj-
andi meirihluta H-lista steypt og E-listi
Stranda og Voga mun taka við og Róbert
Ragnarsson mun verða bæjarstjóri.
Sigur E-lista var nokkuð afgerandi og
voru þeir nær því að koma fimmta manni
inn í stjórn en H-listi að koma Jóni Gunn-
arssyni, fyrrum oddvita, inn í stjórn.
Kjörsókn í Vogum var 83,4% í saman-
burði við 88,2% fyrir fjórum árum.
Fjórar konur unnu sér sæti í stjórn, en á
síðasta kjörtímabili var einungis ein kona
í fimm manna sveitarstjórn. Þá eru algjör
umskipti í bæjarstjórninni því allir sjö
fulltrúarnir koma nýir inn.
Þegar horft er yfir stjórnmálasviðið á
Suðurnesjum í heild sinni er ekki gott
að sjá neina sérstaka sveiflu til hægri eða
vinstri. Vissulega vinna sjálfstæðismenn
á í Reykjanesbæ og Sandgerði, en missa
flugið í Grindavík. Erfiðara er að segja til
um slíkt í Garði og Vogum þar sem breið-
fylldngar taka þar stjórnina.
Líklegast er að frekar sé horft til manna
og málefna frekar en til hægri og vinstri
eða flokkalína.
Ef til vill mætti segja að konur séu sá
hópur sem má vera ánægðastur með úr-
slitin. Hlutur kvenna í bæjarstjórnum á
Suðurnesjum var undir landsmeðaltali á
síðasta kjörtímabili, eða 29,7% (11 af 37)
gegn 31,5%, en nú voru konur 38,5% (15
af 39) af kjörnum bæjarfulltruúm á Suð-
urnesjum sem er nokkuð yfir landsmeðal-
tali sem er 35,9%.
Garður Sveitarstjórnarkosningar 2006, lokatölur
Framboðslistar.
Seinustu tölur: kl. 00:59. Fjöldi á kjörskrá: 934. Fjöldi fulltrúa: 7. Talin atkvæði: 802. GARÐUR
Sandgerði Sveitarstjómarkosningar 2006, lokatölur
Framboðslistar.
Seinustu tölur: kl.23:28. Fjöldi á kjörskrá: 1030. Fjöldi fulltrúa: 7. Talin atkvæði: 925
Listi Heiti Hlutfall % Atkvæði Fulltrúar Hlulfall l'vrir Fulllrúar Ivrir
B Framsóknarflokkur ■ 12,92% 118 i 23,57% 2
D Sjálfstæðisflokkur ■ 27,05% 247 2 14,29% 1
K Óháðir borgarar og Alþýðufl.fólks. ■ 28,81% 263 2 42,79% 3
s Samfylkingin m 31,22% 285 2
Sæl Listi Nafn Sæti á lista
1 S Ólafur Þór Ólafsson 1
2 K Óskar Gunnarsson i
3 D Sigurður Valur Ásbjamarson 1
4 S Guðrún Arthúrsdóttir 2
5 K Ingþór Karlsson 2
6 D Hólmfríður Skarphéðinsdóttir 2
7 B Haraldur Hinriksson 1
Sæti Listi Nafn Sæti á lista Hlutfall sem vantaði Atkvæði sem vantaði
8 s Sturla Þórðarson 3 24,21% 70
9 D Reynir Þór Ragnarsson 3 34,60% 92
10 K Kolbrún V. Grétarsdóttir 3 43,32% 107
Vogar Sveitarstjórnarkosningar 2006, lokatölur
Framboðslistar.
Seinustu tölur: kl.00:46. Fjöldi á kjörskrá: 692. Fjöldi fulltrúa: 7. Talin atkvæði: 577
- sjá einnigá vef Víkurfrétta, www.vf.is
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLVSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
ViKURFRÉTTIR ! FIMMTUDAGURiNN 1.JÚNÍ 20061 17