Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 4
VOGAR ÚTIi®§ Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið „GANGSTÉTTAR OG ÚTIVISTARSVÆÐI2006”. Verkið felst í gerð steyptra og hellulagðra gangstétta í Vogum á Vatnsleysuströnd ásamt frágangi á útivistarsvæðum. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Hellulagðar gangstéttar Steyptar gangstéttar Vélsteyptur kantsteinn Raflögn í göngustíg Uppsetning og festing á Ijósastaurum-pollum 442 m2 665 m2 700 m2 490 m2 26 stk. Ganga skal frá og leggja malbikaða stíga, forsteypt þrep og malarstíga I og umhverfis Aragerði, gera nýtt aðkomusvæði sem og áningarstað I Aragerði (hellulögn, vegghleðslur og fl.), gera áningarstaði, vegghleðslur og fl. við stíg norðan Vogatjarnar sem og lagfæringar á núverandi stíg, og gera brennustæði sunnan Vogatjarnar (hellulögn og forsteyptir kantar). Ásamt tilheyrandi jarðvinnu. Sjá frekari útboðsgögn. Verklok: 27. nóvember 2006 Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Voga, Iðndal 2,190 Vogar, á kr. 5.000,- frá og með þriðjudeginum 6. júní 2006. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 23. júní 2006, kl. 11:00. Sveitarfélagið Vogar VOGAR - færast í vöxt Frambjóðendur N-listans vilja þakka góðar móttökur og traust í nýafstöðnum kosningum. Við munum vinna af heilindum að hagsmunamálum allra Garðbúa. Hagsmunapólitík JÆJA, ÞÁ ERU KOSNINGARNAR BÚNAR. Ljósin hafa verið slökkt á kosningaskrifstofunum, ekki fleiri skóflustungur og form- legar vígsluopnanir í bili. Ólíklegt að við munum aftur sjá Árna og Böðvar ganga saman upp Hafnargötuna á góðum degi. Kannski bara Böðvar einan. KOSNINGATRIKKIN GENGU UPP hjá sumum með skrautsýn- ingum, skóflustungum og veisluhöldum, aðrir sitja eftir með sárt ennið og skilja ekkert í því af hverju fólk vildi ekki hlusta á boðskap- inn. í kosningum eru bæði sigrar og sorgir. ÖRVÆNTING A-LISTANS í Reykjanesbæ undir það síðasta var nánast slík að Kallinn fann eiginlega til með þeim. Það var eins og engin vildi hlusta, á meðan íhaldið tók hverja skóflustung- una á fætur annarri og opnaði allt sem hægt var að opna með fölskvalausum fögnuði. Meira að segja var „opnað” með viðhöfn og tilheyrandi sýningu fýrir aðgang að nýju hverfi. Sá sem er í meiri- hluta hefur alltaf betri aðstöðu en hinir til að ganga í augun á kjós- endum. Þannig er það bara. SÍÐASTA ÚTSPILIÐ var þessi svokallaða MPA skýrsla, sem haldið var á lofti rétt fyrir kosningar. Skrýtið að hún skyldi dúkka upp á þessum tímapunkti, mörgum mánuðum eítir að höfundur skrifaði hana. Ekki tekur Kallinn afstöðu til hennar, hann hefur ekkert vit á þessum hlutum. Hins vegar finnst Kallingum það skrýtið að fjöl- miðlar hlaupi á eftir svona löguðu korteri fyrir kosningar. ÞAÐ EINA SEM SKIPTIR KALLINN MÁLI er það að krakkarnir hans fái byggingarlóð og barnabörnin nýjan leikskóla. Að hann og hans fólk hafl það gott. Svo er ekki verra að fá svaka fínt öldrun- arþorp handa Kallinum með myljandi þægindum og endalausri skemmtun og hamingju allan liðlangan daginn. Nú getur Kallinn líka fengið sér sundsprett í friði án þess að keppnisfólk eða skóla- sund sé að teppa laugina. ÞETTA ER ALLT ALVEG GLIMRANDI og Kallinum stendur slétt á sama hvað þetta kostar eða hvað bærinn skuldar. Það er ekki hans mál heldur þeirra sem stjórna. Ekki tala við Kallinn um samfélags- lega ábyrgð. Kallinn fór einmitt í kjörklefann á laugardaginn til að fela öðrum hana. Kallinn vill bara fá almennilega þjónustu. Pólitík snýst um hagsmuni og Kallinn kýs þá sem best passa upp á hags- muni hans. Hvort þeir eru handhafar ökuskírteinis eður ei kemur bara málinu ekkert við. Kveðja, kallinn@vf.is úðun c/o Sturlaugur Ólafsson Úðum gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyðum illgresi úr grasflötum. Leiðandi þjónusta. Úðum samdægurs ef óskað er og ef veður leyfir. Upplýsingar í símum 8214454, 822 3577 og 4211199 VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAO 27. ÁRGANCUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.