Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 01.06.2006, Blaðsíða 22
Aðsent efni: postur@vfis PÓST KASSINN Árni Sigfússon bæjarstjór skrifar: Þakkarkveðja til bæjarbúa Frambjóðendur E-listans í Vogum skrifa: Kæru íbúar Sveitar- félagsins Voga Eg vil þakka ykkur fyrir frábæran stuðning í kosningunum í gær. Sain staða ykkar um öfl- ugan mann- legan Reykja- nesbæ hefur skilað okkur sterkari fram áveginn. Fjöl- margir íbúar lögðu sig fram um að gera þennan sigur glæsi- legan, ungir sem aldnir. Fyrir það er ég afar þakklátur. Síðustu fjögur ár hafa verið mesta uppbyggingartímabil í sögu Reykjanesbæjar. Tekist hefur að virkja einakaðila í verslun og þjónustu, bygging- ariðnaði, flugþjónustu, orku- vinnslu og iðnaði. Með því hafa verk bæjarsjóðs verið léttari. Ibúum fjölgar, tekjugrunnur okkar hefur styrkts og eiginfjár- hlutfallið einnig. Framundan eru spennandi tæki- færi í iðnaði, ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu sem við munum virkja á næstu mán- uðum. Við Sjálfstæðismenn ætlum að skapa enn fjölskylduvænna samfélag og tryggja til þess öfl- ugar forvarnir í þágu barna og unglinga. Uppbygging Nesvalla í þágu eldri borgara er komin á fulla ferð. Öll loforð okkar sem við gáfum í kosningunum verða nú efnd, því við höfum meirihluta til að standa við orð okkar. Áfram Reykjanesbœr, Ártii Sigfússon bœjarstjóri Efst í huga okkar E-lista fólks þessa dagana er þakklæti fyrir móttök- urnar og þann mikla stuðn- ing sem íbúar Sveitarfélagsins Voga sýndu framboðinu í nýaf- stöðnum sveitarstjórnarkosn- ingum. Margir lögðu hönd á plóg sem skilaði okkur þeim árangri sem vonast hafði verið eftir. Væntingar eru gerðar til okkar um að standa við gefin loforð og stuðla að farsælum framgangi málefna sveitarfé- lagsins. Um það mun starf okkar snúast næstu fjögur árin. E-listinn lagði fram metnaðar- fulla stefnu sem kallar á breyttar áherslur í sveitarfélaginu. Hafa verður í huga að fráfarandi meirihluti ásamt minnihluta hafa ýtt þörfum málum úr vör. Mikil uppbygging er í sveitarfé- laginu sem fer vaxandi. Spenn- andi tímar eru framundan og mikilvægt að haldið sé vel á málum og tækifæri nýtt. Urn leið og við þökkum stuðn- inginn viljum við þakka mót- framboðinu fyrir kosningabar- áttuna sem nú er yfirstaðin. Von- umst við eftir góðu samstarfl við fulltrúa H- listans á komandi kjörtímabili við áframhaldandi uPPbygg'ngu v°ga- Við horfum fram á veginn með tilhlökkun og munum nýta vel tækifærið til að vinna með íbúum Voga að málefnum okkar allra. Kœr kveðja Frambjóðendur E-listans Frambjóðendur A-listans skrifa: Að loknum kosningum A-listinn í Reykjanesbæ vill koma á framfæri þökkum fyrir þann stuðning sem framboðið hlaut í kosningunum 27. maí sl., um leið og við óskum sjálfstæðis- mönnum til hamingju með sigurinn. Það lá fyrir eftir skoð- anakannanir sem gerðar höfðu verið, að ekki yrðu gerðar breytingar á meirihlutastjórn í Reykjanesbæ í þessum kosn- ingum. Þrátt fyrir að bæjarfull- trúum minnihlutans fækki nú um einn, mun A-listinn eiga þess kost að veita verðuga stjórnarandstöðu í ljósi stöðu okkar, þegar kemur að skipt- ingu í nefndir. Fjöldi fólks hefur lagt á sig ómælda vinnu í þágu framboðsins að undan- förnu og fyrir það erum við afar þakklát. A-listinn fékk stuðning rúmlega þriðjungs kjósenda, kjósenda sem aðhylltust áherslur fram- boðsins og treystu okkur til þess að fylgja þeim eftir. Því trausti munum við ekki bregðast. f.h A-listans í Reykjanesbœ Guðbrandur Einarsson Vegna aukinna verkefna óskar Flugmálastjórnin Keflavíkurflugvelli að ráða starfsmenn. FLUGMALAST|ORNIN KEFLAVÍKURFLUG VELLI Flugmálastjórn annast daglega stjórnun og rekstur Keflavikurflugvallar og hefur eftirlit með því að farið sé að lögum, reglum og alþjóðlegum skuldbindingum um rekstur flugtengdrar starfsemi á flugvellinum. Flugmálastjórn fer með stjórnsýsluvald á flugvellinum I umboði utanríkisráðuneytisins. Starfsmannastjóri Starfssvið Skipulagning og stefnumótun Ráðningar og launamál Móttaka nýliða Starfsþróun og þjálfun Vinnuskilyrði og starfsaðstæður Bókari Starfssvið Færsla bókhalds Afstemmingar Önnur almenn bókhaldsstörf Tilfallandi verkefni Hæfniskröfur Háskólamenntun á sviði mannauðs- mála Reynsla af stjórnun æskileg Góð þekking á upplýsingatækni Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Samskiptahæfileikar Haefniskröfur Stúdentspróf eða sambærileg menntun Reynsla af bókhaldsstörfum Reynsla af uppgjörsvinnu Góð tölvukunnátta, góð þekking á Navision og Excel Nákvæm og vönduð vinnuþrögð Ritari Starfssvið Móttaka viðskiptavina og símvarsla ■ Ritvinnsla Forskráning reikninga Skjalavarsla Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni Hæfniskröfur Stúdentspróf eða sambærileg menntun Góö íslensku- og enskukunnátta Góð tölvukunnátta Hæfni í mannlegum samskiptum Nákvæm og vönduð vinnubrögð Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Hagvangs, www.hagvangur.is, fyrir 18. júní nk. Upplýsingar veita Baldur G. Jónsson og Ari Eyberg hjá Hagvangi. Netföng: baldur@hagvangur.is og ari@hagvangur.is HAGVANGUR við ráðum Skógarhlíö 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU -www.vf.is- LESTU NÝiUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 22 | VlKURFRÉTTIR i 22. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.