Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.08.2006, Blaðsíða 12
Fjöldi Suðurnesjamanna sótti Fiskidaginn mikla sem fram fór á Dalvík um síðustu helgi. Mikið var um dýrðir á hátíðinni og listamenn af Suðurnesjum létu sitt ekki eftir liggja. Á föstudeginum kom Matti Óla fram í garðveislu og strax á eftir honum stigu Hobbitarnir Hlynur Valsson og Óli Þór á stokk og léku fram eftir nóttu. Stefán Bjarkason aðstoðaði strákana í nokkrum lögum og var látið vel af söng bæjarstarfsmannsins. Rúnar Júlí- usson kom svo fram á laugardeginum vopnaður gítar og tóku bryggjugestir vel undir. Síðar um kvöldið léku Rúnar og synir á dansleik frammi fyrir marg- menni. Skammt er stórra högga_________________ ámillihjáSuðurnesja- i-------------- mönnum í' bæjarhá- tíðum. Um næstu helgi fer fram Sólset- urshátíðin í Garði, þar næstu helgi verða Sandgerðisdagar og fyrstu helgina í septem- ber verður Ljósanótt. Vöxtur sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli - styrkur Suðurnesjamanna Svar við grein Ólafs Thordersen fulltrúa A-listans í Reykjanesbæ um rekstur sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli. að hefur vart farið fram hjá nokkrum manni hversu gífur- leg aukning hefur orðið á öllum sviðum á Keflavíkur- flugvelli sem tengjast aukinni farþegaum- ferð og fraktflugi. Vaxtarverkir hafa verið hjá öllum stofn- unum og fyrirtækjum á svæðinu síðustu ár ogersýslumannsemb- ættið þar engin und- antekning. Aukning verkefna embætt- isins á þessum fimm árum hefur verið umfram allar áætlanir. Þannig hefur flugfarþegum fjölgað frá árinu 2001 úr rúmum 1.3 milljónum í um 2 millj- ónir á yfirstandandi ári. Skráð verkefni lögreglu hafa fjórfaldast, skráð verk- efni almennrar tollgæslu fimmfaldast og tollafgreiðslur embættisins á flug- frakt tífaldast. Auk þess hefur fíkni- efnadeild tollgæslunnar verið stórefld með ánægjulegum árangri sem alþjóð er kunnugt um. Á þessu sama tímabili hafa kröfur á sviði flugverndar einnig aukist verulega. At- burðir síðustu daga eru einmitt glöggt dæmi um hversu aukin verkefni geta borið brátt að. Þessari umbyltingu undanfarinna ára hefur óhjákvæmilega fylgt kostnaðar- auki. Föstum starfsmönnum embættis- ins hefur á þessu fimm ára tímabili t.a.m. fjölgað úr 79 í 156. Auk þess eru í sumar rúmlega 80 afleysingamenn að störfum til að leysa af starfsmenn í leyfum og til að tryggja að ekki verði tafir hjá far- þegum á mesta annatíma ársins í flug- stöðinni. Það hefur ekki tekist að fullu að halda rekstri embættisins innan fjárheimilda á þessu átakatímabili. Á því ber ég sem forstöðumaður fulla ábyrgð. Halli hefur verið síðustu ár, lengst af innan við 1% af rekstri en síðasta ár heldur meiri. Sam- tals nemur þessi uppsafnaði halli innan við 2% af heildarrekstri síðustu fimm ára. Utanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Ríkisendurskoðun hafa farið nákvæm- lega ofan í saumana á rekstrinum og nið- urstaða allra eftir því sem ég best veit er að þörf sé á auknurn fjárveitingum til að mæta síauknum verkefnum. Rikisendur- skoðandi staðfesti þetta í blaðaviðtölum nýlega. Fuiltrúi A-listans í Reykjanesbæ hefur kosið að beina athygli að fjárhagsstöðu embættisins með greinaskrifum í Víkur- fréttum og Morgunblaðinu og setur hana í samhengi við komandi sameiningu löggæsluliða á Suðurnesjum um næstu áramót. Hann spyr hvort hún leiði til skertrar löggæslu á Suðurnesjum. Ljóst er að sú uppbygging sem átt hefur sér stað í löggæsluverkefnum á Keflavíkurflugvelli síðustu ár mun halda áfram. Þeir þrír utanríkisráðherrar sem ég hef starfað fyrir hafa allir staðið þétt við bakið á embættinu og skapað því grundvöll til að eflast og styrkjast svo um munar. Ég fullyrði að núverandi utanríkisráðherra sé sama sinnis. Á borði ráðuneytisins er verið að fara yfir fjármálin þessa dagana og verið að undirbúa tillögur um hvernig búið verði betur að embættinu m.a. í ljósi brotthvarfs Varnarliðsins. Lausnir eru því í sjónmáli en endanlega er það ríkisstjórnar að taka slíkar ákvarðanir og lokaorðið síðan hjá Alþingi. Þessa dagana er verið að undirbúa til- færslu á stærstum hluta verkefna embætt- isins frá utanríkisráðuneytinu til dóms- málaráðuneytis og jafnframt sameiningu lögregluliðanna. Mjög metnaðarfull áform eru í undirbúningi um að efla lög- gæslu á Suðurnesjum í tengslum við þau sóknarfæri sem skapast við sameiningu Iögregluliðanna. Það verður tilhlökkun- arefni að fá að kynna þau áform á haust- mánuðum fyrir sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum. Jóhann R. Benediktsson. Höfundur er sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. 12 IVÍKURFRÉTTIR i 33.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.