Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 74

Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 74
Á síðustu árum hafa steypu-járnspottar og -pönnur öðlast miklar vinsældir en ég varð vör við að margir vissu ekki alveg hvernig þeir ættu að nota og meðhöndla steypujárnið. Gerðu sér ekki grein fyrir mögu- leikum þess og vantaði hugmyndir og ráðleggingar. Þess vegna ákvað ég að gera bók sem sýndi hvað pottar og pönnur úr járni nýtast víða og í ólíka matargerð,“ segir Nanna og nefnir hægsteikingu við vægan, rakan hita jafnt sem snögg- steikingu við háan hita, steikingu á grillpönnu og djúpsteikingu. Sömuleiðis pottrétti, súpur, korn- rétti, grænmetis- og baunarétti, sósur, meðlæti, grauta, ábætisrétti, pítsur og brauð. Hún segir uppskriftirnar í bókinni flestar einfaldar, sumar hefðbundnar, aðrar nýstárlegar útgáfur af hefðbundnum réttum en sumar óvenjulegar. „Bókin hefur að geyma yfir 100 uppskriftir að alls konar mat og þar er að finna margar af mínum uppáhaldsupp- skriftum. Í inngangskafla er líka heilmikill fróðleikur um steypu- járn, bæði emalerað og óhúðað, kosti þess og ókosti, matreiðslu og bakstur í steypujárni, meðferð þess og viðhald.“ Nanna deilir hér uppskrift sem sver sig í ætt við rísottó. Vera Einarsdóttir vera@365.is Í bókinni er að finna margar af mínum uppáhaldsupp- skriftum. Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, og eldavélin hennar góða. Að sögn Nönnu er rétturinn einstaklega auðveldur. Hráefnið er einfaldlega sett í steypujárnspott og honum stungið í ofn. Möguleikar steypujárnsins Matreiðslubókahöfundurinn Nanna Rögnvaldardóttir hefur dálæti á pottum, pönnum og öðrum eldunarílátum úr steypujárni. Pottur, panna og Nanna er nýjasta bók Nönnu. Næstum því rísottó Fyrir 4 Nei, þetta er ekki rísottó, en þó af þeirri ættinni … Það er hægt að elda margs konar hrísgrjónarétti úr sömu eða svipuðum hráefnum og rísottó og nota til þess ýmsar aðferðir en þeir verða samt aldrei rísottó, þótt margir þeirra séu ljómandi góðir. Þetta er einn slíkur og er alveg einstaklega auðveldur, maður setur bara allt saman í steypujárnspott og stingur honum í ofninn. Ég hef stundum sagt að til að gera hefðbundið rísottó þurfi tvö hvítvínsglös, annað út í rísottóið og hitt til að dreypa á meðan verið er að hræra, því það þarf jú að hræra mjög oft í rísottói. Hér er sett hvítvínsglas út í pottinn en þar sem ekki þarf að hræra neitt er bara hægt að tylla sér inn í stofu eða út á svalir með hitt glasið á meðan hrísgrjónin sjá um sig sjálf í ofninum. Nú, og svo er auðvitað hægt að sleppa því að setja hvítvín í pottinn – nota aðeins meira vatn í staðinn – og drekka það bara allt saman. Ég setti basilíku út í til að fríska upp á bragð og útlit grjónanna en það má sleppa því eða nota ýmis- legt annað hráefni, bæði grænmeti, kryddjurtir og annað. 200 g arborio-hrísgrjón (risotto- grjón) 100 ml þurrt hvítvín 750 ml sjóðheitt vatn 1 msk. grænmetiskraftur 50 g smjör Pipar Salt 40 g nýrifinn parmesanostur, og e.t.v. meira til að rífa yfir e.t.v. 100 ml rjómi Væn lófafylli af basilíku Hitaðu ofninn í 175°C. Settu hrís- grjón, hvítvín, vatn og grænmetis- kraft í steypujárnspott, hrærðu vel, settu þétt lok á pottinn og settu hann í ofninn í um 45 mínútur. Þá ættu grjónin að vera orðin hæfi- lega meyr og hafa drukkið í sig vökvann. Taktu lokið af pottinum og hrærðu smjörinu saman við, ásamt pipar og salti eftir smekk, og síðan par- mesanosti. Hrærðu líka rjómanum saman við ef óskað er eftir mýkri og rjómakenndari grjónum, og að lokum basilíkunni. Berðu grjónin fram í pott- inum eða settu þau í skál og stráðu e.t.v. parm esanosti og saxaðri basilíku yfir. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 12.990 HIGH RISE SKInny Vörunúmer: 18882-0027 Danmörk kr 15.362* Svíþjóð kr. 13.365* *Skv. levi.com og gengiskrán. Isl.banka 6.09.17 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . S E P T E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 2 -E E 2 8 1 D B 2 -E C E C 1 D B 2 -E B B 0 1 D B 2 -E A 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.