Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 8
Mér finnst niður- staða Samgöngu- stofu í þessu máli og rök- stuðningurinn með henni vera full af innbyrðis mót- sögnum, vera ómálefnaleg og óskiljanleg í samhengi hlutanna. Páll Magnússon, þingmaðurvið Fellsmúla | 108 Reykjavík | Fylgdu okkur á Facebook kr. ÚTILJÓS – MARTA Lýsir upp og niður 2 LED perur (4,5W) fylgja Til í svörtu, hvítu og gráu 8.950 kr. ÚTILJÓS – LUCIA Til í svörtu og hvítu 2.950 kr. ÚTILJÓS – MADDI Til í svörtu og hvítu 2.950 OPIÐ Mán. til fös. kl. 9–18 Laugard. kl. 10–16 kr. ÚTILJÓS – EXTRALETI SQUARE LED platti (3W) fylgir Til í svörtu, hvítu og gráu 8.850 kr. ÚTILJÓS – EXTRALETI ROUND LED platti (3W) fylgir Til í svörtu, hvítu og gráu 8.850 ÚTILJÓS Í ÚRVALI Ljós úr hö gg- þolnu efni sem er laust við ryð og tæringu kr. ÚTILJÓS – FRANCY Lýsir upp og niður Til í svörtu, hvítu og gráu 4.950 StjórnSýSla „Þetta hefur eitthvað verið að þvælast fyrir þeim,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, en samgönguráðu- neytið mun í dag ljúka ferjumál- inu svokallaða. Fundað var í allan gærdag og byrjaði fundurinn um klukkan níu. Ekki tókst að ljúka fundinum með ákvörðun og verður hún tekin í dag. Samgöngustofa hafnaði beiðni Eimskips um að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Ferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur, en sótt var um tímabundið leyfi fyrir breytingu á siglingum. Eftir að beiðninni var hafnað sendi Elliði stjórnsýslukæru vegna málsins til samgönguráð- herra. Niðurstaða ráðuneytisins vegna hennar komi fyrr en í fyrsta lagi í dag. „Ég er sannfærður um að þetta mál getur bara endað á einn veg,“ segir Elliði og bætir við að hann lesi lítið í langan fundartíma. „Við hljótum að gera þær kröfur til stjórnvalda, ekki bara til þessara eftirlitsstofnunar, heldur til allra stofnana að ákvarðanir séu teknar á málefnalegan máta og fólk hafi á tilfinningunni að réttsýni blasi við en ekki að geðþóttarök séu notuð eins og meint ástand á farþegum. Það hleypti verulega illu blóði í okkur að forstjóri Samgöngustofu (Þórólfur Árnason) skyldi leyfa sér það að segja svo. Við sem höfum sótt Þjóðhátíð í hartnær hálfa öld, eins og ég hef gert, vitum að Þjóð- hátíð hefur breyst og ungt fólk í dag er langtum meira og betur til fyrir- myndar en kynslóð Þórólfs var og mín reyndar líka.“ Eins og sjá má í svari Páls Magn- ússonar þingmanns finnst honum rökstuðningur Samgöngustofu vera fullur af innbyrðis mótsögnum og óskiljanlegur í samhengi hlutanna. Elliði tekur undir þessi orð. „Mér finnst þessi eftirlitsstofnun í þessu máli hafa farið algjörlega framúr sér. Það er hreint óþægilegt fyrir okkur sem eigum svona mikið undir í samgöngum að geta ekki gengið að þessu kerfi sem sanngjarnara og vandaðra.“ Eimskip sótti um leyfið fyrir um mánuði og Vestmannaeyjabær kom inn í ferlið á síðari stigum. „Þetta er svo mikilvægt fyrir okkur að við verðum að verja hagsmuni okkar og munum gera það eins lengi og þurfa þykir,“ segir Elliði. Aðspurður hvað gerist ef ákvörðun ráðuneytisins verður neikvæð segir hann að það séu fleiri fyrirtæki í útsýnissigling- um á Íslandi. „Við munum klárlega hvetja alla til að leita fyrir sér með flutninga í farþega- og útsýnissigl- ingu í kringum Vestmannaeyjar.“ Hann segir að þetta snúist ekki aðeins um að gera Þjóðhátíð sem stærsta og mesta. Hún verði alltaf glæsileg og verði eftir í minningum fólks ár eftir ár. „Þetta snýst um að auka þjónustu fyrir gesti okkar og líka að við sem eyjasamfélag, sem á allt undir í samgöngum, sitjum ekki undir svona óvönduðum og geðþóttafullum ákvörðunum.“ benediktboas@365.is Sannfærður um að Akranes sigli til Eyja Ekki tókst að taka ákvörðun um hvort báturinn Akranes megi sigla milli lands og Eyja í samgönguráðuneytinu í gær. Hún verður tekin í dag. Bæjarstjórinn segist ekki geta setið undir óvönduðum vinnubrögðum Samgöngustofu og hefur litlar áhyggjur af ákvörðuninni. Hún geti aðeins endað á einn veg. Akranes á siglingu milli Akraness og Reykjavíkur. Niðurstöðu er að vænta í dag um hvort báturinn geti létt undir með Eyjamönnum. Bæjarstjórinn og þingmaður úr Eyjum eru ósáttir við Samgöngustofu. FRéttABlAðið/ANtoN BRiNk StjórnSýSla „Mér finnst niður- staða Samgöngustofu í þessu máli og rökstuðningurinn með henni vera full af innbyrðis mótsögnum, vera ómálefnaleg og óskiljanleg í samhengi hlutanna,“ segir Páll Magnússon, Eyjamaður og þing- maður Sjálfstæðisflokksins um ferjumálið svokallaða sem leitt verður til lykta í dag. Páll segir að sótt sé um siglingar á sama hafsvæði og fékkst vegna siglinga milli Reykjavíkur og Akra- ness. Það er sigling á hafsvæði C. Niðurstaðan sé því óásættanleg. „Hún er í engu samræmi við það leyfi sem ferjan fékk til að sigla á leiðinni Reykjavík – Akranes og þessi málsmeðferð Samgöngustofu er því óboðleg. Og ég vona því að þessi stjórn- sýslukæra sem nú er til meðferðar leiði til annarrar niðurstöðu en Samgöngustofa komst að,“ segir Páll. Hann bætir við að fyrir utan að niðurstaðan sé óskiljanleg sé hún stórskaðleg fyrir þá aðila sem hafa af því mikla hagsmuni að fólks- flutningar til og frá þessari hátíð gangi hratt og vel fyrir sig. – jhh Niðurstaða Samgöngustofu óboðleg Þetta snýst um að auka þjónustu fyrir gesti okkar og líka að við sem eyjasamfélag, sem á allt undir í samgöngum, sitjum ekki undir svona óvönd- uðum og geðþóttafullum ákvörðunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum 2 . á g ú S t 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a g U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 B -E 6 9 4 1 D 6 B -E 5 5 8 1 D 6 B -E 4 1 C 1 D 6 B -E 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.