Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 17
9. – 13. ÁGÚST
R E Y K J A V I K J A Z Z . I S
TUBORG LÉTTÖL KYNNIR
Nýleg heimildarmynd um flutningskerfi raforku ber nafnið Línudans. Myndin
er merki um djúpstæða ósátt um
raforkukerfin. Lágur rafmagns- og
upphitunarkostnaður hefur lengi
verið lykilþáttur í íslensku velferð-
arsamfélagi og veitt okkur fríðindi
sem aðrar þjóðir ekki hafa í sama
mæli, s.s. sundlaugar, heita potta
og hálkubræðandi gangstéttir. En
nú eru blikur á lofti.
Hagsmunaöfl á orkusviði eru að
öðlast slík völd í samfélaginu að
rökrétt er að ætla þessa tíma senn
liðna. Sérmenntað fólk í lykilstöð-
um þiggur greiðslur og verkefni
fyrir að ryðja hindrunum úr vegi í
þágu sérhagsmunaafla. Sérfræðing-
arnir starfa undir merkjum laga-
bálka, sem þeir hanna, skrifa og
túlka sjálfir eftir pöntuðum hags-
munum útvalinna. Kallast tengsla-
net, en eru sérhagsmunasamtök
fárra, starfrækt á kostnað annarra;
íslensks almennings. Engin merki
eru um að þessum öflum verði veitt
viðnám í bráð.
Sæstrengur gæti orðið næsta
ógn í röð ógna við íslenska vel-
ferð. Þungi áróðursins vex og
aukin áhersla á meinta nauðsyn-
lega lagasetningu sem ætlað er að
tryggja raforkuflutning – og ryðja
fyrirstöðunni (fólkinu) úr vegi –
er áberandi. Sæstrengur ekki á
dagskrá? Áætlanir orkufyrirtækja
benda til annars. Hundrað millj-
arða uppbygging flutningskerfa
raforku virðist hafa einn megintil-
gang; að tryggja fæðingu sæstrengs.
Hnökralaus fæðing slíks ofur-
mannvirkis – lengsta og dýrasta
sæstrengs heims – er grunnfor-
senda fjárfestingarinnar. Án henn-
ar verður enginn sæstrengur. Hvort
íslenskir eða erlendir aðilar greiði
fyrir sæstreng skiptir líklegast ekki
máli, íslenskur almenningur mun
þurfa að greiða fyrir 100 millj-
arða flutningskerfi. Einhver mun
þurfa að greiða fyrir 800 milljarða
sæstreng. Orkuverð mun hækka.
Samkvæmt skýrslu verkefnis-
stjórnar sæstrengs til atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins
mun orkuverð hækka um „fimm
til tíu prósent“. Skoðum það; 100
milljarða flutningskerfi, lengsti
sæstrengur heims, alger óvissa,
verðlag orku í Evrópu og sveiflur
íslenskrar krónu. Fráleitar get-
gátur. Verkefnisstjórn fjögurra
einstaklinga skipa meðal annars
Ragna Árnadóttir, aðstoðarfor-
stjóri Landsvirkjunar, og Þórður
Guðmundsson, fyrrverandi for-
stjóri Landsnets og nú starfs-
maður AraEngineering. Stofnandi
þess fyrirtækis og forstjóri er Árni
Björn Jónasson, faðir Rögnu Árna-
dóttur. AraEngineering sérhæfir sig
í raforkuflutningskerfum og hefur
nú þegar fengið yfir 170 milljónir á
silfurfati frá Landsneti, skv. nýlegri
frétt Kjarnans. Hundrað milljarða
framkvæmdir eru stórveisla fyrir
AraEngineering sem fær verkefnin
frá Landsneti; án útboðs eða sam-
keppni.
Horfum á hlutina eins og þeir
eru. Er líklegt að íslensk pólitík
í dag hafi hag almennings að
leiðarljósi við dreifingu mögu-
legra skatttekna af sæstrengs-
ævintýrinu? Ísland tilheyrir tíu
tekjuhæstu þjóðum heims (GDP
per capita) þrátt fyrir áföll. Hvar
sjást þess merki þegar kemur að
hagsmunum almennings – barna,
stúdenta, verkafólks, vel menntaðs
fólks, aldraðra, einstæðra, öryrkja,
sjúklinga og almennt foreldra sem
vinna myrkranna á milli? Hvar
sjást þess merki í leikskólum,
grunnskólum, háskólum, rann-
sóknum og nýsköpun? Hvað með
löggæslu, persónu- og neytenda-
vernd? Eða heilbrigðisþjónustu?
Hvernig gengur annars að koma
þaki yfir fjölskylduna, allt í góðu
þar?
Íslenskar orkuauðlindir standa
í dag berskjaldaðar. Skæruliðar
sérhagsmuna ryðja brautina með
lagasmíð þar sem túlkun verður
smekksatriði og rest afgreidd í
dómsölum. Nú stefnir í að 100
milljarða fjárfestingu í flutnings-
kerfum verði troðið með lagasetn-
ingu ofan í fólk. Það er enn ein ógn
við þegar mikið laskaða íslenska
velferð.
Núverandi áætlanir um ítur-
vaxið raforkuflutningskerfi eru
tímaskekkja sem endurspeglar
hugmyndafræði fortíðar um risa-
vaxnar stofnbrautir, líkt og tíðkuð-
ust í borgarskipulagi. Stálgrindar-
möstur voru í eina tíð táknmynd
stoltra iðnvæddra ríkja en eru í dag
ímynd stöðnunar. Slík háspennu-
möstur eru í öllum gildandi áætl-
unum Landsnets, þó eru til betri
lausnir fyrir framtíðina. Þær munu
hinsvegar ekki birtast okkur, þar
sem sérhagsmunir kæfa nýsköpun
með stuðningi sjálfs nýsköp-
unarráðuneytisins. Það er ógn við
íslenska náttúru og ferðamanna-
iðnað. Það er ennfremur aðför að
nýsköpun.
Andstætt Íslendingum – sem í
dag byggja hús sem mygla og flækt
flutningskerfi sem ryðga – byggja
Danir á framsækinni nýsköpun í
verkfræði og endurspegla þekk-
ingu og færni sem lesa má í hverju
handtaki. Hvernig Danir umgang-
ast sitt land af virðingu með skipu-
lagi, hönnun og útfærslum nýrrar
tækniþekkingar í þágu samfélags-
ins, er aðdáunarvert.
Línudans endurspeglar vilja
fólksins. Landsnet þjónustar sér-
hagsmuni. Ráðuneytið þjónustar
Landsnet. En fólk vill aðrar lausnir.
Týndar skýrslur, áróður og yfir-
gangur í dómsölum eru ekki
líkleg til sáttar. Að einstaklingar
með beina hagsmuni af stórfram-
kvæmdum meti áhrif þeirra á efna-
hag þjóðarinnar, er ekki merki um
sátt – það er galið. Erlendis færist
í vöxt að samfélög taki yfir flutn-
ingskerfin sín til að sporna við
neikvæðri samfélagslegri þróun
raforkumála. Erum við kannski
komin þangað? Staðbundnar fín-
gerðar lausnir í sátt við náttúru og
samfélag?
Lífið er Línudans –
Um flutningskerfi
sæstrengs
Magnús
Rannver
Rafnsson
höfundur er
verkfræðingur
og starfar að
nýsköpun í
verkfræði
Núverandi áætlanir um
íturvaxið raforkuflutnings-
kerfi eru tímaskekkja sem
endurspeglar hugmynda-
fræði fortíðar um risavaxnar
stofnbrautir, líkt og tíðkuð-
ust í borgarskipulagi. Stál-
grindarmöstur voru í eina tíð
táknmynd stoltra iðnvæddra
ríkja en eru í dag ímynd
stöðnunar.
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17M i ð V i k u D A G u R 2 . á G ú S T 2 0 1 7
0
2
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
6
B
-F
0
7
4
1
D
6
B
-E
F
3
8
1
D
6
B
-E
D
F
C
1
D
6
B
-E
C
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K