Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 4
Sumartilboði á RayBan Pilot*
lýkur sunnudaginn 6. ágúst.
Verð kr. 12.800
Módel:
Andrea Stefánsdóttir
* Ray Ban 3025
LO205 G15
StjórnSýSla Hvorki utanríkisráðu
neytið né dómsmálaráðuneytið
vilja svara spurningum Fréttablaðs
ins varðandi fjársjóðsleit breska
fyrirtækisins Advanced Marine
Serv ices Ltd. í flaki SS Minden sem
hvílir á hafsbotni 120 mílur suð
austur af landinu.
„Samkvæmt forsetaúrskurði um
skiptingu stjórnarmálefna í Stjórn
arráði Íslands nr. 15/2017 fer utan
ríkisráðuneytið ekki með málefni er
varða eignarréttindi. Það fellur því
ekki í hlut utanríkisráðuneytisins
að taka afstöðu til þessa,“ segir í
svari við þeirri spurningu hvort
ráðuneytið telji vera rétt sem Ad
vanced Marine Services Ltd. heldur
fram í starfsleyfisumsókn sinni til
Umhverfisstofnunar að enginn sér
stakur eigi tilkall til flaks Minden
og verðmæta í því. Er þetta einn
ig svar við þeirri spurningu hvort
ráðuneytið telji íslenska ríkið eða
einhvern annan tiltekinn aðila eiga
tilkall til flaksins og innihalds þess.
Utanríkisráðuneytið er einn
þeirra aðila sem Umhverfisstofn
un leitaði umsagnar hjá vegna
umsóknar AMS um leyfi til að skera
gat á Minden þar sem það liggur
á meira en 2,2 kílómetra dýpi og
sækja þangað skáp eða kistu sem
fyrirtækið segist telja innihalda
verðmæta málma. Í umsögn sinni
vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein
laga um landhelgi, efnahagslög
sögu og landgrunn Íslands segi að
vísindarannsóknar á þeim svæðum
séu háðar samþykki stjórnvalda.
Sækja ber um leyfi til utanríkisráðu
neytisins.
„Miðað við þær upplýsingar sem
koma fram í umsóknargögnum
Advanced Marine Services Limited,
og fylgdu erindi Umhverfisstofn
unar til ráðuneytisins, telur ráðu
neytið að sú framkvæmd sem þar er
lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði
9. greinar og því þurfi ekki að sækja
um leyfi til ráðuneytisins fyrir
henni,“ segir utanríkisráðneytið í
svarinu til Umhverfisstofnunar.
Varðandi fyrrnefndar spurningar
Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir
meinbugir séu á því að Advanced
Marine Services Limited fá starfs
leyfið segist dómsmálaráðuneytið
ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að
borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun
um umsögn vegna málsins sem þú
spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar
af leiðandi ekki um málið,“ er svarið
úr dómsmálaráðuneytinu.
Starfsleyfisumsókn AMS er enn til
athugunar hjá Umhverfisstofnun.
gar@frettabladid.is
Ráðuneyti segja pass við leit að
fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu
Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita
megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið.
Breska fyrirtækið Advanced Marine Services Ltd. leitar að milljarða fjársjóði sem á að vera um borð.
Norska skipið Seabed Constructor var leigt til leitar að Minden í apríl en var stöðvað af Landhelgisgæslunni. MyNd/LHG
Við sjáum ekki að
borist hafi ósk frá
Umhverfisstofnun um
umsögn vegna málsins sem
þú spyrð um og ráðuneytið
tjáir sig þar af leiðandi ekki
um málið.
Svar frá dómsmálaráðuneytinu
StjórnSýSla Frá og með 9. ágúst
næstkomandi mun Vatnajökuls
þjóðgarður innheimta gjald fyrir
skráðar bifreiðar og bifhjól sem
koma í Skaftafell. Gjaldið fyrir
venjulegan fólksbíl verður 600
krónur fyrir sólarhringinn.
Notað verður sjálfvirkt mynda
vélakerfi frá fyrirtækinu Compu
terVision ehf. Mun það nema
skráningarnúmer ökutækja og
stofna kröfu í þar til gerðu smáfor
riti í snjallsíma þess sem skráður
er fyrir tækinu. Verði sú krafa ekki
greidd stofnast krafa í heimabanka.
„Það er tekin mynd á leiðinni
inn og aftur á leið út. Engar myndir
eru geymdar nema rétt á meðan
farartæki eru inni á svæðinu,“ segir
Þórður H. Ólafsson, framkvæmda
stjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.
Þórður segir að samningurinn við
ComputerVision hafi farið í gegnum
verðkönnun hjá Ríkiskaupum. Sá
er til eins árs og tekur fyrirtækið
prósentu af þeim gjöldum sem inn
koma. Áætlað er að upphæðin sem
innheimtist komi til með að hlaupa
á tugum milljóna.
Gjaldtakan var innleidd með
reglugerð sem sett var um miðjan
síðasta mánuð. Auk þess að heim
ila gjaldtöku fyrir notkun bílastæða
hækkar gjaldskráin fyrir aðra þjón
ustu á svæðinu. Þar má nefna tjald
gistingu, gistingu í skála og sérstæka
þjónustu sem felur í sér sérstakt
vinnuframlag af hálfu starfsmanna.
Hið síðastnefnda hækkar um 60
prósent og verður 16 þúsund fyrir
klukkustundina.
Þá verður nú heimilt að rukka
fyrir útgáfu atvinnuleyfa í þjóðgarð
inum, alls 25 þúsund krónur. – jóe
Innheimta bílastæða- og atvinnuleyfagjöld í Vatnajökulsþjóðgarði
DóMSMÁl Ríkissaksóknari hefur
áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli gegn Viðari Má
Friðfinnssyni, eiganda kampavíns
klúbbsins sáluga Strawberries.
Í maí síðastliðnum var Viðar Már
dæmdur í árs fangelsi fyrir meiri
háttar skattalagabrot og honum
gert að greiða 242 milljóna króna
sekt í ríkissjóð. Hins vegar var hann
sýknaður af ákæru um bókhalds
brot auk þess sem kröfu um upp
töku á eignum hans og félaga í hans
eigu var hafnað. Eignir hans voru
kyrrsettar á meðan á rannsókn og
rekstri málsins stóð.
Í svari Helga Magnúsar Gunnars
sonar vararíkissaksóknara við fyrir
spurn Fréttablaðsins segir að mál
inu sé áfrýjað í því skyni að ákærði
verði dæmdur til frekari refsingar.
Þá fer ákæruvaldið fram á að niður
stöðu héraðsdóms um upptöku
eigna Viðars og félaga hans verði
snúið í Hæstarétti. – jóe
Áfrýja til
Hæstaréttar
Viðar Már Friðfinnsson ásamt
verjanda sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Röng dagskrá á Flúðum
Í frétt gærdagsins um dagskrá um
verslunarmannahelgina birtist
fyrir mistök dagskráin á Flúðum
eins og hún var í fyrra. Hún var
auðvitað röng. Í ár verður dagskráin
glæsileg, tónleikar með Todmobile,
skemmtikvöld og uppistand, frábær
barnadagskrá og fleira.
leiðrétting
Þórður Ólafs
son, fram
kvæmdastjóri
Vatnajökuls
þjóðgarðs
600
krónur mun kosta fyrir
venjulegan fólksbíl. Helm-
ingi lægra gjald er fyrir
mótorhjól.
2 . Á g ú S t 2 0 1 7 M i ð V i K U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
2
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
6
B
-D
7
C
4
1
D
6
B
-D
6
8
8
1
D
6
B
-D
5
4
C
1
D
6
B
-D
4
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K