Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 36
Ástin Til Johns Lennon og Yoko Ono Ástin er val. Hún er meira að segja skynsamlegasta ákvörðun sem við höfum tekið um ævina. Og við teflum henni í barnslegri einlægni gegn grimmd heimsins. Úr ljóðabók Þórs Stefánssonar Ástin og lífið … og fleiri ljóð. Bls. 19 Ég finn nú ákveðna samkennd með honum en þetta eru yfir- leitt stuttir textar hjá mÉr en það er ekki ýkja algengt í frakklandi núna. Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM gæði... ending… ánægja. skoðaðu úrvalið á Weber.is Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt skáld sendir frá sér ljóðabók á tveimur tungumálum, íslensku og frönsku, en þetta fyrirkomulag er þó Þór Stefánssyni ljóðskáldi vel kunnugt. Ástin og lífið … og fleiri ljóð / L'amour et la vie … et d'autres poèmes, er fjórtánda ljóðabók Þórs en að baki á hann einnig jafn margar þýðingar úr frönsku. Þór segist þó alls ekki skrifa jöfnum höndum á íslensku og frönsku heldur hafi hann í gegnum tíðina þýtt eigin verk með frönskum þýðendum. „Það sem hefur komið út áður þýddi ég alltaf með Lucie Albertini og reyndar hef ég alltaf gert þetta að frumkvæði Frakkanna. Að þessu sinni vinn ég þýðinguna með Nicole Barrière, en hún er útgáfustjóri þessa bókaflokks hjá L'Harmattan-forlaginu í París sem gefur bókina út. En ég hef því aldrei gefið mig í það að skrifa beint á frönsku sjálfur heldur alltaf ort á íslensku og unnið svo þýðingarnar í samvinnu við aðra. Ég hef reyndar líka þýtt eftir önnur íslensk skáld en fyrir fimmtán árum kom út bók sem mundi hafa heitið Tuttugu og fimm íslensk skáld, með verkum samtíma- höfunda.“ Þór segir að þessi sterku tengsl hans við Frakkland og franska menningu megi einfaldlega rekja til þess að hann hafi farið þangað til náms á sínum tíma. „Ég menntaði mig í Frakklandi og hef starfað m.a. sem frönskukennari og hef að auki verið að fást við þýðingar úr frönsku en þá einkum frá frönskumælandi jaðarsvæðum. Að auki ritstýrði ég frönsku orðabókinni á sínum tíma sem er nú víst ekki fáanleg lengur heldur aðeins aðgengileg á netinu.“ En finnst Þór að það sé kannski franskur keimur á hans ljóðagerð? „Ég veit það ekki, efast eiginlega um það. Reyndar var fyrsta skáldið sem ég þýddi Guillevec sem ég þýddi nokkrar bækur eftir. Ég finn nú ákveðna samkennd með honum en þetta eru yfirleitt stuttir textar hjá mér en það er ekki ýkja algengt í Frakklandi núna. En þetta knappa form hentar mér og ég kann vel við það. Guillevec yrkir einnig á þessu knappa formi og það er því ekki ólík- legt að ég hafi í raun valið að takast á við að þýða ljóðin hans vegna þess að það passaði mér, kunni vel við lag hans á ljóðlistinni. Hann var reyndar fallinn frá þegar ég fór að takast á við þessar þýðingar en ég kynntist ekkj- unni hans og það var stórmerkileg kona.“ Varðandi yrkisefnin segir Þór að líkast til sé titill nýjustu bókarinnar ágætis vísbending. „Þessi titill, Ástin og lífið … og fleiri ljóð, er nokkuð lýsandi fyrir það sem ég hef verið að takast á við í mínum ljóðum. Ástin hefur vissulega verið nokkuð áberandi en það er ekki allt bundið hana. Þemun hafa verið þessi: Ástin og lífið og ýmislegt fleira og dauðinn er auðvitað partur af lífinu.“ Þór segir að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hversu Ég kann mjög vel við þetta knappa form nýverið kom út fjórtánda ljóðabók þórs stefánssonar, útgefandi er franska forlagið l'harmattan og ljóðin í bókinni eru bæði á íslensku og frönsku, en mikið umstang verður í kringum útgáfuna í París í október. Þór Stefánsson, ljóðskáld og þýðandi, segist yrkisefnin kristallast í titli nýjustu bókar sinnar. Fréttablaðið/andri Marinó Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is mikið verður svo að gerast í haust í París í tengslum við útgáfu bókarinn- ar þar. „Ég fer til Frakklands í októ- ber og þá verður heilmikið að gerast, það kemur mér eiginlega á óvart hvað það er mikið umstang. Það er þarna leikhús sem heitir Décharg- eurs sem verður með dagskrá um verk mín á frönsku og svo ætlar Nor- ræna bókasafnið í París, sem er deild í aðalsafni borgarinnar, að vera með dagskrá um verk mín. Þetta verður allt í sömu vikunni í október svo það er sitthvað að hlakka til.“ 2 . á g ú s t 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A g U R28 M e n n I n g ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð menning 0 2 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 6 B -C 8 F 4 1 D 6 B -C 7 B 8 1 D 6 B -C 6 7 C 1 D 6 B -C 5 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.