Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 20
Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi
skort lögmæti.
Í fyrsta lagi vefengi ég forsend
urnar. Lögmæti stjórnarskrár
ræðst af samþykki kjósenda. Hér
voru að verki tuttugu og fimm rík
isborgarar (kosnir í fyrstu og svo
skipaðir) og sömdu þeir stjórnar
skrárdrögin. Nú hefur Alþingi gert
nokkrar breytingar á þeim. Tvær
skoðanakannanir leiddu í ljós (í
október 2012 og janúar 2017) að
flestir svarenda voru fylgjandi
því að stjórnarskrárdrögin yrðu
samþykkt. Það er til vitnis um að
almenningur er hliðhollur því að
samþykkt séu drögin sem full
trúar hans sömdu. Hér felst lög
mætið í þátttöku manna í ferlinu
og samþykki þeirra, en ekki í sjálfu
ferlinu.
Svo hafa sumir sagt að ferlið
hafi ekki verið lýðræðislegt. Það
er ekki rétt. Árið 2009 kom saman
þjóðfundur um tólf hundruð
manna (og voru flestir valdir af
handahófi úr þjóðskrá en um
hundrað voru fulltrúar stofnana)
til að skilgreina þau grunngildi
sem þjóðin vildi setja á oddinn.
Í nóvember 2010 skipulögðu
stjórnvöld svo annan þjóðfund
þar sem 950 manns sem valdir
voru af handahófi úr þjóðskrá
komu saman skilgreindu grunn
gildi fyrir nýja stjórnarskrá. Sjálft
ritunarferli nýrrar stjórnarskrár
var svo í höndum tuttugu og fimm
kjörinna fulltrúa og þegar kvart
anir bárust vegna fyrirkomulags
kosninga til stjórnlagaþings til
nefndi Alþingi sömu einstaklinga
(með einni undantekningu þó, og
næsti kjörni fulltrúinn tók við).
Því má segja að þar hafi verið
beitt handahófsvali, beinu kjöri
og tilnefningum frá Alþingi, og
vitaskuld eru alþingismenn þjóð
kjörnir. Hvað er ólögmætt við
að Alþingi skipi þátttakendur
sem einnig voru kjörnir beint?
Ef nokkuð er ætti almenningur
frekar að kvarta undan of miklum
afskiptum stjórnvalda. Nú hefur
farsælt hjónaband almennings og
stjórnvalda hins vegar leitt til fæð
ingar nýju stjórnarskrárdraganna.
Nú er Alþingi auk þess búið að
veita þeim drögum þinglega með
ferð. Því er alveg ljóst að stjórnar
skrárdrögin eru verk almennings
og kjörinna fulltrúa.
Nokkrir stjórnmálamenn kvört
uðu undan því að þeir væru ekki
hafðir með í ráðum. Það er ekki
rétt. Alþingi var með í ráðum
allan tímann. Í júní 2010 kaus
Alþingi sérstaka stjórnarskrár
nefnd til þess að virkja borgarana
við endurskoðun stjórnarskrár
innar. Ferlið færðist frá nefndinni
til stjórnlagaráðsins sem Alþingi
setti líka á laggirnar. Þeir sem
sæti áttu í ráðinu voru kjörnir og
skipaðir af Alþingi og þeir sömdu
stjórnarskrárdrög. Alþingi er búið
að endurskoða þau drög og þann
ig standa málin í dag.
Rétt er að stjórnálamönnum
var haldið utan við ráðið. Hug
myndin (frábær hugmynd) var
að koma á stjórnlagaþingi sem
eingöngu væri byggt á þátttöku
almennings. Markmiðið var að
fá almenning til þess að semja sér
stjórnarskrá. Það hefði spillt fyrir
því markmiði að kalla stjórnmála
menn til leiks. Nú eru stjórnar
skrárdrögin hjá Alþingi sem er
búið að endurskoða þau, þannig
að Alþingi á núverandi útgáfu nýju
stjórnarskrárinnar. Samkvæmt
þeirri stjórnarskrá, sem nú er í
gildi, þurfa tvö þing að samþykkja
frumvarp til breytinga og skulu
þingkosningar vera á milli þing
anna. Tak gleði þína aftur, Alþingi,
hlutur þinn var eigi lítill.
Ef ég hefði freistað þess að
skipuleggja ferli til að semja drög
að nýrri stjórnarskrá hefði það
ekki getað virkjað almenning
betur en raun varð á í því ferli
sem spratt upp af sjálfu sér og fyrir
ánægjulega tilviljun á Íslandi. Þið
megið vera stolt af því sem þið
hafið þegar afrekað, Íslendingar.
Nú er bara að ljúka verkefninu.
Um gæði nýju íslensku
stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti
Íslensk sakamálalög tryggja þeim einstaklingum sterkan bótarétt sem að ósekju verða
fyrir aðgerðum af hálfu lögreglu
vegna sakamála. Þeir sem beittir
eru aðgerðum eins og handtöku,
líkamsleit, líkamsrannsókn, hús
leit eða leit í bifreið, án þess að
mál þeirra leiði til sakfellingar, eiga
þannig almennt séð nokkuð skýran
rétt á miskabótum nema sýnt sé
fram á að þeir hafi sjálfir valdið eða
stuðlað að aðgerðunum.
Sakamálalögin ganga raunar
lengra og tryggja einstaklingum rétt
til gjafsóknar til að krefja íslenska
ríkið um bætur vegna aðgerða
eins og þeirra sem að framan eru
taldar. Það þýðir að ríkið styrkir
einstaklinga til greiðslu lögmanns
kostnaðar í slíkum dómsmálum
óháð efnahag.
En ef aðgerðirnar voru löglegar?
Það er algengur misskilningur að
aðgerðir lögreglu þurfi að hafa
verið ólöglegar eða að sýna þurfi
fram á sök lögreglu til þess að til
bótaréttar gagnvart íslenska ríkinu
stofnist í tilvikum sem þessum.
Sú aðstaða getur þannig vel verið
uppi að t.d. leit á einstaklingi eða
leit í bíl hafi verið lögleg og full
komlega eðlileg miðað við aðstæð
ur, en einstaklingurinn samt átt rétt
á miskabótum. Þetta er vegna þess
að bætur í málum sem þessum eru
ákveðnar á hlutlægum grundvelli
og skiptir því ekki máli hvort fullt
tilefni hafi verið til aðgerðanna
eins og málið horfði við lögreglu á
sínum tíma.
En ef einstaklingur hefur
samþykkt aðgerðirnar?
Annar misskilningur sem gjarnan
er uppi er sá að með því að ein
staklingur samþykki aðgerðir lög
reglu þá firri hann sig um leið alltaf
rétti til bóta. Sú er alls ekki raunin.
Nýleg dómafordæmi staðfesta t.d.
að samþykki fyrir líkamsleit girðir
ekki fyrir rétt einstaklings til bóta
ef önnur skilyrði bótaréttar eru til
staðar. Einstaklingur getur m.ö.o.
átt rétt á bótum þó hann hafi sam
þykkt aðgerðirnar.
Þetta er eðlilegt vegna þess að
með því að samþykkja aðgerðir
lögreglu leggur einstaklingur sitt
af mörkum til að mál gangi skjótt
fyrir sig. Hann á því ekki að firra
sig bótarétti fyrir slíka samvinnu.
Annað mundi í reynd þýða að
maður gæti verið betur settur
með því að vera ósamvinnuþýður
við lögreglu og knýja hana jafn
vel til að afla dómsúrskurða fyrir
aðgerðum. Eðlilega er engin laga
stoð fyrir svo afkáralegri túlkun
bótareglunnar.
Grundvallaratriðið er einfalt
Loks er rétt að leiðrétta þriðja
atriðið sem einnig má kalla mis
skilning eða mistúlkun um það
efni sem hér er til umræðu. Það er
það sjónarmið að einstaklingar,
sem leita réttar síns vegna aðgerða
lögreglu, séu sjálfkrafa með því að
beina gagnrýni á störf lögreglu eða
valdheimildir hennar. Svo þarf alls
ekki að vera.
Sem fyrr segir er það ekki aðalat
riði í málum af þessu tagi hvort lög
reglan eða einstakir lögreglumenn
hafi misbeitt valdi sínu eða yfirleitt
gert nokkuð rangt. Aðalatriðið er
einfaldlega það að við búum við
eðlilegt og sanngjarnt réttarfar þar
sem einstaklingar eru ekki látnir
þola íþyngjandi lögregluaðgerðir
bótalaust nema sýnt sé með ótví
ræðum hætti fram á að þeir hafi
sjálfir kallað þær aðgerðir yfir sig.
Það er það einfalda grundvallarat
riði sem réttilega er fest í lög.
Um bætur vegna
lögregluaðgerða
David A.
Carrillo,
lagaprófessor
við Berkeley
háskóla í Banda
ríkjunum
Markmiðið var að fá al-
menning til þess að semja sér
stjórnarskrá. Það hefði spillt
fyrir því markmiði að kalla
stjórnmálamenn til leiks.
Bjarni Þór
Sigurbjörnsson
héraðsdóms
lögmaður
Nýleg dómafordæmi stað-
festa t.d. að samþykki fyrir
líkamsleit girðir ekki fyrir
rétt einstaklings til bóta ef
önnur skilyrði bótaréttar eru
til staðar.
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
2 . á g ú s t 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A g U R20 s K o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
6
B
-F
0
7
4
1
D
6
B
-E
F
3
8
1
D
6
B
-E
D
F
C
1
D
6
B
-E
C
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K