Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 18
Það getur vart talizt til mannúð-legrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverf- is- og auðlindaráðherra, selji veiði- mönnum heimildir til að drepa sak- laus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og dráps- fýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happ- drætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri frið- aður, að sögn sérfræðinga. Gæti ein- hver gróðursplilling hlotizt af tíma- bundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóð- baði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildar- stofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirði- legasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hrein- dýrskýr frá kálfum sínum, sem fæð- ast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menn- ingu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröfl- unarskyni á vegum Umhverfis- stofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargar- lítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auð- lindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsað- för fárra tilfinningalausra veiði- manna að varnarlausum, skaðlaus- um og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræm- ist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skað- lausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálf- bjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu! 922 tveggja mánaða hreindýrs- kálfar settir út á guð og gaddinn Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmála­ rýnir Það er þakkar- og lofsvert þegar forystufólk sveitar-stjórna eða aðrir ráðamenn taka þátt í opinni umræðu um samfélagsleg álitamál. Sú umræða getur vissulega stundum lent á villi- götum. Bæði er það svo, að skoð- anir okkar á álitamálum eiga það til að mótast af ólíkum hagsmunum eða áhugamálum, hins vegar ganga menn út frá ólíkum forsendum sem óhjákvæmilega leiða til sundur- leitrar niðurstöðu. Grein Péturs G. Markan, sveitarstjóra og formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga (Fréttabl. 3.7. sl.) var gott innlegg í samræður um umdeilt mál. Pétur tekur til umfjöllunar grein eftir mig (Fréttabl. 19.6. sl.) sem fjallaði að meginmáli um niðurstöðu loftslagsskýrslu Hagfræðistofn- unar HÍ. Samtímis birtust greinar- gerðir heimssamtaka um afleitt ástand jarðarinnar bæði hvað varðar búsvæði villtra dýra sem og útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að ganga útúr Parísarsamkomulaginu bættist við. Kveikja greinar minnar voru þó viljayfirlýsingar sem komu frá framkvæmdaaðilum laxasjó- eldis víðs vegar um land. Þar voru tíunduð áform um stóraukið lax- eldi í fjörðum þriggja landsfjórð- unga. Nú átti að kýla á það, eins og okkur Íslendingum er einum lagið. Er skortur á matvælum? Við skulum staldra við. Vantar okkur eða heiminn meira af mat- vælum? Á tíundu hverri sekúndu deyr barn úr hungri, þrátt fyrir að næg matvæli séu í heiminum til að fæða milli 10 og 12 milljarða jarðarbúa, en þar búa nú um 7,5 milljarðar manns. 800 millj. lifa við örbyrgð, þótt óhemju fjármagn fari á milli fjármálakerfa í leit að arðbærri fjárfestingu; ekki til að seðja hungur. Með þetta í huga ákveða dugnaðarmenn í Noregi og á Íslandi að stíga stórt skref og auka framleiðslu á eldislaxi um verulegt magn. Íslenskir sauðfjárbændur ætla á sama tíma að senda frosið lambakjöt alla leið til Kína. Skyldi þetta hvort tveggja draga úr kol- efnisspori okkar? Öll framleiðsla og allir flutningar menga; auka á það sem fyrir er. Þar er laxeldið engin undantekning. Deila má þar um magntölur, ekki eðli. Vonandi tekst í framtíðinni að bæta tækni og aga umgengni og draga þar með úr umhverfisslysum. Það eykur vissulega mengun og hitastig jarðar að auka framleiðslu á matvælum, sem þar að auki er nóg til af, bæði hérlendis og í heiminum. Þar erum við þjóða kappsömust. Vísindaniðurstöður hundsaðar Meðhöndlun ráðamanna á vísinda- legum niðurstöðum, þegar að auð- lindahagsmunum kemur, er und- antekningarlítið svarað með þögn. Orri heitinn Vigfússon, vinur minn, sagði mér margar sögur af vinnu sinni til verndar villtum laxastofn- um í N-Atlantshafi. Ég las bréf hans til stjórnmálamanna víðsvegar á norðurhveli sem og á Íslandi. Þótt stórmerkt starf hans hafi í upphafi snúist um uppkaup á laxanetalögn- um í sjó, færðist barátta hans fljót- lega yfir á verndun lífríkis villtra laxa og silunga og hreinleika stofna þeirra. Þar voru virkjanaáform í neðri Þjórsá og hröð uppbygging laxeldis í sjókvíum mesta ógnunin. Orri var afar vandur að vinnu sinni. Hann studdi málflutning sinn með margrýndum niðurstöðum heims- þekktra vísindamanna, þar sem því var við komið, eða með reynslu af öðrum svæðum, þar sem það átti við. Niðurstaða hans í samtali við mig var dapurleg. Hann sagði að það virtist litlu máli skipta hve vandaðar skýrslur væru unnar og sendar, og þar væru íslenskir ráða- menn engin undantekning, lítið mark væri tekið á þeim, væru þær yfirhöfuð lesnar. Hugarfarið gagn- vart auðlindum landsins væri eins- leitt. Iðnaðarnýting nánast hvað sem það kostaði. Sjálfbær auðlindastjórnun Við Íslendingar erum dugleg en ekki endilega framsýn þjóð. Látum okkur nægja að horfa fram til næstu mánaða eða ára. Á einu sviði auð- lindanýtingar höfum við þó brotið blað. Fiskveiðistjórnunarkerfið, með öllum sínum göllum, tryggir arðbæra og um leið sjálfbæra nýt- ingu fiskimiðanna til frambúðar. Viðbrögð og athafnir vestfirskra útgerðarmanna á sínum tíma við nýju kerfi voru skelfileg fyrir fjórð- unginn. Aðalatriðið virtist vera að brjóta þetta nýja kerfi niður, hvað sem það kostaði. Jafnvel viðbótar úthlutun aflamarks gat ekki komið vitinu fyrir þá. Afleiðingarnar eru augljósar. Fjórðungurinn braut sjálfan sig niður. Nú á að treysta á laxeldi. Pétur fullyrðir að það sé umhverfisvænt. Upplýsingar mínar segja aðra sögu. Úrgangur- inn úr kvíunum fer eða síast út í hafið – hvert ætti hann annað að fara ? Þá er það á allra vitorði að leyfisveitingar þar til bærra opin- berra stofnana byggjast oft meir á velvilja stjórnenda stofnana til væntanlegrar starfsemi en á hlut- lægu, gagnrýnu umhverfismati. Því miður. Það gildir ekki bara um laxeldi. Niðurgreidd náttúruspjöll og mengun Allt fram á síðustu ár hefur þjóðin einnig verið fullvissuð um að virkjanir spilltu lítið og stóriðjan mengaði ekki. Reynslan hefur kennt okkur annað. Við áttum að verða rík af fyrrnefndri starfsemi. Landsvirkjun hefur til skamms tíma verið með bágborna eigin- fjárstöðu eftir sextíu ára orkusölu til stóriðju. Stóriðjufyrirtækin sjálf skilja lítið annað eftir en laun þeirra sem þar vinna. Já, ég fullyrti að líkt væri á komið með laxeldið. Hinn raunverulegi virðisauki sem myndast á seinni vinnslustigum yrði eftir erlendis. Þar að auki hefur stóriðja notið mikillar opin- berrar fyrirgreiðslu í aðstöðu og niðurgreiðslu bæði í orkuverði og sköttum. Því er haldið dyggilega áfram á Húsavík. Það getur verið virðingarvert að leggja sig fram um að skapa ný störf. Í landinu er þó meira en næg atvinna. Sú viðleitni verður þó fyrir miklum hnekki ef fórnarkostnaðurinn er meiri en ávinningurinn. Við sem af veikum mætti erum að benda á að verjast þurfi frekari átroðslu á náttúruna, lítum svo á að hún megi ekki við frekari ágengni. Við megum ekki með neinu móti halda starfi Geir- mundar heljarskinns áfram. Jörðin og landið okkar eru komin að eigin þolmörkum. Það var inngangurinn að grein minni og inntak um leið. Spesíur Júdasar og endimörk ágengni Þröstur Ólafsson hagfræðingur Það getur verið virðingar- vert að leggja sig fram um að skapa ný störf. Í landinu er þó meira en næg atvinna. Sú viðleitni verður þó fyrir miklum hnekki ef fórnar- kostnaðurinn er meiri en ávinningurinn. ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 galdurinn á bak við ferskt hráefni Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. 2 . á g ú s t 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A g U R18 s K o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 6 B -F 5 6 4 1 D 6 B -F 4 2 8 1 D 6 B -F 2 E C 1 D 6 B -F 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.