Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 12
GÓÐUR FERÐAFÉLAGI
Volkswagen Caddy Beach
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Fimm manna fjölskyldubíllinn Volkswagen Caddy Beach býður upp á
allt sem þarf fyrir ferðalagið.
Caddy Beach verður að litlu sumarhúsi með 2,3 m x 2,9 m fortjaldi sem
fest er á afturhlerann, klappstólum, borði og loftunaropi á rennihurð.
Hver einasti dagur er dásamleg upplifun, hvar sem þú ert.
Kynningarverð 3.990.000 kr.
Verðlistaverð 4.670.000 kr.
- Svefnaðstaða fyrir 2
- Fellanleg borð og stólar
- Geymsluhólf
- Fortjald og gluggatjöld
- Kælir og vasaljós
- Leðurklætt aðgerðastýri
- Margmiðlunartæki m. snertiskjá
- Bluetooth
- Hraðastillir
Til afhendingar strax!
Við látum framtíðina rætast. Volkswagen
VENESÚELA Tveir helstu andstæð-
ingar stjórnar Nicolás Maduro, for-
seta Venesúela, voru handteknir á
heimilum sínum í gær. Mennirnir
tveir höfðu verið í stofufangelsi frá
árinu 2015.
Mennirnir sem um ræðir eru Leo-
poldo Lopéz, stofnandi Vilja fólks-
ins stærsta stjórnarandstöðuflokks
landsins, og Antonio Ledesma,
borgarstjóri höfuðborgarinnar
Caracas. Sá síðarnefndi var hand-
tekinn í febrúar 2015 sakaður um
að skipuleggja byltingu. Lopéz hlaut
dóm í september sama ár fyrir að
hvetja til ofbeldis gagnvart stjórn-
völdum.
Leyniþjónusta landsins réðst til
atlögu inn á heimili mannanna að
nóttu til og fjarlægði þá. Í yfirlýsingu
frá hæstarétti landsins, sem sagður
er undir hæl forsetans, segir að vís-
bendingar hafi komið fram um að
þeir hafi ætlað að flýja úr stofufang-
elsinu. Því hafi verið gripið til þessa
ráðs.
Handtökurnar áttu sér stað
tveimur dögum eftir að kosið var
til stjórnlagaþings landsins. Slíkt
var síðast gert árið 1999 í forseta-
tíð Hugos Chavez. Tilkynnt var um
kosninguna á verkalýðsdaginn og
sagði forsetinn að markmiðið væri
að friða stríðandi fylkingar.
Stjórnarandstæðingar höfnuðu
því að taka þátt og sökuðu stjórnina
um að kaupa sér gálgafrest. Borgar-
stjórnarkosningar voru fyrirhug-
aðar í landinu í ár og forsetakosn-
ingar að ári en næsta víst er talið að
þeim verði slegið á frest til að gefa
stjórnlagaþings mönnum vinnu-
frið. Sem stendur er aðeins einn af
hverjum fimm íbúum ánægður með
stjórnvöld eftir að hafa horft upp á
hugmyndafræðilegt og efnahagslegt
þrot hennar.
Auk þess að tefla ekki fram
neinum frambjóðendum hvöttu
andstæðingar Maduros fólk til að
halda sig heima á kjördag. Ledesma
og Lopéz voru þeirra á meðal en þeir
gerðu það með því að setja mynd-
bönd á YouTube. Lopez biðlaði til
fólks að halda áfram að mótmæla
stjórninni og framgöngu hersins en
Ledesma kallaði kosninguna svindl.
Mótmæli og óeirðir hafa verið
nær daglegt brauð í landinu undan-
farið ár. Átökin sem brutust út á
kjördag og meðan úrslita var beðið
voru þau mannskæðustu hingað
til en tíu manns lágu í valnum í lok
dags.
Ríki víða um heim hafa fordæmt
kosninguna og framgöngu stjórn-
valda í kringum hana. Bandaríkin
gripu meðal annars til þess ráðs að
frysta eignir forseta landsins. Ekkert
útlit er fyrir að landið, sem er ríkt af
auðlindum, muni komast á réttan
kjöl í bráð. johannoli@frettabladid.is
Andstæðingar Nicolás Maduro
fjarlægðir af heimilum sínum
Borgarstjóri Caracas og stofnandi stærsta stjórnarandstöðuflokks Venesúela voru numdir brott af heimilum
sínum í gær. Mennirnir höfðu hvatt kjósendur til að sniðganga kosninguna. Ástandið í landinu er eldfimt
eftir stjórnlagaþingskosningarnar um helgina. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt framgöngu stjórnvalda.
Leopoldo Lopéz ávarpar stuðningsfólk sitt yfir girðingu á heimili sínu í
aðdraganda kosninganna. Það færði honum fangelsisvist. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Mótmæli og óeirðir hafa
verið nær daglegt brauð í
landinu undanfarið ár.
Átökin sem brutust út á
kjördag og meðan úrslita var
beðið voru þau mannskæð-
ustu hingað til.
VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í
Icelandair Group hefur lækkað
um fjörutíu prósent í verði það sem
af er ári. Bréfin féllu um 3,3 prósent
í verði í rúmlega 560 milljóna króna
viðskiptum í gær, en alls hefur gengi
bréfanna fallið um tæp sextán pró-
sent síðustu sjö daga.
Eftir miklar hækkanir á hluta-
bréfaverði félagsins á árunum 2010
til 2016, þar sem bréfin meira en
tífölduðust í verði, hefur farið að
síga á ógæfuhliðina hjá félaginu.
Hafa bréfin lækkað um 37 prósent í
verði eftir að félagið birti kolsvarta
afkomuviðvörun í byrjun febrúar-
mánaðar þar sem varað var við því
að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir
fjármagnsliði, skatta og afskriftir –
myndi dragast saman um þrjátíu
prósent á árinu.
Félagið birti uppgjör fyrir annan
fjórðung ársins í lok síðustu viku, en
afkoma félagsins dróst saman um 57
prósent á milli ára, aðallega vegna
lægri meðalfargjalda og neikvæðra
gengisáhrifa vegna styrk-
ingar krónunnar.
– kij
Hlutabréf
Icelandair
lækkað um 40%
Björgólfur
Jóhannsson, for-
stjóri Icelandair
2 . á g Ú S T 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A g U R12 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
6
B
-B
F
1
4
1
D
6
B
-B
D
D
8
1
D
6
B
-B
C
9
C
1
D
6
B
-B
B
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K