Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 24
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Sólveig hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og matargerð, enda var hún ritstjóri Gest-
gjafans um árabil. Hún bjó um
tíma í Bandaríkjunum og þar rakst
hún oft á skemmtileg eldhúsáhöld
sem hún freistaðist stundum til að
kaupa.
„Við maðurinn minn, Gunnar
Hrafnsson tónlistarmaður, byrj-
uðum að búa í Bandaríkjunum árið
1981. Við vorum fátækir náms-
menn og notuðum því tækifærið til
að gera góð kaup á garðsölum, sem
eru algengar þar í landi. Á einni
garðsölunni rakst ég á hlut sem
hefur verið mér kær. Ég keypti grip-
inn því mér fannst hann sniðugur
og ódýr en vissi í raun ekkert hvað
átti að gera við hann. Þetta reyndist
vera gamaldags mandólín,“ rifjar
Sólveig upp.
Mandólínið góða er löngu úr
sér gengið og Sólveig á núna nýtt
eintak sem hún er alsæl með. „Ég
ráðlegg öllum að fá sér mandólín
Mandólín og hnífar
Sólveig Baldursdóttir á mörg skemmtileg eldhúsáhöld en mandólín
sem hún eignaðist á sínum fyrstu hjúskaparárum er henni minnisstætt.
Sólveigu finnst
gaman að elda
góðan og hollan
mat fyrir þá
sem henni þykir
vænt um.
MYND/EYÞÓR
Þessi dásamlegi þeytingur er stútfullur af góðum víta-mínum og trefjum en það
er einmitt gott að byrja helgina á
slíkum drykk. Þeytinginn má auð-
vitað drekka einan og sér en það er
líka gott að setja gott múslí saman
við hann en þannig verður hann
matarmeiri og gefur manni næga
orku út í daginn. Þessi uppskrift
ætti að duga í 2-3 glös.
1½ dl sódavatn eða vatn, líka gott
að nota kókosvatn
1½ dl hrein jógúrt eða vanillu-
jógúrt
1½ dl rauð vínber
1½ bolli frosin jarðarber
1½ bolli frosin bláber
1½ bolli frosin hindber
Ísmolar, ef vill
Dásamlega hollur
heilsudrykkur
Dásamlegur þeytingur, stútfullur af góðum vítamínum og trefjum.
Setjið allt hráefnið í blandara og
þeytið saman á mesta hraða þar til
áferðin á drykknum er orðin mjúk
og að ykkar smekk. Hellið í tvö
glös og setjið uppáhaldsmúslíið
ykkar yfir.
eða gefa það í gjafir því þetta er
alveg dásamlegt tæki. Það er notað
til að skera alls konar grænmeti og
ávexti og hægt er að ráða þykktinni
á því sem verið er að skera. Ég hef
líka komist að raun um að það er
auðvelt að skera sig á því,“ segir Sól-
veig brosandi og bætir við að það
eigi ekki að vera vandamál þegar
maður sé kominn upp á lagið með
að nota mandólínið.
Góður hnífur nauðsyn
Þegar Sólveig er spurð hvaða eld-
húsáhald allir þurfi að eiga er hún
ekki lengi að hugsa sig um. „Góðan
hníf. Hann er forsenda þess að auð-
velt sé að meðhöndla hráefni, hvort
sem það er fiskur, kjöt, grænmeti
eða ávextir,“ segir hún.
Brauðvél er hins vegar furðu-
legasta eldhústæki sem hún á. „Ég
nota hana helst til að búa til pitsu-
botna en börnin mín þrjú og fjöl-
skyldur þeirra koma alltaf í pitsu
til okkar á föstudögum. Þótt mér
finnist brauðvélin heldur plássfrek
vil ég ekki láta hana frá mér því þá
myndi ég eflaust sakna hennar á
föstudögum.“
Eldhúsborðið í uppáhaldi
Sólveig ver töluverðum tíma í eld-
húsinu og segir miklu máli skipta
að vinnuaðstaðan sé þægileg og
góð. „Auðvitað fer það eftir því
hvernig fólk vinnur. Ég verð eigin-
lega að vera ein að vinna í mínu
eldhúsi því vinnuaðstaðan þar er
heldur þröng og ef margir eru þar á
sama tíma geta orðið árekstrar.“
Uppáhaldsstaðurinn hennar í
eldhúsinu er við eldhúsboðið þar
sem fjölskyldan kemur saman að
borða. „Það er yndislegur staður. Ég
tjái gjarnan tilfinningar í gegnum
matargerðina og finnst gaman að
elda góðan og hollan mat fyrir þá
sem ég elska, enda geri ég mikið af
því og finnst líka skemmtilegt að
fá fólk í mat. Ég býð fólki gjarnan í
eldhúsið og það er góður staður að
vera á,“ segir hún.
Sólveig hefur sinnt ýmsum verk-
efnum undanfarna mánuði en með
haustinu hefur hún störf við vefinn
lifdununa.is sem er í eigu Ernu Ind-
riðadóttur. „Ég hlakka til að hefja
störf og mun ég vafalaust birta
góðar uppskriftir og ráð varðandi
matargerð á vefnum,“ segir Sólveig
að lokum.
365.is Sími 1817
Tryggðu þér áskrift á aðeins 333 kr. á dag*9.990 kr. á mánuði
*9.990.- á mánuði.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . ág ú S t 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R
0
2
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
6
B
-C
8
F
4
1
D
6
B
-C
7
B
8
1
D
6
B
-C
6
7
C
1
D
6
B
-C
5
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K