Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.08.2017, Blaðsíða 30
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! MAGNOLIA OFFICINALIS Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Hrafnhildur Ólafsdóttir starfar við sjálboðavinnu í Rauða Kross búðinni „Ég vil alls ekki nota lyfseðilsskyld svefnlyf og ákvað því að prófa Magnolia. Ég tek 2 hylki á kvöldin um klukkustund fyrir svefn og hef ekki sofið betur í mörg ár.“ SVEFNVANDI – KVÍÐI – DEPURÐ balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Hefur verið notað við svefnvandamálum, kvíða og depurð í yfir 2000 ár í Asíu 2 . á g ú s t 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A g U R22 s p o R t ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð sport FH tapar fyrir Maribor og tapar í næstu umferð FH slær út Maribor og vinnur í næstu umferð ✿ tekjumöguleikar FH-inga Fer ekki í riðlakeppni Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA Fer í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA Fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 152,5 milljónir kr. 1,25 milljónir evra 441,5 milljónir kr. 3,6 milljónir evra 758 milljónir kr. 6,18 milljónir evra 1,84 milljarðar kr. 15 milljónir evra FH tapar fyrir Maribor en vinnur í næstu umferð FH slær út Maribor en tapar í næstu umferð FótBoLtI Þjálfarar og leikmenn Íslandsmeistara FH hafa í kvöld tækifæri til að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu. FH mætir þá slóv- ensku meisturunum í NK Maribor í Kaplakrika en liðið sem ber sigur úr býtum í rimmu liðanna fer annað hvort í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða riðlakeppni Evrópu- deildar UEFA. Það hefur engu íslensku félagsliði tekist fyrr. Maribor vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna sem fór fram ytra í síðustu viku og á FH því ágæta möguleika. Sigurvegari rimmunnar fer í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Öllum liðum í þeirri umferð er tryggð þátttaka í Evrópukeppnum í vetur – sigurliðið fer í Meistaradeildina en tapliðið í Evrópudeildina. Tapi FH-ingar hins vegar í kvöld munu Hafnfirðingar engu að síður fá annað tækifæri til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, í gegnum umspilsumferð þar sem sigurvegari rimmunnar fer áfram. FH gæti mætt sterku liði þar, til að mynda Everton eða AC Milan, en það var í þessari umferð að Stjarnan mætti Inter frá Ítalíu sumarið 2014. Auk þess að fá tækifæri til að spila við sum af bestu félagsliðum Evrópu eru heilmiklir fjármunir í húfi fyrir liðin sem komast svo langt. Ljóst er að sigur í kvöld mun tryggja FH tæpar 400 milljónir króna í heildar- greiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir árangur sinn í Evrópukeppni. Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar eru svo svimandi háar upp- hæðir í boði fyrir þau lið sem kom- ast alla leið í Meistaradeild Evrópu – ekki minna en 1,8 milljarðar króna. Milljónir í húfi í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Mari- bor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst rúmlega 750 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. Stærstu félagslið Íslands eru rekin fyrir 100-150 milljónir ár hvert og því ljóst að svo miklar tekjur af þátttöku í Evrópukeppni myndi ger- breyta landslagi FH og íslenskrar félagsliðaknattspyrnu. Gæði lyfta öllu upp „Auðvitað er einhver kostnaður á móti eins og eðlilegt er. En því er ekki að neita að það verður til veru- legur afgangur ef allt gengur upp,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, for- maður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Fréttablaðið. „Við sjáum fyrst og fremst tæki- færi til að verja verulegum fjár- hæðum í uppbyggingu á innra starfi og aðstöðu, sem við höfum sjálfir verið að sinna og höfum metnað til. Og vitaskuld hefur það þau áhrif að við reynum að gera betur við okkar leikmenn og þjálfara í þeirri von að geta viðhaldið góðum árangri.“ Jón Rúnar segir að velgengni í Evr- ópukeppni félagsliða gæti haft meiri áhrif en þegar íslenska karlalands- liðið komst í fyrsta sinn á stórmót í knattspyrnu, með tilheyrandi fjár- hagslegum ávinningi fyrir KSÍ. „Þetta sýnir nálægðina. Það nægir að nefna Norðurlöndin í því samhengi og árangur Rosenborg, Bröndby og FCK. Gæði lyfta öllu upp og vekja athygli fyrir íþróttina alla.“ eirikur@frettabladid.is Pétur Viðarsson tekur hér á móti boltanum á æfingu FH-inga á Kaplakrikavelli í vikunni. Leikmenn vita að það er mikið í húfi í kvöld. FréttabLaðið/SteFán Í dag inkasso-deildin 17.45 Leiknir F - Leiknir r Fjarðab. 17.45 Haukar - Þór Ásvellir 19.15 Selfoss - Keflavík JÁVERK-v. 19.15 Fylkir - HK Floridanav. 19.15 Þróttur - Grótta Eimskipsv. 17.35 Haukar - Þór Sport 3 18.15 FH - Maribor Sport 18.40 Man. Utd - Sampd. Sport 2 pepsi-deild karla Ír - Fram 2-2 1-0 Hilmar Þór Kárason (44.), 1-1 Guð- mundur Magnússon (64.), 1-2 Guðmundur Magnússon (72.), 2-2 Andri Jónasson (87.) efst Fylkir 30 Keflavík 28 Þróttur 27 Þór 25 Haukar 23 Selfoss 21 neðst HK 21 Fram 19 Leiknir R 17 ÍR 12 Grótta 8 Leiknir F 7 Nýjast Magnús hættur eftir 19 ár Keflvíska stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir nítján ára feril. Hann varð fimm sinnum Ís- landsmeistari með Keflavík og þrívegis bikarmeistari. Hann lék einnig með Njarðvík, Grindavík, Skallagrími sem og í Danmörku á ferlinum. Allar upphæðir miðaðar við upplýsingar frá UEFA fyrir tímabilið 2016-17. 0 2 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 6 B -F 5 6 4 1 D 6 B -F 4 2 8 1 D 6 B -F 2 E C 1 D 6 B -F 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.