Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 8

Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 8
Útgefendur þessa blaðs hafa óskað þess, að ég ritaði fyrir sig stutta yfirlitsgrein um húsnæðismál þjóðarinn- ar. Mér er ljúft að verða við þessari ósk. Auðvitað hafa öll gömlu blöðin markað sér stefnu í þessum mikilvægu málum. Mér þykir vegur í því að mega eiga einhvern ofurlítinn þátt í því að marka þessu nýja blaði stefnuna í þeim. Þó að menn sén um fátt sammála hér á landi, eru allir á einu máli um það, að húsnæðismálin séu í óviðun- andi ófremdarástandi a. m. k. hér í Reykjavík. Mönnum er það kunnugt, að allt að 1500 manns') býr í her- mannaskálum „til bráðabirgða“. Lík- lega er ekki mjög miklu færra í öðr- um skálum og skúrum í útjöðrum borgarinnar og i óviðunandi kjall- araíbúðum býr fjöldi fólks. Þannig er í Reykjavík einni um eða yfir 3000 menn, eða allt að því eins margt og allir íbúar Hafnarfjarðar, sem telja má, að séu alveg húsnæðis- lausir. Auk þess búa margir i kjall- araholum, þakherbergjum eða óhæfi- lega þröngt. En margir þeir, sem telj- ast búa í raunverulegum mannabú- stöðum, verða að sæta slíkum okur- kjörum, að óheyrilegt er. Þess eru dæmi, að menn verði að greiða í leigu fyrir góðar þriggja herbergja íbúðir allt að 1000 kr. á mánuði og greiða fyrirfram fyrir a. m. k. þrjú ór, eða með öðrum orðum greiða 36 þús. kr. fyrir að komast inn í ibúð- ina. Algengt er, að menn verði að greiða í leigu 300—400 kr. á mánuði fyrir eitt meðalstórt herbergi og borga fyrirfram 2—3 ára leigu. Aðrir búa hins vegar við lága leigu, fyrir- stríðsleigu, en þar sitja húseigendur víða um hvert hugsanlegt tækifæri til að koma leigjendum sinum út, og lítið eða ekkert er gert til þess að halda íbúðunum við. Til eru dæmi um það, að stórar fjölskyldur verði að sætta sig við eins herbergis ibúð- ir, en barnlaus hjón búi í 6—7 her- bergja ibúðum eða meir í næsta húsi, Vegna þess að í Reykjavik er ör fólksfjölgun, er skilyrðislajist krefst nýrra ibúða þegar í stað, eru hús- næðismálin hvergi eins brennandi og þar. En hvergi á landinu er hlut- fallslega eins margt fólk, sem býr við' sæmileg húsakynni. Hljóðara er um það fólk, sem býr i gömlum hreysum víðsvegar um landið, en liitt sem *) A skýrslum hált ó 13. hundraði, en á þær skýrslur vantar vafalaust nokkuð. hýr við ófullnægjandi húsakynni í Reykjavík, þó að þau húsakynni séu í rauninni illskárri. Þar sem er léleg gömul byggð, hafa menn vanizt henni svo, að ekki er orð gert á því, hversu fjarri fer, að hún sé nokkrum manni sæmandi, og það eins, þó að liún sé verri en nokkur hermannaskáli. Svo liafa menn ekki alls staðar fyrir aug- um vegleg húsakynni til samanburðar eins og í Reykjavík. ★ Sumarið 1944 vann eg að því fyrir Skipulagsnefnd atvinnumála, er þá starfaði, að athuga, hvernig húsnæðis- málum okkar íslendinga væri komið. Ég athugaði það aðallega eftir þeim gögnum, sem yfirfasteignamatsnefnd- in hafði undir höndum. Ég las lýs- ingu af hverri íbúð á landinu utan Reykjavíkur, skipaði íbúðunum í flokka, eftir því livort þær væru sæmilega góðar (I. flokkur), við- hlítandi í bráð (II. flokkur) eða alls- endis ófullnægjandi sem mannabú- staðir (III. flokkur). Síðan voru tveir húsasmiðir fengnir til að líta eftir því á nokkrum stöðum, hvort þessi skipting stæðist, þegar íbúðirnar væru skoðaðar af fagmönnum, og töldu þeir svo vera í aðalatriðum. 1 Reykjavíkí varð að athuga þetta eftir nokkuð öðrum leiðum, og var ekki hægt að fá jafn öruggar heimildir um ástandið í húsnæðismálum þar, og þó mátti nærri um það fara. Niðurstaðan af at- lnigunum mínum varð sú, að ibúðir þær, er landsmenn hefðu yfir að ráða, skiptust í gæðaflokka þannig: I. fl. II. fl. 1 sveitum .... 2918 2076 1 kauptúnum .. 1500 500 1 kaupstöðum . 2900 600 f Reykjavik .. . 5120 1500 III. fl. 3318 977 1255 2000 Samtals 12438 4676 7550 ★ Hér er um að ræða 7550 íbúðir, sem eru svo lélegar, að þær verður að endurbyggja skilyrðislaust á næstu árum. Ennfremur verður að gera róð fyrir, að II. flokks íbúðirnar þurfi svo mikilla endurbóta við, að það svari til þess, að þriðja hver þeirra verði - 1 H Ú S h 'EFTIR ( Á ÞESSUM staÖ í blaSmu munu framvegis birtast greinar um ým- is vandamál þjóífélagsins, sem efst eru á baugi. í næstu bícðum munu birtast greinar eftir eftirtalda menn á þessum stað: Eirík Albertsson, dr. theol., Jóhann Sæmundsson, tryggingaryfirlækni, Jón Blöndal, hagfræðing, Jón Ólafsson, lögfræðing, Klemenz Tryggvason, hagfræðing og Sigfús Halldórs frá Höfnum. Fleiri ágætir menn hafa gefið vilyrði um greinar í blaðið. cndurbyggð, og það er einnig kunn- ugt, að á þeim íbúðum, sem skipað er í I. flokk, þarf að gera nokkrar um- bætur, og af skýrslum yfir bygg- ingar síðustu ára verður séð, að ein- mitt íbúðir i þeim flokki hafa tals- vert verið endurbyggðar. Til þess að fullnægja þeim kröfum, sem við al- mennt gerum til húsnæðis á líðandi tíma, þarf að endurbyggja mjög bráð- lega af þeim íbúðum, sem við höfum nú þegar: 1 stað III. flokks ibúða. . 7550 íbúðir Til endurbóta á II. flokks ibúðum, sem svarar til 1558 ibúða Til endurbóta á I. flokks- íbúðum, sem svarar til 1242 — Samtals 10350 íbúðir Auk þessa þarf samkvæmt reynslu síðustu ára að byggja vegna fólks- fjölgunar, minnkandi mannfjölda í, heimili hverju og mannflutninga innanlands um 465 íbúðir á ári eða 8 ÚT SÝN

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.