Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 15

Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 15
—BÆKUR— Sigurður Gröndal hefur ritað nokkrar bækur og hlot- ið fyrir notalega dóma. Þessi síðasta bók hans: Svart u,esti viS kjólinn er smásagnasafn, liðlega ritað, en efnið smávaxið og nokk- uð einhæft. Rithöfundareinkenni Sig- urðar er mikil fvásagnar- gleði og nokkur síílleikni, En smásöguformið virðist ekki fara honum vel. Undir- aldan í frásögu hans er svo sterk, að smásagan fer út um þúfur. Hnitmiðunin er ekki nógu örugg og nákvæm. Engu að síður er Sigurður Gröndal skáld. En það er skáldsagan miklu fremur en smásagan, sem hentar hon- um. Hann er of stór fyrir smásöguna. Rómaninn mundi fara honum betur. Kristur og Anilvristur. II. — LEONARDO DA VINCI — Rússneski skáldsnillingur- inn Dmitri Mereskowski hefur ritað skáldverk í þrem bindum, er hann nefnir: Kristur og Antikristur. Fyrsta bindi þessa skáld- verks lieitir á íslenzku: Þú hefur sigraó, Galilei; annað bindi: Leonardo da Vinci; og þriðja bindi er um Pétur mikla. Sá, sem þetta ritar, sagði í fyrra um bókina: Þú hefur sigrað, Galilei: „Bók þessi er mikilúðlegt og fagurt skáldverk, er lýsir afburða- vel miklum átökum í hug- arheimum manna. Höfund- urinn er líka oft leiddur til sætis við hlið hinna stór- frægu samlanda sinna og snillinga: Dostoévski, Tur- genév og Tolstoj. Þá frægS á liann fyrst og fremst aði þakka skáldsagnasafni, er hann nefnir: Kristur og Antikristur. í því safni eru þrjár skáldsögur. Er sú, sem, hér um ræðir, fyrsta sagan í því safni, og þó alveg sjálf- stætt skáldverlc“. Bókaútgáfa Leifturs hefur frá upphafi vega, gefið út góðar bækur og á myndar- legan hátt. í fyrra kom fyrsta bindi þessa skáld- verks á markaðinn, og nú ÚTSÝN fyrir skömmu liefur annað bindi, Leonardo da Vinci, komið út á vegum Leifturs. Er aðalsöguhetjan hinn stór- frægi ítalski málari, Leonar- do da Vinci (1452—1519). Leonardo da Vinci er einn af frægustu mönnum, sem, uppi hafa verið — sem mað- ur er hann frægari en Mi- chelangelo eða Shakespeare eða Mozart — vegna þess aði síðari kynslóðir hafa kjörið' hann fulltrúa endurreisnar- tímans. Hann er hið glæsi- lega tákn þeirrar ástríðu að drottna yfir heiminum á öll- um sviðum. En sú ástríða var megineinkenni endur- reisnartímans á Italíu (1350 — 1550), en þann veg var tagður grundvöllur að þeirri menningu, er síðar hefur rutt sér til rúms í Evrópu. Leonardo er fulltrúi öllum öðrum miklum mönnum fremur. Vér getum ekki hugsað oss hann eingöngu sem einstakling, er etur og drekkur, lifir og leikur jafn- an leik við aðra menn. Vér sjáum hann frá upphafi vega stækkaðan af sögninni um; hann, þar sem menn standa álengdar og horfa og hvísla, er hann gekk um strætin í Florenz eða Milano. „Þarna fer hann til þess að mála Kvöldmáltíðina", sögðu þeir hver við annan. Og vér hugsum undir eins um myndina sem frægasta mál- verk í heimi, áður en byrjað var á henni. Hver maður vissi, að hann liafði í höfð- inu frægustu myndina, að hann var fæddur til þess að mála hana; hefja endur- reisnina á hæsta stigið . . . Leonardo er forboði þess, sem maðurinn á að verða, þegar hann kemur í ríki sitt. Hann spáði ekki einungis um hinn nýja listamann eða hinn nýja vísindamann, heldur og um hinn nýja mann, sem á að losna úr erfðaviðjunum og sjá, finna til, hugsa og starfa í öllum efnum af guðlegum sjálfsdáð- um. Þess vegna er hann oss ævintýrahetja, en ævintýri hans gerist ekki í fortíð, heldur í framtíð. Því að spá hans hefur hvergi nærri rætzt enn. Og sjálf vísindin, er hann stofnaði til, kenna oss live erfitt það er mönn- unum að losna við erfðirnar. Það virðist skrítið, að Le- onardo söng orsakasam- bandinu lofsöng eins og Guði. 1 vilja þess fann hann frið og frjálsræði. „Ó, dásamlega nauðsyn,, þú lætur af æðstu vizku all- an árangur vera beina af- leiðing af orsökum þínum, og eftir æðstu og órjúfan- legum lögum hlýðir allt starf náttúrunnar þér sem skjót- ast má verða“. Það er erfitt fyrir oss Norðurmenn að skilja skiln- ingsástríðu Suðurmannsins, jafnvel að sjá, að hún er á- stríða. Erfiðast af öllu er oss að sjá, að í slíkum mönn- um sem Leonardo er feg- urðarástríðan sjálf skilnings- þorsti. Vér draumóramenn- irnir með útlagatilfinning- una getum aldrei eins og hann fundið. að fegurð og veruleiki sé allt eitt. Oss er eftirlíkingin hversdagslegt mál, honum var hún skáld- skapur. Vísindin sjálf voru skáldskapur, og ekkert var Ijótt nema missýningin. „Náttúran hefur af náð sinni séð svo um, að alls staðar i heimi má finna eitthvað til að líkja eftir. Náttúran brýt- ur aldrei lög sín. Það eruih vér, er reynum að finna frjálsræði í lagaleysi, sem er vanþekking, ljótleiki, mis- sýning. Lygin er svo sví- virðileg, að þó að hún lof- aði hin miklu verk Drottins, þá væri það móðgun við guð- dóm lians“. Þarna er trú Leonardos; og sé hún enn of köld fyrir oss, þá er bað af því, að vér höfum ekki i. oss hinn hreina andans eld hans. Vér höfum gott af því, Is- lendingar, að kynnast slík- um manni og samtíð hans í túlkun hins rússneska snill- ings. Björgúlfur ólafsson læknir hefur þýtt bæði hin út- komnu skáldverk Meres- eins og kunnugt er, góður rithöfundur; og svo hug- fanginn hefur liann verið af þessum ritverkum, einkum því fyrra, að íslenzkan leik- ur i höndum lionum. Er þess að vænta, að bækur þessar. seljist svo greiðlega, að inn- an skamms komi út í þýðingu eftir hann þriðja og síðasta bindi þessa stórmerka rit- safns. Eiríkur Albertsson. Hin víðkunna ástarsaga Mobergs: KONA MANNS er komin út í íslenzkri þýðingu Jóns Helgasonar blaðamanns og fæst hjá bóksölum. Þetta er berorðasta og djarfasta, en jafn- framt snjallasta ástarsaga, sem skrifuð hefur verið á Norðurlöndum á síðari áratugum. fslenzka þýðingin er óstytt og hvergi felld ór setning. Draupnisútgáfan. Ábyrgðarmaður: F. R. Valdemarsson. 15

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.