Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 16

Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 16
HIN ÖRA OG DAGVAXANDI SALA ISIÆNDINGASAGNANNA er með eindæmum og sýnir að íslenzka þjóðin vill fyrst og fremst eiga hina ágætu alþýðuútgáfu Sigurð- ar Kristjánssonar af Islendingasögunum — hina gömlu og góðu Islendingasagnaútgáfu í brúnu káp- unni, sem ávallt er ný. Á þessu ári — árinu 1945 — hafa eftirtaldar Islendingasögur verið gefnar út að nýju og sendar í bóka- verzlanirnar til viðbótar þeim Islendingasögum sem fyrir voru: Egils saga Skallagrímssonar. Edda Snorra Sturlusonar Hraínkels saga Freysgoða. r • • Fyrir nokkrum dögum kom í bókaverzlanir ný útgáfa af Islendingaþáttum 42 Síðastliðinn fimmtudag kom ný útgáfa í bókaverzlanir af Gunnlaugs sögu Ormstungu AHar eru þessar Islendingasögur búnar undir prentun af Guðna Jónssyni magister Þrátt fyrir það, að margar stórar Islendingasögur í alþýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar hafa verið gefnar út á þessu ári, þá eru þær allar seldar við svo vægu verða að ekkert annað útgáfufyrirtæki getur boðið yður íslendingasögurnar fyrir neitt svipað verð, og er þó frágangur allur með ágætum. Vegna endurtekinna fyrirspurna skal tekið fram að menn geta alls ekki orðið áskrifendur að al- þýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar af íslendingasögunum, en þér getið keypt Islendingasögurnar ódýrt strax í dag — eina eða fleiri í senn. Hvers virði er það að eiga Islendingasögurnar, ef Sæmundar edda og Snorra edda fylgja ekki með? Athugið að ekkert útgáfufyrirtæki býður yður allar Islendingasögurnar ásamt Sæmundar eddu og Snoddra eddu nema alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjánssonar af Islendingasögunum. Islendingasögurnar í alþýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar eru prentaðar upp að nýju jafnóðum og þær seljast upp — þess vegna er yður mögulegt að nota hin hagstæðu kostakjör og kaupa margar Islendingasögur strax í dag við fyrirstríðs verði. — Munið að reynslan hefir þráfaldlega sýnt að þær Islendingasögur, sem eru til í dag geta verið uppseldar á morgun. Ekki missir sá, er fyrstur fcer! Bókaverzlun Siguröar Kristjánssonar BANKASTRÆTI 3.

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.