Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 11

Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 11
ÚTSÝN ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Afgreiðsla og auglýsingar: Auglýsingaskrifstofa E. K., Austurstrœti 12, sími 4878. N E I FYRIR rúmu ári, 17. júní 1944, varð ísland á ný alfrjálst ríki stjórn- arfarslega, laust úr öllum tengslum við önnur ríki. Þetta var mesti hátíð- isdagurinn í lífi jjjóðarinnar. Hún hafði beðið þessarar stundar í marg- ar aldir og vonin um algert sjálfstæði hafði aldrei slokknað með öllu i hjörtum beztu manna hennar öll þau ár, sem hún hafði orðið að búa við erlenda yfirdrottnun. Þegar stund frelsisins nálgaðist, greip svo mikil óþreyja stjórnmálaleiðtoga okkar, að þegar nokkrir menn hreyfðu því, hvort eklci væri rétt að bíða með hin formlegu sambandsslit, þar tii sam- bandsþjóð okkar, Danir, væru aftur frjáls þjóð og gæti við okkur talað, var slík frestunartillaga talin ganga landráðum næst. Var þó öllum ljóst, að iiér var aðeins um örstuttan tíma að ræða, enda reyndist hann tæpt ár. Þessi óþolinmæði var að vissu leyti skiljanleg, því að eins og Christmas Möller sagði: Þeim, sem beðið hafa í aldir, þykir biðin orðin nógu löng. Fyrir ári síðan bundust allir Islend- ingar heitstrengingum að gæta fjör- eggs þjóðarinnar, sjálfstæðisins og að! láta eld þess aldrei deyja. Bandaríki Norður-Ameríku voru fyrsta ríkið, sem viðurkenndi full- veldi íslenzku þjóðarinnar og kunnu íslendingar þeim miklar þakkir fyrir. Er enginn vafi á því, að hin drengilega afstaða Roosevelts forseta á þessari stundu hafði úrslitaþýðingu til þess, að lýðveldisstofnunin fékk svo-'Skjóta og ótvíræð^ viðurkenningu annarra þjóða. Um nokkurt skeið liafa tvær af stór- þjóðunum haft hér hernaðarbæki- stöðvar, en báðar höfðu þær lýst því yfir hátíðlega, að þær inyndu hverfa héðan burt með allan herafla sinn og afhenda öll mannvirki íslenzkum yfirvöldum jafnskjótt og bundinn ÚTSÝN væri endir á styrjöldina. Þessum lof- orðum hafa íslendingar treyst, og við höfum enga ástæðu til að halda, að þau verði ekki uppfyllt. En nú höfum við verið spurðir, hvort við viljum ekki leigja erlendu stórveldi hluta af landi okkar sem bækistöðvar fyrir flug- og flotahafnir. Þar með væri hluti af landinu og raunar landið allt komið undir yfir- ráð annarrar þjóðar — að vísu með oldcar eigin samþykki og máske fyrir Til lesendanna Blaði þessu er ætlað að flytja fréttir, innlendar og útlendar, greinar um þjóðfélags- og menningarmál, svo sem bókmenntir, listir, tækni og vísindi. Ennfremur, þegar rúm leyfir, fram- lialdssögu og stuttar smásögur og annað til skemmtilesturs og dægra- styttingar. Þá hafa og verið gerðar ráðstafanir til þess, að blaðið gæti flutt meira af myndum með efninu, þegar fram líða stundir. Stjórnmál mun blaðið ekki láta af- skiptalaus með öllu, en er þar óháð öllum flokkum. Hefur blaðið að því leyti sérstöðu meðal þeirra blaða, sem, nú koma út hér, þeirra sem nokkuð láta stjórnmál til sín taka. Blaðið er að þessu leyti, og ýmsu öðru, tilraun og hlýtur reynslan að skera úr þvi, hvernig lesendunum geðjast að slíkri nýbreytni. borgun — en livar væri þá sjálfstæði landsins í framtíðinni? Höfum við þá háð sjálfstæðisbar- áttu öldum saman til þess að geta sjálfir afsalað okkur sjálfstæðinu, dag- inn eftir að við fengum það í hendur? Sjálfstæðið er einmitt rétturinn til að ráða óskorað yfir landinu án íhlutun- ar annarra þjóða. Um leið og við samþykktum her- vernd Bandaríkjanna værum við ekki lengur sjálfstæð þjóð, heldur verndar- ríki, stjórnarfarslega miklu háðari öðru ríki heldur en nokkru sinni Danmörku, áður en sambandsslitin fóru fram. Er ekki yfirleitt óþarfi að ræða þetta mál a þeim grundvelli, að til mála geti komið, að við semjum um það að gefa okkur undir vernd ann- arrar þjóðar og gefum henni eða leigjum hernaðarbækistöðvar á landi okkar? Þetta virðist svo auðsætt mál, ef 611 okkar sjálfstæðisbarátta hefur ekki verið skrípaleikur, að þess vegna er óþarfi fyrir ríkisstjórn og Alþingi að bíða með það að gera þjóðinni málið kunnugt opinberlega. Enginn vafi get- ur verið um vilja þjóðarinnar í þessu efni og eftir honum verður þing og stjórn að fara í grundvallaratriðum. Mannkynið er nýbúið að standast einhverja mestu eldraun sögunnar, aðra heimsstyrjöldina. Lýst hefir ver- ið yfir sigri þeirra hugsjóna lýðræðis og sjálfstæðis þjóðanna, sem við ís- lendingar yfirleitt höfum trúað á og viljað unna sigurs. Unnið er að því af beztu mönnum heimsins að finna ráð til að tryggja friðinn í heiminum. Hin geigvænlega uppfinning, kjarnorkusprengjan, hef- ur fært öllum hugsandi mönnum heim sanninn um það, að í nýrri heimsstyrjöld myndi öll siðmenning heimsins tortímast eða því sem næst. Við íslendingar hljótum að fagna hverri ærlegri tilraun, sem gerð er til að koma á alþjóðlegu skipulagi til þess að tryggja friðinn, því að án alþjóðlegs samstarfs eða jafnvel samstjórnar verður það ekki gert. Við hljótum að æskja eftir slíku sam- starfi, þar sem allar þjóðir séu jafn- réttháar eða lúti sömu reglum í meg- inatriðum. Ennþá hefur ekki verið sýnt fram á, livernig væri hægt að samrýma skipulag, sem gæti tryggt heimsfrið- inn, fullveldi hverrar þjóðar. Ef til vill verður nauðsynlegt, að allar þjóðir slái af kröfum sínum um algjört full- veldi, til þess að unnt megi verða að tryggja heimsfriðinn. En þess verður ekki krafizt af minnstu þjóð heimsins, að hún ein færi slíkar fórnir vegna öryggis lieimsins, hvað þá heldur vegna ör- yggis einstakra annarra þjóða eða einnar þjóðar. Miklu fremur mætti segja, að slíkra fórna mætti ekki krefj- ast af smáþjóðunum vegna. þeirrar þjóðernislegu hættu, sem yfir þeim vofir í því sambandi. Að óreyridu verður ekki trúað öðru en að hver Islendingur geri skyldu sína í þessu máli, að hann skilji að til eru mál, sem ekki er hægt að verzla með, sem ekki er hægt að semja um. Undanfarið liefur íslenzka þjóðin dansaði í kringum gullkálfinn, sá dans stendur enn sem hæst. Það getur verið, að gullkálfurinn fái mál og segi: Ég krefst þess. að þið fallið fram og tilbiðjið mig. En þá á svarið að vera: Aldrei að eilífu. 11

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.