Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 9

Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 9
ÆÐISMÁLI N RNÓR SIGURJÓNSSON 4650 á 10 árum. Ef við vildum hafa séð allri þjóðinni fyrir mannsæmandi íbúðum að 10 árum liðnum, þyrftum við þvi að byggja 15000 íbúðir á næstu 10 árum eða 1500 íbúðir á ári, þar af: 1 sveitum .... ca. 480 íbúðir - kauptúnum . — 150 — - kaupstöðum -—- 220 — - Reykjavík . . — 650 — Er þá ekki gert ráð fyrir meiri fólksfjölgun í kaupstöðunum og i Reykjavík en á öllu landinu samtals íekki fólksfækkun í sýslunum). En á síðustu árum hefur verið eins mik- il eða meiri fólksfjölgun í Reykjavík einni en á öllu landinu, og haldi því áfram, þarf að byggja enn fleiri íbúð- ir en hér er gert ráð fyrir, og yrði sú aukning bygginganna að vera í Reykjavík. Þetta eru svo háar tölur, að búast má við því, að margir vilji hugsa sig um, áður en þeir trúa þeim. En það skal fullyrt, að sú atbugun, sem ég hef á þessu gert, hefur verið gerð af þeirri gaumgæfni, sem ég hef orku til, og þeirri reglu fylgt, að gera hvergi meira úr íbúðaþörfinni en efni standa til. Annars munu Reykvíkingar ekki telja, að of mikið sé gert úr bygg- ingaþörfinni hjá þeim, þó að þeir kynnu að trúa því, að svo sé hjá öðr- um. En líkt mundi hverju byggðar- lagi fara, er sæi yfirlit það, sem gert hefur verið yfir ástand bygginga og ibúðaþörf hjá því. Sá er eldurinn heit- astur, er á sjálfum brennur. ★ Eins og nú stendur, kostar í Rvík um 100 þús. kr. að byggja góða þriggja herbergja ibúð. Engin rök sýn- ast að því hniga, að miklu ódýrara sé að byggja jafngóða íbúð annars staðar. 1500 íbúðir á ári mundu því kosta um 150 millj. kr. Jafnframt þessum 1500 íbúðum þyrfti svo að reisa aðr- ar byggingar fyrir minnst 50 millj. kr., þ. e. geymslur ýmiskonar, pen- ingshús i sveitum, verzlunar- og verk- smiðjuhús í bæjum o. s. frv. Svona Ú T SÝN miklar byggingar eru á yztu mörkum getu okkar bæði um fjárfestingu og vinnuafl, ef halda á öðrum atvinnu- vegum en byggingaratvinnu gangandi. Ef við viljum ná þvílíku marki sem þessu, megum við þvi ekki leyfa okk- ur að eyða fé og kröftum í óþarfar byggingar, og við megum heldur ekki eyða fé og kröftum i að byggja nokkra íbúð af ofrausn eða oflæti. Þessar um- sagnir eru að vísu miðaðar við þá tækni, sem nú er i byggingariðnaði okkar. Með meiri vélakosti og auk- inni vinnukunnáttu getum við eflaust sparað okkur mikla mannsorku (,,vinnuafl“) við byggingar þegar á næstu 10 árum, en það, sem við gæt- um sparað fjármunalega við bygging- ar með þeim hætti, færi að verulegu leyti í vélakaupin, svo að fjárfesting- in yrði nokkurn veginn hin sama. ★ Ef um nokkurt skipulag er að ræða í byggingarmálum okkar nú, er það helzt á þá leið, að efnaðasta fólkið- byggir aðallega íbúðirnar (eða kaup- ir íbúðir, sem húsameistarar byggja á eigin áhættu), flytur síðan þangað úr minni eða lélegri íbúðum, sem nokkru efnaminna fólk kaupir eða tekur á lcigu, en rýmir um leið enn lélegri íbúðir handa fólki, sem hefur enn minni úrkosti. Þegar öll skil eru upp gerð, verður að lokum fátækasta og barnflesta fólkið eftir húsnæðis- laust á götunni. Svona er þetta í aðal- atriðum í Reykjavik og stærri kaup- slöðunum, þar sem fólkinu fjölgar. Þetta skipulag, ef skipulag skyldi kalla, hefur það tvennt í för með sér, að ákaflega miklu er sóað í ofrausn og oflæti í byggingum, og að við berum út börn og drepum heilsuveilt og fá- tækt fólk í hugsunar- og skeytingar- leysi án þess að sjá og vita, hvað við erum að gera. Til marks um sóunina hefur fróður byggingarmaður sagt mér, að á þessu ári, sem er að líða, sé verið að byggja 10 sumarbústaði frá Reykjavík, sem hver kostar 250 þús. kr. eða þar yfir. Þetta hef ég ekki tekið sjálfur til athugunar, en ég tek það trúanlegt, enda veit ég um mörg dæmi þess, að mjög mikið fé og vinnuafl er lagt í byggingu sumarbú- staða. Einnig eru mörg dæmi þess, að barnlaus hjón hafa tekið til íbúðar nýjar íbúðir, sem í eru 4—7 herbergi og eldhús. En á meðan þessu fer fram, búa að minnsta kosti 10 þúsundir manna i Reykjavík í allsendis ófull- nægjandi íbúðum, lekum og köldum hermannaskálum, skúrdjöflum, sem eru óhæfir mannabústaðir, kjallara- holum, þakherbergjum eða svo þröngt, að engin hæfa er á. Og þó býr hlutfalls- lega fleira fólk í mannsæmandi hí- býlum í Reykjavík en annars staðar á landinu. Þeir, sem byggja sér sumarbústaði fyrir 50—500 þús. krónur hvern, þykjast hafa heimild til þess, því að þetta séu þeirra peningar. Þeir, sem byggja sér eða taka sér 5—7 herbergja íbúðir fyrir tveggja manna heimili, telja sig með sama rétli hafa heim- ild til þess. Þar að auki finnst þeim, sem þetta gera, þeir liafa náttúrleg- an rétt til þess vegna afreka sinna og atgervis eða einhverrar ágætrar þjón- ustu í þágu þjóðfélags síns. Þetta er allt gott og blessað frá þeirra sjónar- miði, og aðrir taka þeirra sjónarmið góð og gild, þar til þeir standa sjálfir á götunni húsnæðislausir og jafnvel líka þá. En þetta sjónarmið getum við ekki leyft okkur, ef við viljum ekki bera út börn og drepa heilsu- veilt og fátækt fólk i hugsunarleysi, skeytingarleysi og tilfinningaleysi. Við höfum ekki efni á að byggja bæfii af stórkostlegri ofrausn fyrir fáa út- valda og sæmilega fyrir alla. Okkur eru hau takmörk sett, að við verðum að velja á milli þessa tvenns, annaS lwort ofrausn fyrir fáa cða sæmilega úrlausn fyrir alla. Ef við veljum sæmilega úrlausn fyr- ir alla, höfum við enn a. m. k. um tvær leiðir að velja. önnur er sú, að bæjar- og sveitarfélögin taki bygg- ingarmálin í sínar hendur, byggi fyr- ir þá, sem mesta þörf hafa, og leigi þeim síðan þannig, að hæfilegt þyki. Hin er, að þjóðfélagið sjái þeim, sem mesta þörf hafa fyrir ný mannsæm- andi híbýli, fyrir aðgangi að nægilegu vaxtalágu lánsfé til þess að koma hí- býlunum upp á eigin ábyrgð. Síðari leiðin er flóknari í framkvæmd, dýr- ari og seinfærari, en hún fer nær hugsunarhætti okkar á líðandi tíma um þjóðfélagsmál, hefur líka þann kost, að hún kallar fleiri til hugsunar (Frh. á 12 bls.). 9

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.