Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 3

Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 3
 r.i.-rx HVAÐ ER AÐ GERAST? Hvorki traust né vantraust Frá aðalfundi flokksstjómar Alþýðuflokksins. NYAFSTAÐINN er aðalfundur flokksstjórnar Alþýðuflokksins. I flokksstjórninni eiga sœti 50 ruanns, þar af 25 úr Reykjavík og Hafnar- firði og 25 víðsvegar af landinu. Uni 40 manns sóttu fundinn. Formaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóh. Stefónsson, gaf í fundarbyrjun skýrslu um störf flokksins o. fl„ en ráðherrar flokksins, Emil Jónsson og Finnur Jónsson, um stjórnmálasam- starfið. 1 fyrstu rœðu sinni ræddi formað- urinn ýtarlega um þátttöku sína í stofnun hins nýja heildsölufyrirtækis „Sölumiðstöð sænskra framleiðenda", sem mjög hefur verið um rætt í blöð- um undanfarið, og endaði ræðu sína með orðum Marteins Lúthers: „Hér stend eg og get ekki annað“. Eftir að skýrslum forystumanna flokksins var lokið, snerust svo að segja allar umræður fundarins um þetta eina mál. Átöldu ýmsir fundar- manna þátttöku formannsins í verzl- unarfyrirtæki þessu og töldu, að hún myndi skaða flokkinn stórum. Aðrir vörðu gerðir formannsins mjög ein- dregið og kröfðust þess, að fundurinn lýsti trausti á honum. Engin tillaga kom þó fram, hvorki um traust né vantraust, enda mun hafa verið talið vafasamt um úrslit slíkrar atkvæðagreiðslu. í fundarlok var samþykkt eindregið traust til ríkisstjórnarinnar, lýst fylgi við tillögur um almannatryggingar, ÚTSÝN INNLENDAR sem Haraldur Guðmundsson hafði skýrt fyrir fundinum og kosin 7 manna nefnd til að semja kosningar- stefnuskrá fyrir flokkinn. Vildi ekki styðja stjórnina Fjórmenningarnir liafa sérstöðu áfram. Það vakti athygli í sambandi við setningu Alþingis, að kosningu for- seta þingsins var frestað í þrjá daga. Gísli Sveinsson sýslumaður hefur ver- ið forseti Sameinaðs Alþingis undan- farin ár. Nú munu honum hafa verið settir þeir kostir af flokki hans, að liann lýsti sig fylgjandi ríkisstjórn- inni, sem Sjálfstæðisflokkurinn styð- ur. Ella yrði liann ekki endurkosinn í þessa mestu virðirtgarstöðu þings- ins. Á síðasta þingi var Gísli í hópi þeirra 5 þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins, sem þá vildu ekki styðja stjórn- ina. Hinir fjórir voru Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson frá Reynistað, Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður í Dalasýslu og Ingólfur Jónsson frá HelJu, en talið er, að hinn siðast- nefndi hafi nú gengið í lið með stjórninni. Gísli mun hafa neitað að snúast til liðs við stjórnina, enda varð hann af forsetatigninni. Þeir fjórmenningar munu halda áfram að hafa sérstöðu innan Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi. Manni einum varð að orði, þegar hann heyrði fréttina um að Banda- ríkin færu fram á að fá herbæki- stöðvar á islandi: Mér finst að stjórn- in okkar ætti að svara þessari mála- leitan með því að bjóða Bandaríkjun- um Grímsey. Vér vitum ekki hvað maðurinn var að liugsa. En er ekki vinátta hinna „engilsaxnesku þjóða“, sem Vísir tal- ar um, okkur meira virði en eyðisker þetta? FRÉTTIR Sœnsku bátunum seinkar um 3—6 mánuði Verða ekki komnir fyrir vetrarvertíð. I Svíþjóð er verið að byggja fiskibáta handa íslendingum fyr- ir 20—25 milljónir króna. Bát- arnir, 50 að tölu, áttu upphaflega að vera komnir hingað fyrir síð- ustu síldarvertíð, en nýlega hafa borizt fréttir um, að þeim muni enn seinka um 3—6 mánuði og að þeir verði yfirleitt ekki komn- ir fyrir næstu vetrarvertíð. Bátarnir sjálfir eru tilbúnir. Voru það þegar eftir síðustu áramót. Það sem stendur á, eru vélarnar í þá. Af- hending bátanna fyrir síldarvertíð, eins og umsamið var, fórst fyrir vegna málmiðnaðarverkfallsins i Sví- þjóð á síðastl. vetri. í ágúst tilkynntu umboðsmenn Is- lendinga við smíði bátanna, þeir Ein- ar Einarsson fyrrum skipherra, Bárð- ur G. Tómasson, skipaverkfræðingur og Ólafur Sigurðsson vélfræðingur, að fyrstu bátarnir mundu verða tilbúnir í október. Voru þá sendir vélamenn héðan til þess að vera viðstaddir nið- ursetningu vélanna. Var kaupendum þá gefinn kostur á þrenns konar um- búnaði á skrúfum skipanna. En er til kom, urðu allir að taka þann um- búnað, sem stytztan tíma tæki að koma í bátana, gírskiptingu. Þegar sá umbúnaður var prófaður á landi, töldu umboðsmenn okkar liann óhæf- an, en Svíar neituðu að taka mótmæli þeirra til greina. Verður að fá úr þeirri deilu skorið með reynslu á vél í bát um nokkurn tíma. Tefst afhend- ing bátanna af þeim sökum enn í 3 til 6 mánuði. Er það mikið tjón, ef svo fer sem nú lítur úl fyrir, að þessi mikla aukn- ing fiskiskipaflotans verði ekki komin fyrir vetrarvertíð. Fyrirhugað var, að sænsku bátarnir yrðu hin vönduðustu skip, enda kosta 3

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.