Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 4

Útsýn - 15.10.1945, Blaðsíða 4
þeir 350—500 þús. kr. hver, og fylgir þeim margs konar útbúnaður, sem venjulega fylgir ekki fiskiskipum hér. Kaup sænsku bátanna er liður í þeirri sjálfsögðu stefnu, sem allir landsmenn, án tillits til flokka, eru fylgjandi, að fá sem fyrst fullkomin framleiðslutæki inn í landið í stað hinna úreltu tækja, sem við nú verð- um að notast við. Auk þessara báta hefur þegar verið samið um smíði 50 minni fiskibáta innanlands og verið er að ganga frá samningum um byggingu 30 togara í Englandi. Ríkiö grœðir milljónir á verzlun með bíla og bragga Áfengisverzlunin ein er gróðavænlegri. íslenzka ríkið mun græða marg- ar milljónir króna á verzlun með eignir, sem það keypti af brezka og ameríska setuliðinu. Álagning þess á bíla, sem seldir hafa verið í sumar, nemur í mörgum tilfellum 200—250%. Mun þetta vera einhver hin arðvæn- legasta verzlun, sem hér á landi er rekin, þegar frá er talin sjálf Áfeng- isverzlun ríkisins, sem í fyrra færði ríkissjóði um 30 millj. kr., en gizkað er á, að í ár muni ágóðinn ef til vill komast upp í 40—50 millj. kr. Gætu tekjur ríkissjóðs af verzlun (með á- fengi, tóbak, bragga og bíla) þá orðið milli þriðjungs og helmings af öllum ríkistekjunum. 1 fyrravor, þegar Bretar og Banda- ríkjamenn tóku að flytja herlið sitt héðan vegna innrásarinnar í Frakk- land, sem þá stóð fyrir dyrum, keypti íslenzka ríkið mestalla „bragga" hersins. Hcfur það síðan rekið verzlun með þá með miklum hagnaði. Má fullyrða, að timbur úr þeim hefur i ýmsum tilfellum verið selt eins dýrt eða dýrara en nýtt timbur. í sumar hófst svo bílaverzlunin og hefur hún reynzt ríkissjóði ennþá gróðavænlegri, enda mun verðlags- eftirlitið ekki ná til þeirra viðskipta. Ríkisstjórnin mun hafa keypt „jepp- ana" á kr. 3.300,00 hvern, en selt þá á kr. 8.500,00—9.000,00. Fólksbílar, sem keyptir voru á kr. 4.500,00 eru seldir á kr. 15.000,00—18.000,00; litl- ORÐSENDING BANDARlKJANNA (Frh. af 2. bls.). Churchill komst svo að orði í stuttri ræðu, sem hann hélt af svölum Alþingishússins 16. ág. 1941: „Eftir að viðureign þeirri er lokið, sem nú stendur yfir, munun> vér ásamt Bandaríkjunum sjá um, að lsland fái sitt fullkomna frelsi. Það er vilji vor, að menningarfortið; yðar megi tengjást framtíðarmenn- ing yðar sem frjálsrar þjóðar". Þá má minna á, að þegar lýðveldið var stofnað 17. júní 1944, varð Banda- ríkjastjórn fyrst allra rikisstjórna til að viðtirkenna lýðveldið, enda taldi íslenzka ríkisstjórnin sig hafa fengið loforð fyrir þeirri afstöðu þegar haustið 1942, að því tilskildu, að beðið væri með lýðveldisstofnunina, þar til tími sambandslaganna væri út- runninn. Sumarið 1944, skömmu eftir lýð- veldisstofnunina, fékk Sveinn Björns- son, forseti Islands, heimboð frá for- seta Bandaríkjanna og fór þáverandi utanríkisráðherra, Vilhjálmur Þór„ með honum. 1 þessari ferð átti Vil- hjálmur Þór viðtal við ameríska blaðamenn og lét hann þá svo um mælt: „1 sambandi við blaðaskrif hér í Bandaríkjunum um framtíðarbæki- stöðvar Bandaríkjanna á IsJandi vil ég gjarnan taka þetta fram: Vér íslendingar höfum nýlega öðlazt fullt stjórnmálasjálfstæði með endurstofnun hins íslenzka lýðveld- is. Vér höfum ríka sjálfstæðis- kennd, og vér stofnuðum ekki lýð- .veldi vort í þeim tilgangi að verða ósjálfstæðari en áður. Vér ætlum oss að eiga land vort allt og án erlendrar ihlutunar"...... „1 samningnum skuldbinda Bandaríkin sig til „að strax og nú- verandi hættuástandi í milliríkja- viðskiptum er lokið skuli allur slík- ur herafli og sjóher látinn hverfa á brott þaðan, svo að íslenzka þjóðin ir vörubílar á kr. 12.000,00—14.000,00 en kostuðu kr. 4.000,00; vörubílar af meðalstærð kostuðu kr. 7.000,00 en voru seldir á kr. 18.000,00—20.000,00 og stórir vörubílar voru keyptir af setuliðinu á kr. 7.500,00 en seldir aftur á kr. 20.000,00—23.000,00. Bílar þessir hafa reynzt mjög mis- jafnir að gæðum, enda margir mikið notaðir og illa meðfarnir. og ríkisstjórn hennar ráði algjörlega yfir sínu landi". Ég hef aldrei ef- azt um þetta atriði. Vér vitum, að samningurinn mun verða nákvæm- lega haldinn. Þess vegna þykir oss leitt, þegar þaS er gefi5 i skyn í blöðum hér, að Bandaríkin eigi að eignast hernaSarbækistöovar á Islandi, aS stríSinu loknu, /neS leigu e5a eigna- umráði, einkum þegar slík ummæli eru höfö eftir stjórnmálaleiStog- um .....". Afstaða Islendinga. Þegar herverndarsamningurinn var ræddur á Alþingi 1941, voru allir þingmenn á einu máli um það, að rétt væri að setja þau skilyrði, sem rakin hafa verið hér að framan, og þá fyrst og fremst þau, að Bandaríkin skyldu fara með allan herafla sinn af landi burt, þegar að stríðinu loknu. Að vísu greiddu þáverandi þingmenn Sósíalistaflokksins atkvæði gegn her- verndarsamningnum sem heild, en þeir töldu hins vegar rétt, að beöið væri um hervernd allra þriggja stór- veldanna, Bandarikjanna, Bretlands og Rússlands. Þó að ýmsar raddir hafi komið fram um það, að Islendingum sé það mikil nauðsyn, að viðskipta- og menn- ingarsambönd þau, sem myndazt hafa við Bandaríkin á striðsárunum, hald- ist í framtíðinni, hafa allir, sem látið hafa til sín heyra um það mál — að einum undanteknum —¦ talið sjálf- sagl, að það yrði einhuga krafa ís- lendinga, að staðið yrði við loforðin í herverndarsamningnum um, að allt herlið Bandamanna yrði á brott úr landinu eins fljótt og auðið yrði eftir ófriðarlokin. Enda þótt nokkur tími sé nú þeg- ar liðinn frá ófriðarlokum, hafa menn sætt sig við það, að nokkur herafli sé enn eftir í landinu, þar sem vitað er, að það tekur langan tíma að leysa upp svo stórkostlegan herafla sem herir Bandamanna eru. En einmitt nú voru menn farnir að vænta þess, að þess dags væri skammt að bíða, að Islendingar fengju á ný óskoruð yf- irráð yfir öllu landi sínu. Enn er ekkert vitað um afstöðu einstakra stjórnmálamanna eða flokka til hins nýja viðhorfs, þótt liðið sé á aðra viku síðan orðsending Banda- ríkjanna kom. (Frh. i næsta dálki.). ÚTStN

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.