Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 17
Hvað skiptir meira máli á vett­vangi stjórnmálanna en að virða eftirsókn þjóðarinnar eftir nýrri stjórnarskrá? – skýran vilja eins og hann birtist í þjóðaratkvæða­ greiðslunni 2012 og aftur í tveim nýjum skoðanakönnunum á þessu ári. Ekkert – ekkert! – skiptir meira máli að minni hyggju. Lýðræðisveizluspjöll Alþingi bauð kjósendum 2012 til mikilvægustu atkvæðagreiðslu sem fram hefur farið í landinu, sannkall­ aðrar lýðræðisveizlu þar sem kjós­ endur fengu færi á að segja hug sinn til gamalgróinna ágreiningsefna milli­ liðalaust, þ.e. án þess að stjórnmála­ flokkarnir hefðu smalað á kjörstað og haldið uppi linnulausum áróðri kostuðum af harðdrægum hagsmuna­ samtökum. Peningar komu hvergi við sögu. Þetta var þjóðaratkvæðagreiðsla eftir reglunni: Einn maður, eitt atkvæði. Úrslitin reyndust vera í fullu samræmi við þá vitneskju sem fyrir lá skv. ítrekuðum skoðanakönnunum um afstöðu kjósenda til helztu mála svo sem auðlinda í þjóðareigu og jafns vægis atkvæða. Úrslitin þurftu ekki að koma neinum á óvart þar eð frumvarp Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnar­ skrár speglaði þjóðarviljann. Þess var vandlega gætt að hafa frumvarpið í sem fyllstu samræmi við niðurstöðu þjóðfundarins 2010 þar sem fulltrú­ arnir höfðu verið valdir af handahófi úr þjóðskrá. Hefðu kjósendur hafnað nýju stjórnarskránni 2012 hefðu þeir komið aftan að sjálfum sér. Það gerðu þeir ekki. Þeir reyndust fyllilega sam­ kvæmir sjálfum sér. Frumvarpið hlaut stuðning 67% kjósenda. Auðlinda­ ákvæðið hlaut stuðning 83% kjós­ enda. Skýrari gat niðurstaðan varla verið. Þjóðin hafði talað. Þinginu bar að hlýða. Möglunarlaust, líkt og Bandaríkjaþing gerði 1787. Auðlindir í þjóðareigu Hvað segir auðlindaákvæðið? Það segir einkum tvennt. Annars vegar þetta: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sam­ eiginleg og ævarandi eign þjóðarinn­ ar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ Og hins vegar þetta: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýt­ ingar auðlinda eða annarra takmark­ aðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auð­ lindunum.“ Fulltrúi Vinstri grænna á Alþingi breytti „fullu gjaldi“ í „eðlilegt gjald“ þvert gegn rökstuddum tilmælum Stjórnlagaráðs. Fyrir þingmanninum vakti trúlega að blíðka útvegsmenn með því að reyna að tryggja þeim stjórnarskrárvarinn afslátt af fullu gjaldi. Réttast væri að færa orðalagið aftur í upprunalegt horf. Stjórnar­ skrárnefnd Alþingis 2013­2016 gerði síðan fyrir luktum dyrum aðra tilraun til að úrbeina auðlindaákvæðið enn frekar og tvö önnur ákvæði til við­ bótar, en atlagan mistókst eins og vita mátti og var aðstandendum sínum til minnkunar. Hvað segja kjósendur? Í janúar 2017 gerði Félagsvísinda­ stofnun Háskóla Íslands könnun á afstöðu kjósenda til nýju stjórnar­ skrárinnar. Frá þeirri könnun var ekki sagt opinberlega af einhverjum ástæðum, en hún sýndi að 72% þeirra sem tóku afstöðu lýstu sig hlynnta því að „á komandi löggjafarþingi verði lagt fram frumvarp að nýrri stjórnar­ skrá byggt á tillögu stjórnlagaráðs frá 2011“. Í september sl. birti MMR síðan niðurstöður nýrrar könnunar sem tekur af öll tvímæli um afstöðu kjósenda. Þar kemur m.a. þetta fram: • 70% þeirra sem taka afstöðu telja „mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili“. • Stuðningurinn er mikill úti á landi (63%) og enn meiri á höfuðborgar­ svæðinu (74%). • Meiri hluti stuðningsmanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins styður nýja stjórnarskrá. Stuðning­ urinn er mestur meðal stuðnings­ manna Pírata (99%) og Samfylkingar (98%), næstmestur meðal þeirra sem styðja Vinstri græna (92%), næst koma stuðningsmenn Viðreisnar (61%) og þá Framsóknar (55%). Þeir sem styðja Sjálfstæðisflokkinn reka lestina (19%). Björt framtíð var ekki skráð sérstaklega. • Stuðningurinn er meiri meðal lág­ tekjufólks (78%) en meðal hátekju­ fólks (67%). • Aðeins tveir hópar hafa á að skipa fleiri andstæðingum nýju stjórnar­ skrárinnar en stuðningsmönnum. Annar er Sjálfstæðisflokkurinn sem þegar hefur verið nefndur (19%). Hinn hópurinn er – haldið ykkur nú fast! – stjórnendur og æðstu emb­ ættis menn; innan við helmingur þeirra styður nýja stjórnarskrá (43%). 1. desember 2018 Sjálfstæðisflokkurinn hefur málað sig út í horn. Nýs Alþingis bíður að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar eins og hann setti Framsókn til hliðar af hliðstæðu tilefni 1942 og 1959. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem staðfestir nýja stjórnarskrá án frekari tafar og tilrauna til skemmdarverka. Þá mun þjóðin geta fagnað 100 ára afmæli fullveldisins 1. desember 2018 með sæmd. Ekkert skiptir meira máli Þorvaldur Gylfason Í dag Við þurfum nýja ríkisstjórn sem staðfestir nýja stjórnarskrá án frekari tafar og tilrauna til skemmdarverka. Þá mun þjóðin geta fagnað 100 ára afmæli full- veldisins 1. desember 2018 með sæmd. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Passat GTE Variant togar í mann. Passat GTE Variant. Dráttarbeisli fylgir. Nú fylgja dráttarbeisli með öllum Volkswagen Passat GTE Variant. Hann er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þú kemst flestra þinna ferða á raforkunni einni saman, en í langferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Láttu það eftir þér að krækja í nýjan Passat GTE Variant. Verð frá 4.930.000 kr. Við látum framtíðina rætast. S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 1 2 . o k T ó B e R 2 0 1 7 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -8 9 1 0 1 D F 4 -8 7 D 4 1 D F 4 -8 6 9 8 1 D F 4 -8 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.