Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 40
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . o K tó B e R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U RvetRARdeKK Það felst enginn sparnaður í því að gefa afslátt af öryggi. Hjól-barðar eru án efa eitt mikil- vægasta öryggistæki ökutækisins og lófastór flötur hjólbarðans, sem er eina snerting ökutækisins við veginn, þarf að vera í fullkomnu lagi,“ segir Einar Magnús Magnús- son, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Einar hvetur neytendur til að kynna sér vel niðurstöður prófana á hjólbörðum áður en keypt eru vetrardekk og velja þau dekk sem fá hæstu einkunn miðað við fyrir- hugaða notkun og aðstæður. „Þau kunna að vera dýrari fyrir budduna en á móti kemur að það helst oft í hendur að ending þeirra er miklum mun meiri en ódýrari vetrardekkja. Því eru talsverðar líkur á að sparnaður felist í hærri stofnkostnaði á endanum.“ Við kaup á vetrardekkjum brýnir Einar fyrir bíleigendum að hafa hugfast að þau uppfylli öll skilyrði þess að geta talist vetrar- hjólbarðar. „Leita skal staðfestingar á því út frá merkingum sem finna má á hjólbörðunum. Einnig borgar sig að leita staðfestingar á gæðum hjólbarða og öryggi með merk- ingum sem skylt er að fylgi nýjum hjólbörðum.” Hitastig hefur einnig áhrif á hjól- barða. „Þess vegna er efnablanda hjól- barða sem ætlaðir eru til notkunar á sumrin önnur en hjólbarða sem ætlaðir eru til vetraraksturs,“ útskýrir Einar. „Sumardekk harðna þegar kólnar í veðri og veita því minna veggrip á veturna. Vetrar- dekk eru hins vegar með efnis- blöndu sem heldur meiri mýkt í frosti og kulda og tryggir þar af leiðandi betra veggrip, auk þess að vera með grófara mynstur sem veitir betra grip í hálku og snjó. Þannig er efnisblanda vetrardekkja of mjúk fyrir akstur að sumarlagi og getur valdið óstöðugleika í beygjum og lengri hemlunarvega- lengd.” Þegar kemur að heilsársdekkjum segir Einar gott að hafa í huga að þau séu í flestum tilfellum gróf- munstruð sumardekk. „Gúmmí- blandan í heilsársdekkjum er þar af leiðandi harðari og í frosti geta þau orðið glerhörð, hál og óstöðug, og grípa þá verr í vetrarfærinu.“ dekk fyrir drullu og snjó Neytendur geta þekkt vetrarhjól- barða út frá merkingum á hliðum þeirra. „Ýmist eru notaðir bókstafirnir M og S sem standa fyrir ,mud‘ og ,snow‘, eða drullu og snjó, en dekk frá Norður-Ameríku bera mynd af snjókorni inni í útlínum fjalls og er merkið staðfesting á því að hjól- barðinn sé hannaður fyrir erfiðar vetraraðstæður,“ útskýrir Einar. Hann bendir á að auðvelt sé að finna á netinu umsagnir og saman- burðarprófanir á gæðum hjólbarða í hálku og snjó. „Mikilvægast er að spara ekki við sig þegar hjólbarðar eru valdir, að velja vetrardekk sem henta best aðstæðum sem líklegast er að verði á vegi manns og að virkni þeirra sé athuguð við samsvarandi aðstæður. Samkvæmt ábendingu frá Rann- sóknarnefnd samgönguslysa tekur The Scandinavian Tire & Rim Organization (STRO) saman lista yfir vetrarhjólbarða sem þeir mæla með og má finna listann á heima- síðu samtakanna, stro.se,“ upplýsir Einar. Lokað þegar er lokað Í sænskri rannsókn Strandroth frá árinu 2011, á áhrif negldra hjól- barða á umferðaröryggi, kemur fram að mikill öryggisávinningur er af negldum hjólbörðum ef ekið er reglulega á ísi lögðum vegum eða vegum með þjöppuðum snjó. „Þetta á sérstaklega við um ökutæki sem eru ekki útbúin stöðugleika- kerfi,“ segir Einar. „Þess ber þó að geta að það er enginn ávinningur af negldum hjólbörðum við aðrar kringumstæður, eins og í bleytu eða á þurru malbiki. Nagladekk eru fyrst og fremst gagnleg þar sem miklar líkur eru á viðvarandi ísingu, eins og algengast er utan þéttbýlis.“ Til að komast heill út úr komandi vetrarfærð greinir Einar á milli gæða hjólbarða og möguleika öku- tækis til að komast leiðar sinnar, og svo hæfni og „gæða“ ökumannsins. „Að viðurkenna vanmátt sinn ber vott um góðan og skynsaman bílstjóra. Þegar ökumaður efast um að hann komist leiðar sinnar með öruggum hætti sökum aðstæðna og veðurs er viðkomandi aldeilis frá- bær bílstjóri ef hann leitar annarra leiða eins og með almenningssam- göngum eða leigubíl. Það borgar sig alltaf að fylgjast vel með fréttum af færð og veðri og taka mark á aðvör- unum. Aðvörun veðurfræðinga og Vegagerðarinnar um vont veður og afleita færð á ekki eingöngu við um alla hina, heldur þig líka. Og þegar það er lokað – þá er lokað.“ Ýmsar spurningar leita á huga ökumanna varðandi hjólbarða. Svör við mörgum þeirra má finna á samgongustofa.is og fib.is, undir hjólbarðar. tökum mark á aðvörunum Tími vetrardekkja rennur upp 1. nóvember. Áríðandi er að spara ekki við sig þegar kemur að vali á traustum hjólbörðum og kynna sér vel umsagnir og samanburðarprófanir á gæðum vetrardekkja. einar Magnús Magnússon er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild hjá Sam- göngustofu. Hann segir nagladekk gagnleg í viðvarandi ísingu. MYNd/SteFÁN Lágmarks mynstursdýpt dekkja 3,0 mm lágmarks mynstursdýpt yfir vetrartímann (1. nóvember til 14. apríl) 1,6 mm lágmarks mynsturdýpt yfir sumartímann (15. apríl til 31. október) Tími nagladekkja er frá 1. nóvember til 15. apríl. www.n1.is facebook.com/enneinn Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Opið mán –fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is  Michelin X-ICE Hljóðlát og naglalaus vetrardekk Ný APS gúmmíblanda tryggir gott grip í kulda og hita Frábærir aksturseiginleikar Michelin X-ICE NORTH 10% styttri hemlunarvegalengd á ís Færri naglar en meira grip Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu Michelin Alpin 5 Endingargóð naglalaus vetrardekk Sérhönnuð fyrir fjölskyldu- og borgarbíla Mikið skorið og stefnuvirkt mynstur sem veitir frábært grip við erfiðar aðstæður Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is Við dekkum veturinn af öryggi Alltaf til staðar 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 4 -A 6 B 0 1 D F 4 -A 5 7 4 1 D F 4 -A 4 3 8 1 D F 4 -A 2 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.