Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.10.2017, Blaðsíða 4
ingar í ferðaþjónustu sem fjærst eru suðvesturhorni landsins. „Eftir Evrópumótið í fyrra sáum við mikla aukningu í ferðaleitar­ fyrirspurnum, sérstaklega frá markaðssvæðum í Evrópu. Núna eru strákarnir okkar á leið á HM þar sem sviðið er enn stærra sem þeir munu án efa nýta sér til fulls og við njóta góðs af,“ segir Helga. Hún telur ferðaþjónustuna hafa fjárfest fyrir um 180 milljarða árin 2015 og 2016. „Því miður er ekki hægt að segja það sama um stjórn­ völd,“ segir Helga. „Til að tryggja heilsársferðaþjónustu á Íslandi um allt land verður meðal annars að stórbæta samgöngur enda eru þær lífæð ferðaþjónustunnar og sam­ félagsins alls. Öruggar og tryggar samgöngur eru undirstaða hag­ sældar okkar allra.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­ dóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að dreifa ferðamönnum sem víðast svo allir landsmenn njóti góðs af ferðaþjónustu allt árið. „Við erum að vinna í því að auka milli­ landaflug um Akureyri og Egilsstaði en það verður að gerast á markaðs­ legum forsendum. Vinna er í fullum gangi við að dreifa ferðamönnum og fjölga seglum úti um allt land,“ segir Þórdís Kolbrún. sveinn@frettabladid.is Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ALFA ROMEO STELVIO EKKI BARA JEPPI. ALFA ROMEO. SÝNING LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER OPIÐ FRÁ 12 - 16 Leiðrétting Í Markaðnum í gær sagði að Hjörleifur Jakobsson og eiginkona hans væru orðin einir stærstu hluthafar Kviku eftir að hafa bætt við sig um fimm prósenta hlut í bankanum í gegnum safnreikning Virðingar. Það er ekki rétt. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Þær upplýsingar byggðust á uppfærðum hluthafalista Kviku föstudaginn 6. október þar sem sagði að þau hjónin stæðu að baki 8,29 prósenta hlut safnreiknings Virðingar. Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, spurði fylgjendur sína á samfélagsmiðlinum Twitter í gær á hvaða tímapunkti væri rétt að reyna að fá útsendingarleyfi NBC News fellt úr gildi. Tístin komu í kjölfar fréttar NBC um að forsetinn vildi að Bandaríkin tífölduðu kjarnorkuvopnabúr sitt. „Falska NBC skáldaði frétt um að ég vildi tíföldun kjarnorkuvopnabúrs okkar. Algjör skáldskapur. Skáld­ aður til að gera lítið úr mér. NBC = CNN,“ tísti forsetinn sem jafn­ framt hefur haft horn í síðu frétta­ stofu CNN og ítrekað kallað fréttir hennar falskar. Frétt NBC sem um ræðir er af fundi, sem haldinn var í varnar­ málaráðuneytinu í júlí, og er byggð á frásögn ónefndra heimildar­ manna. – þea Vill svipta NBC leyfinu Donald Trump. NorDicphoTos/AFp Ferðaþjónusta Góður árangur íslensku landsliðanna í knattspyrnu mun hafa þau áhrif að ferðamönnum fjölgi áfram hér á landi þó hlutfallsleg fjölgun verði ekki sú sama og síðustu ár. Mikilvægt er að tryggja innviði og samgöngur til að dreifa ferðamönn­ um sem víðast að mati Helgu Árna­ dóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Umfjöllun um það afrek íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að hafa tryggt sér keppnisrétt á loka­ keppni HM í Rússlandi næsta sumar var að finna úti um allan heim. Þar fer jákvæð landkynning sem bætist við þá kynningu sem áfangastað­ urinn Ísland hefur fengið síðustu misseri. Gistinóttum á Norður­ og Austur­ landi fækkaði í ágústmánuði saman­ borið við ágústmánuð í fyrra og vís­ bendingar eru um að ferðamenn fari styttri ferðir út úr höfuðborginni en áður. Þannig nýtast illa þær fjárfest­ Krafa um dreifingu ferðamanna vegna þátttöku Íslands á HM FjársjóðsLeit „Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag­ Lloyd AG með tilliti til eignarhalds­ ins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, framkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag­Lloyd AG sem telur sig eiga flutningaskipið Minden. Eins og fram hefur komið bíður breska félagið Advanced Marine Services nú leyfis Umhverfisstofn­ unar hér á landi til að ná skáp með verðmætum málmum úr Minden. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku að Hapag­Lloyd gerði í bréfi til Umhverfisstofnunar tilkall til Minden. Félagið gerði ekki athuga­ semd við útgáfu starfsleyfis til AMS. Í síðustu viku sendi Fréttablaðið Hapag­Lloyd fyrirspurn um viðhorf fyrirtækisins til þeirrar fyrirætlunar AMS að færa skápinn umrædda til Bretlands og í vald stofnunarinnar UK Reciever of Wreck sem segja eigi til um hver sé réttmætur eigandi. Einnig var spurt hvort Hapag­ Lloyd vildi að farið væri með málið á annan hátt og hvort fyrirtækið hefði vitneskju eða einhverjar kenningar um innihald skápsins. Sem fyrr segir vill Nils Haupt hjá Hapag­Lloyd ekki svara þessum spurningum á þessu stigi. Hins vegar staðfestir Haupt það sem fram kom í Fréttablaðinu fimmtudaginn 5. október. „Við getum staðfest að Hapag­ Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfis­ stofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmæt­ um sem þar gætu endurheimst,“ segir í svari Haupts. – gar Þýska skipafélagið svarar ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili Landkynning Íslands vegna afreka Gylfa sigurðssonar og félaga mun fjölga ferðafólki á Íslandi. FréTTAbLAðið/ErNir Áhöfn ss Minden sökkti skipinu 1939 til að forða því frá að falla í hendur breta. ss porta, sem myndin sýnir, var systurskip Minden. MyND/WikipEDiA helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri samtaka ferðaþjónust- unnar Þórdís kolbrún reykfjörð Gylfa- dóttir, ferða- málaráðherra Aukin landkynning í kjölfar góðs árangurs íslensku landsliðanna í knattspyrnu kallar á aðgerðir stjórnvalda til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Ráð- herra ferðamála segir vinnu í fullum gangi. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar segir mikilvægt að tryggja heilsársferða- þjónustu um allt land. 1 2 . o k t ó B e r 2 0 1 7 F i M M t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 2 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 4 -8 9 1 0 1 D F 4 -8 7 D 4 1 D F 4 -8 6 9 8 1 D F 4 -8 5 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.