Fréttablaðið - 16.10.2017, Page 12

Fréttablaðið - 16.10.2017, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Vantar þig heimilislækni? Ný heilsugæslustöð Urðarhvarfi 14, Kópavogi Skráning stendur yfir, opin öllum, óháð búsetu. verið velkomin ! Sími 510 6500, www.hv.is Þvert á mót er það í raun aðför að lýðræðinu að bera á borð rangar upplýsingar og að auki skerðing á mannrétt- indum þeirra sem eru hafðir fyrir rangri sök. Sautján aðildarfélög BHM hafa verið með lausa samninga við ríkið frá 1. sept. sl. eða frá því að úrskurður gerðardóms, sem settur var í kjölfar lagasetningar á lögmætar verkfallsaðgerðir, féll úr gildi. Um er að ræða 6.000 starfsmenn á 200 ríkisstofnunum. Hvert félaganna sautján fer með samningsréttinn fyrir hönd félagsmanna sinna. Það eru um margt óvenjulegar aðstæður uppi í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin er fallin tæpu ári eftir kosningar og boðað hefur verið að nýju til alþingiskosn- inga. Í þessu róti er mikilvægt að missa ekki sjónar á því mikilvæga verkefni að ná kjarasamningum við BHM- félögin. Af okkar hálfu er skýrt að samningur tekur við af samningi, þ.e.a.s. nýir kjarasamningar þurfa að gilda frá 1. september 2017. Fyrir afturvirkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samningafólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Það er nóg annað um að ræða við samningaborðið. Samninganefndir BHM hafa ítrekað bent ríkinu á þann vanda sem skapast þegar launasetning stétta er ólík á milli stofnana, auk þess sem fyrir liggur hvaða ríkisstofnanir eru krónískar láglaunastofnanir og hverjar ekki. Stofnanasamningakerfið stendur víða á brauðfótum. Nýtt lífeyriskerfi opinberra starfsmanna kallar á leiðréttingu launa á milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og enn er krafan um að menntun skuli metin til launa jafn brýn og áður. Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins en ber einnig ásamt sveitarfélögunum ábyrgð á almannaþjónustu við alla landsmenn á sviði heilbrigðis- og menntamála. Það heldur úti stjórnsýslu og réttarvörslukerfi og ber ábyrgð á uppbyggingu innviða hvort heldur er samgöngum eða sjúkrahúsbyggingum. Það er afar mikilvægt að stjórn- völd hafi vilja og getu til að aðgreina þetta tvíþætta hlut- verk hins opinbera sem framkvæmdarvald annars vegar og vinnuveitandi hins vegar í kjaraviðræðum vetrarins. Lausir kjarasamningar BHM – skýr krafa um afturvirkni Þórunn Svein- bjarnardóttir formaður BHM Fyrir aftur- virkni eru fjölmörg fordæmi og varla þarf að eyða orku samninga- fólks í að þrasa um sjálfsagða hluti. Manneklan Á þessum vettvangi í Frétta- blaðinu á föstudaginn var því fagnað að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði lagt fram tillögur til þess að takast á við manneklu á leikskólum, frí- stundaheimilum og félagsmið- stöðvum Reykjavíkurborgar. Var þetta meðal annars gert með því að greiða leikskóla- stjórnendum eingreiðslu vegna álags í starfi. Hins vegar var spurt hvort almennir starfs- menn á leikskólunum ættu ekki líka að fá umbun fyrir álag, sem hlýtur að lenda á þeim. Viðbótin Eftir að blaðið kom út á föstu- dag tilkynnti borgin svo að almennir starfsmenn á þessum vinnustöðum fengju ein- greiðslu að upphæð 20 þúsund krónur. Það er rétt og skylt að halda þessum upplýsingum til haga og fagna allri viðleitni Reykjavikurborgar til þess að umbuna því fólki sem tekur að sér þessi vandasömu verk sem felast í því að gæta og kenna nemendum á yngsta skólastig- inu. Það mun síðan koma í ljós í fyllingu tímans hvort þessi að viðbættum öðrum aðgerðum Reykjavíkurborgar reynast nægar til þess að takast á við mannekluna, sem virðist vera árlegt vandamál og snertir allt samfélagið. jonhakon@frettabladid.is Það er vandlifað í veröld stjórnmálaumræðu á Íslandi í dag. Í aðra röndina er réttilega brýnt fyrir öllum að halda sig nú við að fara í boltann en ekki manninn en það getur reynst ansi snúið þegar stakir leikmenn spila eftir eigin leikreglum. Gefa lítið fyrir mikilvægi þess að rétt sé farið með upplýsingar og stað- reyndir, kasta fram staðleysu um mikilvæg málefni og nýta svo vitleysuna til þess að róa á mið afkomuótta og óöryggis þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Viðkomandi virðist vera á eigin vegum, óháð því að hann er í framboði fyrir stóran stjórnmálaflokk, en það er nú einu sinni þannig að flokkar eru auðvitað ekkert annað en fólkið sem í þeim starfar. Leikmaðurinn sem hér um ræðir er auðvitað Ásmund- ur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar maður á lista í Suðurkjördæmi í komandi kosningum, en boltinn, eða með öðrum orðum málefnið, er staða hælis- leitenda á Íslandi. Ásmundur skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag þar sem hann viðrar skoðanir sínar á málefnum hælisleitenda og þeim kostnaði sem þeim fylgir. Í greininni setur Ásmundur fram fjöldann allan af staðreyndavillum, bæði tölulegar upplýsingar og annað, sem hefur þegar margsinnis verið hrakið á opinberum vettvangi. Markmiðið virðist einkum vera að koma umræðu um málefnið inn á svið upphrópana, fordæminga og sleggjudóma og þaðan sleppa fáir óskaddaðir, síst af öllu hinn almenni kjósandi sem þráir ekkert frekar en upp- lýsta umræðu um mikilvæg málefni. Umræðu þar sem staðreyndir mála eru settar fram á ábyrgan hátt og síðan leitað lausna með mannúð og réttlæti að leiðarljósi. En slíkar leikreglur virðir Ásmundur að vettugi og dembir vitleysunni yfir lesendur Morgunblaðsins í krafti þess að hann hafi hugrekki til þess að taka umræðuna eins og hann kallar það sjálfur. Það er merkilegt í ljósi þess að þöggun miðaldra og eldri karlmanna í valda- stöðum hefur almennt séð ekki þótt vandamál í íslensku samfélagi, eins og birtingin á grein Ásmundar staðfestir. Staðreyndavillurnar nýtir Ásmundur svo til þess að höfða til þeirra sem hafa lengi mátt bíða eftir bættum kjörum með þeirri fádæma smekkleysu að kenna kostnaðinum af hælisleitendum um stöðu þeirra, fremur en t.d. lækkun auðlindagjalds eða aðra skerta tekjustofna ríkisins á síðustu árum. Það eru hvorki mannréttindi né lýðræðislegur réttur Ásmundar að fara með staðlausa stafi og ósannindi til þess að ala á ótta og fordómum sjálfum sér og flokki sínum til fylgis. Þvert á móti er það í raun aðför að lýð- ræðinu að bera á borð rangar upplýsingar og að auki skerðing á mannréttindum þeirra sem eru hafðir fyrir rangri sök. Þessu hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að taka á og það er erfitt að sjá hvernig flokkurinn á að geta sætt sig við að einn af þeirra liðsmönnum spili með þessum hætti. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn taka þátt í vandaðri umræðu um viðkvæm málefni, halda áfram að kalla eftir því að farið sé í boltann en ekki manninn, þá getur hann ekki boðið landsmönnum upp á mann sem virðir ekki leikreglurnar. Leikreglurnar 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 1 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 9 -5 1 9 0 1 D F 9 -5 0 5 4 1 D F 9 -4 F 1 8 1 D F 9 -4 D D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.