Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.10.2017, Blaðsíða 34
Leikmaður helgarinnar Crystal Palace var hvorki búið að skora mark eða fá stig þegar liðið tók á móti Englandsmeisturum Chelsea á Selhurst Park um helgina. Það hefur verið erfið byrjun hjá Roy Hodgson síðan hann settist í stjórastólinn en nú er liðið búið að endurheimta Wilfried Zaha úr meiðslum og það er óhætt að segja að framherjinn öflugi hafi haldið leikmönnum Chelsea við efnið á laugardaginn. Zaha átti frá- bæran leik og þó að hann hafi ekki endað 731 mínútna bið liðsins eftir marki þá skoraði hann sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Fyrsta markið var hins vegar sjálfsmark Chelsea. Zaha var frá í sex leiki vegna hnémeiðsla en sóknarleikur liðsins er þúsund sinnum betri með mann eins og hann sem er stór og fljótur og getur búið til mikið úr litlu. Hann sýndi það um helgina af hverju Palace er búið að sakna hans svona mikið. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin 7-2 stórsigur Manc- hester City á Stoke City eru ekki úrslit sem við sjáum oft í ensku úrvalsdeild- inni en Stoke eins og önnur lið eiga bara fá svör á móti sóknarþunga lærisveina Guardi- ola þessa dagana. Stoke minnkaði reyndar muninn í 3-2 en City svaraði þá með fjórum mörkum í viðbót. Hvað kom á óvart? Crystal Palace var hvorki búið að skora mark eða fá stig í sjö fyrstu leikj- unum þegar kom að heimsókn frá ríkjandi meisturum. Crystal Palace liðið náði loksins á brjóta ísinn og ná inn marki og vann á endanum sanngjarnan sigur á mótio læri- sveinum Antonio Conte sem hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Mestu vonbrigðin Margir biðu með eftirvæntingu eftir leik Liverpool og Manchester United en leikur liðanna á Anfield um helgina olli miklum vonbrigð- um United-liðið pakkaði í vörn og Liverpool komst lítiið áleiðis og úr varð hundleiðinlegur leikur. Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 8. umferðar 2017-18 Liverpool - Man. United 0-0 Man. City - Stoke 7-2 1-0 Gabriel Jesus (17.), 2-0 Raheem Sterling (19.), 3-0 David Silva (27.), 3-1 Mame Biram Diouf (44.), 3-2 sjálfsmark (47.), 4-2 Gabriel Jesus (55.), 5-2 Fernandinho (60.), 6-2 Leroy Sané (62.), 7-2 Bernardo Silva (79.). Tottenham - Bournem. 1-0 1-0 Christian Eriksen (47.) Burnley - West Ham 1-1 0-1 Michail Antonio (19.), 1-1 Chris Wood (85.) Crystal Palace - Chelsea 2-1 1-0 Sjálfsmark (11.), 1-1 Tiemoue Bakayoko (18.), 2-1 Wilfried Zaha (45.) Swansea - Huddersfield 2-0 1-0 Tammy Abraham (42.), 2-0 Tammy Abraham (46.) Watford - Arsenal 2-1 0-1 Per Mertesacker (39.), 1-1 Troy Deeney (71.), 2-1 Tom Cleverley (90.). Brighton - Everton 1-1 1-0 Anthony Knockaert (82.), 1-1 Wayne Ropney, víti (90.). Southampt. - Newcastle 2-2 0-1 Isaac Hayden (20.), 1-1 Manolo Gabbiad- ini (49.), 1-2 Ayoze Pérez (51.), 2-2 Manolo Gabbiadini (75.) FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 8 7 1 0 29-4 22 Man. United 8 6 2 0 21-2 20 Tottenham 8 5 2 1 15-5 17 Watford 8 4 3 1 13-13 15 Chelsea 8 4 1 3 13-8 13 Arsenal 8 4 1 3 12-10 13 Burnley 8 3 4 1 8-6 13 Liverpool 8 3 4 1 13-12 13 Newcastle 8 3 2 3 9-8 11 Southampt. 8 2 3 3 7-9 9 West Brom 7 2 3 2 6-8 9 Huddersf. 8 2 3 3 5-9 9 Swansea 8 2 2 4 5-8 8 Brighton 8 2 2 4 6-10 8 West Ham 8 2 2 4 8-14 8 Everton 8 2 2 4 5-13 8 Stoke 8 2 2 4 9-18 8 Leicester 7 1 2 4 9-12 5 Bournem. 8 1 1 6 4-12 4 Cry. Palace 8 1 0 7 2-18 3 Gabriel Jesus og félagar í Manchester City skora og skora þessa dagana og í flestum markanna sundurspila þeir mótherja sína. Hér fagnar Brasilíumaðurinn ungi öðru marki sína á móti Stoke og félagar hans fagna fyrir aftan. FRÉTTABLAðið/GETTy Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn þegar Everton bjargaði stigi á útivelli á móti nýliðum Brighton með marki úr víti á 90. mínútu. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Kom inn á sem varamaður og fór af velli meiddur á ökkla þegar Cardiff tapaði á móti Birmingham. Reading Jón Daði Böðvarsson Lék allan leikinn þegar Reading vann 1-0 útisigur á Leeds með marki í lokin. Aston Villa Birkir Bjarnason Sat allan tímann á bekknum í 2-0 tapi Villa í nágrannaslag á móti Úlfunum. Bristol City Hörður B. Magnússon Sat allan tímann á vara- mannabekknum í marka- lausu jafntefli Bristol City. Burnley Jóhann Berg Guðm. Kom inn á sem varamaður og lagði upp jöfnunar- mark Burnley með frá- bærri fyrirgjöf frá hægri. Fótbolti Manchester-liðin komu kannski ekkert á óvart um helgina þrátt fyrir að staðan breyttist á toppnum. Manchester City tók enn eitt liðið í kennslustund á Ethiad- leikvanginum á meðan Jose Mourin- ho mætti að venju eins og varkárasti þjálfari deildarinnar á útivöll á móti einu af stóru liðum deildarinnar. Stórleikur helgarinnar var marka- laust jafntefli Liverpool og Man- chester United á Anfield og olli hann vonbrigðum. Ekki kom þó frammi- staða United-liðsins mikið á óvart enda hefur liðið aðeins skorað eitt mark samanlagt í síðustu sex úti- leikjum sínum á móti sex bestu liðum deildarinnar. Sóknarleikurinn var hins vegar á oddinum hjá nágrönnum þeirra í Manchester City sem sóttu á öllu lið- inu í bókstaflegri merkingu í 7-2 sigri á Stoke. Gott dæmi um það er að 10 af 11 útileikmönnum liðsins bjuggu til sextán færi liðsins í leiknum. City-liðið komst tveimur stigum fram úr nágrönnum sínum um helgina en United-liðið hélt aftur á móti marki sínu hreinu í sjöunda sinn í fyrstu átta umferðunum. Við þurfum hins vegar að bíða fram í jólamánuðinn eftir því að besta sóknin og besta vörnin mætist en þá er líklegt að forskot City verði meira. Besta frammistaðan „Ég er mjög ánægður. Við urðum að ná upp einbeitingu eftir landsleikja- fríið. Við töpuðum ekki boltanum að óþörfu, spiluðum hratt og ein- falt. Þess vegna er ég svona ánægður. Magnaðir Manchester City menn í sjöunda himni Sjö mörk um helgina og 29 mörk í fyrstu átta umferðunum. Aldrei áður hefur enska úrvalsdeildinni séð svona markaveislu í upphafi tímabils eins og hjá lærisveinum Peps Guardiola í Manchester City. Gullsendingar Kevins De Bruyne sundursprengdu Stoke-vörnina hvað eftir annað. „Hafa aldrei spilað betur,“ sagði Pep eftir leik. Þetta er besta frammistaða liðsins síðan ég kom hingað,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Hvaða lið skelfur annars ekki á beinunum þessa dagana þegar það mætir á Ethiad-leikvanginn í Manchester. Síðustu þrír leikirnir segja vissulega sína sögu: 5-0 sigur á Liverpool, 5-0 sigur á Crystal Palace og nú 7-2 sigur á Stoke City. Manc- hester City liðið er að gera sig líklegt til að stinga af í ensku úrvalsdeild- inni enda virðist ekkert lið ráða við sóknarþunga strákana hans Guardi- ola þessa dagana. „Þeir voru sneggri, sterkari og miklu fljótari að bregðast við. Við áttum á endanum engin svör. Það var nánast ómögulegt að verjast sumum þessara marka vegna gæða sendinganna,“ sagði Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke. Það má heldur ekki gleyma því að liðið var án síns markahæsta leikmanns Sergios Aguero. Manchester City setti ekki bara 1 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U rS p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 1 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D F 9 -6 F 3 0 1 D F 9 -6 D F 4 1 D F 9 -6 C B 8 1 D F 9 -6 B 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.