Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 6
Vikublað 17.–19. janúar 20176 Fréttir E llefu aðstoðarmenn ráðherra luku störfum sínum 11. jan- úar síðastliðinn þegar ný rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar tók við völdum af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Sá tólfti er að velta vöngum um hvort hann eigi að fylgja sínum ráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, í annað ráðuneyti. Auk Kristjáns færði Bjarni Benediktsson sig um set og fylgdi aðstoðarmaður hans honum í annað ráðuneyti. Biðlaun aðstoðar- mannanna ellefu gætu numið um 38,5 milljónum króna. Fylgja ráðherrum Samkvæmt lögum um stjórnarráð Ís- lands er ráðherrum heimilt að ráða til starfa aðstoðarmann eða tvo. Ráð- herrar velja sér sjálfir sína aðstoðar- menn og er þeim ekki skylt að aug- lýsa störf þeirra. Aðstoðarmenn heyra enda beint undir ráðherra og eru í starfi svo lengi sem ráðherrar ákveða og ljúka því störfum þegar ráðherrar fara frá. Samkvæmt leiðbeinandi er- indisbréfi forsætisráðuneytisins frá október 2013 skulu aðstoðarmenn meðal annars veita ráðherra aðstoð og ráðgjöf, annast samskipti við aðila utan ráðuneytis, vera tengiliður við þingflokk ráðherra, annast samskipti við kjördæmi ráðherra og eiga í sam- skiptum við fjölmiðla. Árið 2014 kom út í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla grein eftir þá Gest Pál Reynisson og Ómar H. Krist- mundsson með yfirskriftinni Hverj- ir verða aðstoðarmenn ráðherra? Í henni kom meðal annars fram að skil- greina megi hlutverk aðstoðarmanna með þrennum hætti. Þeir geti verið pólitískir ritarar, pólitískir ráðgjafar og faglegir ráðgjafar. Tiltekið er að þessi hlutverk geti skarast. Síðan lögum var breytt árið 2011, og ráðherrum þar með heimilað að hafa sér til halds og trausts tvo aðstoðarmenn, hafa ráð- herrar gjarnan ráðið sér bæði pólitísk- an ráðgjafa og faglegan ráðgjafa inn í ráðuneyti sitt. Hvorir tveggja hafa veruleg áhrif á störf og stefnumótun en eðli málsins samkvæmt hafa póli- tískir ráðgjafar veruleg áhrif á þá póli- tík sem ráðherrar reka. Aðstoðarmenn fara hins vegar ekki með mannaforráð og geta ekki sinnt stjórnvaldserindum fyrir hönd ráðherra. Með tæpar 1,2 milljónir á mánuði Laun aðstoðarmanna eru ákvörðuð af kjararáði og eru þau hin sömu og skrifstofustjórar hjá stjórnarráðinu njóta. Samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á miðju síðasta ári hafa að- stoðarmenn því um 1.167.880 krónur í laun á mánuði. Þegar þeir láta af starfi eiga þeir rétt á þriggja mánaða bið- launum. Því gætu biðlaunagreiðslur ríkisins til aðstoðarmanna numið 38,5 milljónum og raunar um 42 milljón- um ef aðstoðarmaður Kristjáns Þórs, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, kýs að fylgja honum ekki yfir í menntamála- ráðuneytið. Hefji aðstoðarmenn hins vegar störf annars staðar og þiggi laun fyrir meðan á biðlaunatímabilinu stendur skerðast biðlaun sem þeim launum nemur. Eiga eftir að ráða Nýir ráðherrar hafa í sumum tilfell- um þegar ráðið sér aðstoðarmenn. Svanhildur Hólm Valsdóttir mun áfram aðstoða Bjarna Benedikts- son í fjármálaráðuneytinu. Þor- steinn Víglundsson félagsmálaráð- herra hefur ráðið þau Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Karl Pétur Jónsson til sín. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur einnig ráðið tvo aðstoðarmenn, þau Sig- rúnu Gunnarsdóttur og Unnstein Jó- hannsson. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ráðið Borgar Þór Einarsson, Jón Gunnarsson hef- ur ráðið Vigdísi Ósk Häsler Sveins- dóttur og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur ráðið Gylfa Ólafsson til sín. Aðrir ráðherrar rík- isstjórnarinnar höfðu ekki gengið frá ráðningum sinna aðstoðarmanna þegar þetta var skrifað. Kjósi ráðherrarnir allir að ráða til sín tvo aðstoðarmenn, sem ekki skal fullyrt um að verði niðurstaðan, yrðu aðstoðarmennirnir því 22 talsins. Auk þess er ríkisstjórninni heimilt að ráða þrjá aðstoðarmenn til viðbótar. Aðstoðarmenn geta því að hámarki orðið 25 talsins í þessari ríkisstjórn. Ef svo yrði væri launakostnað- ur vegna aðstoðarmanna rúmar 29 milljónir króna á mánuði. n Fá rúmar 38 milljónir í biðlaun n 11 aðstoðarmenn ráðherra hættir n Gætu orðið 25 talsins hjá nýrri ríkisstjórn Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Aðstoðar Bjarna áfram Svanhildur Hólm Valsdóttir mun áfram aðstoða Bjarna Benediktsson. Fá aðstoð Ráðherrum er heimilt að ráða sér tvo aðstoðar- menn. Mynd SigtRygguR ARi Gleraugnaverslunin Eyesland hefur opnað nýja og glæsilega verslun á Grandagarði 13. Mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Cocoa Mint sólgleraugu kr. 12.900,- Sjáðu muninn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.