Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 27
Vikublað 17.–19. janúar 2017 Menning 27 Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322 CNC renniverkstæði Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn þegar líður á sýningartímann. „Stundum byrja þeir að hrynja nið- ur. Þá eru efnafræðilegir hlutir í gangi sem ég get ekki beint séð fyr- ir. Þegar ég sýndi í Hafnarhúsinu í fyrra hrundi til dæmis skúlptúr úr svörtu límbandi niður af veggn- um – en það hafði aldrei gerst hjá mér áður með þetta efni. Ég hugs- aði að kannski væru einhver efni í loftinu sem hefðu áhrif á límið – kannski eitthvað tengt eldfjöllunum hér,“ seg- ir hún. Silfurfjall í Berg Monika segir að sér finnist mikilvægt að það sé henn- ar eigið handbragð sem sé á innsetn- ingunum. Hún fái því aldrei aðstoðarmenn við uppsetningu verkanna – þeir yrðu eflaust bara fyrir, því þótt hún skissi yfirleitt upp drög að verkinu í spjaldtölvunni sinni viti hún aldrei alveg hvernig það muni verða og það breytist í uppsetn- ingunni. Monika segir að hún hafi vilj- að vinna stærsta verk sýningarinn- ar í Berg á silfurlitað límband því hún hafi tengt það við ís og jöklana á Íslandi. Þar sem nafn gallerísins þýði líka fjall á þýsku þá hafi þessi fjallslegi strúktúr orðið til. Hún leggur áherslu á þann gjörning að teygja út höndina og draga límband af rúllunni og leggja það á réttan stað, eins og að draga línu á blað. Sá mælikvarði sem hún notar á verkin er fjöldi kílómetra límbands sem hún notar: „Þetta táknar þá andlegu og líkamlegu vegalengd sem ég hef farið í hvert skipti,“ segir hún og spáir því að við gerð Silfurfjallsins muni hún nota um 10 kílómetra. „Ef það er mögulegt reyni ég líka að taka verkið niður sjálf. Einhvern veginn finnst mér ég þurfa að taka það nið- ur sem ég set upp. En í því ferli upp- götva ég líka oft nýj- ar myndir í verkinu.“ Þótt það sé ómögu- legt að selja verk á borð við þetta og setja það upp á nýjum stað segist Monika hafa selt svipuð verk í heimahús – meðal annars búi listaverkasafnarinn Dian Woodner nánast inni í verki eftir hana. En það er ljóst að slíkt verk kostar dá- góðan skilding og varla á færi nema auðugustu safnara. n Sýning Moniku Drawing spatially – Raumzeichnung stendur yfir til 25. febrúar í Berg Contemporary. Monika Grzymala (f. 1970) n Fædd í Póllandi. n Lærði myndlist, steinhögg og forvörslu í listaháskólum Kaiserslautern, Karlsruhe, Kassel og Hamborgar í Þýskalandi. n Hefur hlotið fjölda verðlauna og styrki, auk þess sem verk hennar hafa meðal annars verið sýnd í Tokyo Art Musem (2010), Museum of Modern Art í New York (2010), á Sidney-tvíæringnum (2012), í Albertina í Vín (2015), Lisson Gallery í London (2016), Listasafni Reykjavíkur (2016), Eacc Espai D’Art Contemporani de Castelló á Spáni, hjá Woodner Company í New York, Hau 1 Hebbel am Ufer í Berlín og í listasafni Mörtu Herford í Þýskalandi. n Býr og starfar í Berlín. Mynd Monika GrzyMala G ítarleikarinn Tommy Allsup er látinn, 85 ára aldri. Alls- up vann til Grammy-verð- launa auk þess að leika með fjölmörgum þekktum listamönn- um á borð við Willie Nelson, Roy Orbison, Merle Haggard og Buddy Holly. Hann er þó ekki síst þekkt- ur fyrir að hafa tapað einu örlaga- ríkasta peningakasti rokksögunn- ar þann 3. febrúar 1959. Tapið bjargaði lífi hans þar sem hann missti sæti sitt í flugvél sem átti eftir að brotlenda og með nokkra vinsælustu rokktónlistarmenn þess tíma innanborðs, þá Buddy Holly, J.P. „The Big Bopper“ Ric- hardson og Richie Valens. Valens hafði náð að vinna sætið af Alls- up í peningakastinu, en Big Bopp- er var einnig óvænt um borð því hann hafði fengið flensu og fékk því að taka sæti Waylon Jennings, annars meðlims úr sveit Buddys Holly, sem átti síðar eftir að verða ein þekktasta stjarna kántrítónlist- arheimsins. Allsup sagði síðar að hann hugsaði um atvikið á hverj- um einasta degi og þakkaði Guði fyrir að hafa fengið að lifa. n kristjan@dv.is Tapaði örlagaríkasta peningakasti rokksögunnar Gítarleikarinn Tommy allsup er látinn 85 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.