Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 29
Vikublað 17.–19. janúar 2017 Kynning 29 Stimplar eru okkar fag Stimplagerðin ehf • Síðumúla 21, Selmúlamegin • sími 533-6040 • www.stimplar.is það eru skiltin líka Mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum, barm- merkjum, hlutamerkjum, nafna- tölflur í fjölbýlishús og fleira Áratuga reynsla Örugg þjónusta Ferskasti fiskurinn á landinu Lindarfiskur alinn í tærum lindaruppsprettum L indarfiskur er lítið fjölskyldu- fyrirtæki staðsett í Meðal- landinu rétt austan við Vík. „Móðir mín er frá þessari jörð og er staðurinn alger- lega einangraður. Aðalverðmætin á jörðinni er allt þetta tæra lindar- vatn sem streymir hér beint úr eld- hrauninu og því er staðurinn full- kominn fyrir bleikjueldi,“ segir Drífa Bjarnadóttir, einn eigandi Lindar- fisks. „Við fjölskyldan eigum og rek- um Lindarfisk saman. Það eru ég og maðurinn minn, Árni Jóhanns- son, systir mín, Sigrún Bjarnadóttir, og foreldrar okkar, þau Helga Ólafs- dóttir og Bjarni Jón Finnsson,“ seg- ir Drífa. Alger sjálfbærni Fyrstu bleikjuhrognin voru tek- in hjá fyrirtækinu árið 2011 og síð- an þá hefur Lindarfiski svo sannar- lega vaxið fiskur um hrygg. „Við stefnum að algerri sjálfbærni og gerum því allt sjálf. Nýlega feng- um við okkur svín sem éta nánast allan afskurðinn af bleikjunum og afgangurinn er svo notaður í áburð. Fiskinn vinnum við alfarið á svæð- inu. Það hefur gengið hægt en ör- ugglega að koma fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag og munum við von bráðar selja vörur okkar í stór- markaði. Við höfum meðal annars hannað neytendaumbúðir sem eru svartar og nær ógegnsæjar til þess að stuðla að ferskari og betri vöru. Að auki höfum við hugsað okkur að fara í útflutning á eldisbleikju, enda erum við með ótrúlega ferska vöru í höndunum,“ segir Drífa. Tærasta vatnið, ferskasti fiskurinn „Við leggjum mjög mik- ið upp úr ferskleika, það er eitthvað sem við get- um bara alls ekki slegið af hérna hjá Lindarfiski. Hrognin fáum við frá kynbótastöðinni á Hól- um í Hjaltadal sem fram- leiðir fyrsta flokks hrogn. Þau ölum við svo hér í Meðallandinu í kerjum og svokölluðum lengdar- straumsrennum. Hér rennur ferskt og tært vatn beint úr lindarupp- sprettum og fiskurinn er eins ferskur og getur orðið,“ segir Drífa. Hafðu samband „Við erum aðallega að selja bleikju til veitingastaða sem undan- tekningalaust lofa bleikjuna okkar í hástert,“ segir Drífa. Enn sem komið er sel- ur Lindarfisk- ur ekki vörur í stórmörkuð- um en til þess að versla beint við Lindarfisk er hægt að hringja í Drífu í síma 663- 4528 eða senda henni netpóst á drifa@lindarfiskur. com. Nánari upplýsingar má nálg- ast á vefsíðu Lindarfisks; lindar- fiskur.com og á Facebook-síðunni. Einnig heldur Lindarfiskur út síðu á Instagram; instagram.com/lindar- fiskur sem er stórskemmtilegt að fylgjast með. n „Meðallandið er uppeldisstaður mömmu,“ segir Drífa. Girnileg bleikja. Það elska allir bleikjuna frá Lindarfiski.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.