Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 40
Vikublað 17.–19. janúar 20174 Þorrinn - Kynningarblað
„Sumir vilja fara alla leið í þorramatnum
en aðrir vilja bara létta þorrastemningu“
Veislumiðstöðin, Borgartúni 6
H
ann afi er í essinu sínu á
þessum árstíma og bú-
inn að setja mikinn mat í
súr, hann smakkar þetta
af og til og er mjög ánægð-
ur með útkomuna,“ segir Ámundi
Óskar Johansen, veitingamaður í
Veislumiðstöðinni, en þar standa
þrjár kynslóðir veitingamanna
vaktina, auk Ámunda eru það afi
hans, Sveinn Olgeirsson, og faðir
hans, Karl Jónas Johansen.
Afar mikið er að gera í Veislu-
miðstöðinni nú í aðdraganda þorr-
ans og eru um 1000 manns
með pantaðar veitingar
í stórar og smáar
þorraveislur. En
það er enn opið
fyrir pantanir:
„Við getum alltaf
á okkur blóm-
um bætt,“ segir
Ámundi.
Meðal þorra-
rétta sem í boði
eru má nefna þenn-
an súrmat: Lunda-
baggar, hrútspungar,
hvalrengi, lifrarpylsa og blóðmör;
meðal nýmetis eru úrvals síldar-
réttir, fallegir sviðakjammar, sviða-
sulta, hákarl, harðfiskur, norð-
lenskt hangikjöt og gæða saltkjöt.
Auk þess er í boði villikryddaður
lambapottréttur með kartöflusal-
ati og fersku salati. Veislumiðstöð-
in sér fyrir mat á fjölmörgum stór-
um þorrablótum víðs vegar um
höfuðborgasvæðið auk þess sem
fyrirtækið leigir út frábæra veislu-
sali í gömlu Rúgbrauðsgerðinni að
Borgartúni 6, Reykjavík. En Veislu-
miðstöðin sinnir ekki síður smærri
þorraveislum:
„Við sendum gjarnan mat í
smærri fyrirtæki sem eru með
veislur fyrir starfsmenn sína, oft
bara 20–30 manns. Þá eru þetta
svona nett þorraborð fyrir góð-
an hóp, valið af stóru hlaðborði á
þorrafat, svona bestu bitarnir, eins
og maður segir. Þetta er gjarnan
ákveðið bara í góðu samtali, far-
ið yfir hvað fólk vill fá. Smekkurinn
er misjafn, sumir vilja fara alla
leið í þorramatnum en aðrir vilja
bara létta þorrastemningu,“ segir
Ámundi.
Til að panta þorraveislur, stórar
eða smáar, er best að hringja í síma
Veislumiðstöðvarinnar, 517 0102, eða
senda tölvupóst á netfangið panta@
veislumidstodin.is. Bæði er hægt að
senda pantanir eða fyrirspurnir og
öllu er svarað hratt og vel. n