Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 12
Vikublað 17.–19. janúar 201712 Fréttir
Náttúrulegar
hágæða
gæludýravörur
Snævarr reisir stjörnustöð
n Stærsti stjörnusjónauki landsins í einkaeigu n Skoðar stjörnur í margra ljósára fjarlægð
F
jarlægasta fjarreikisstjarnan
sem ég hef skoðað er í 1.500
ljósára fjarlægð,“ segir Snæv
arr Guðmundsson, náttúru
landfræðingur hjá Náttúru
stofu Suðausturlands og einlægur
stjörnuáhugamaður, í viðtali við DV.
Snævarr stendur í stórræðum þessa
dagana en hann vinnur nú að því að
koma upp stjörnustöð í Nesjahverfi
í Hornafirði. Inni í þessari stjörnu
stöð verður stærsti stjörnusjónauki
landsins í einkaeigu en Snævarr
flytur tækið inn frá Bandaríkjunum.
Aðstaðan innan seilingar
Héraðsfréttablaðið Eystrahorn á
Hornafirði fjallaði fyrst um fram
kvæmdir Snævars skömmu fyrir
áramót. Sjónaukinn sem um ræð
ir er gríðarlega öflugur og nákvæm
ur og segir Snævarr að spegill hans
sé 16 tommur sem gerir það að
verkum að reisa þarf sérstaka að
stöðu fyrir hann. Snævarr segist
í samtali við DV telja að stærsti
sjónaukinn í einkaeigu hér á
landi sé um 12 tommur.
Í viðtali við Eystrahorn á dögun
um sagðist Snævarr hafa brugð
ið á það ráð að reisa aðstöðuna við
heimili sitt í ljósi aðstæðna hér á
landi til stjörnuathugana. „Veðráttan
hér er svo duttlungafull að það verð
ur að grípa þau tækifæri sem gefast,
ef ætlunin er að áorka einhverju í
stjarnmælingum. Því er einfaldlega
best að hafa aðstöðuna innan seil
ingar og tækin tilbúin,“ sagði hann.
Safnar gögnum fyrir gagnabanka
Snævarr hefur verið mikill stjörnu
áhugamaður í um 30 ár og hefur hann
til að mynda mælt og safnað gögnum
fyrir alþjóðlegan gagnabanka. Þá má
geta þess að hann hefur skrifað um
niðurstöður mælinga sinna
og er eina slíka grein að finna
í nýjasta tölublaði Náttúru
fræðingsins.
Frá árinu 2014 hefur hann
haft aðstöðu í stjörnuhúsinu
á Markúsarþýfishól þar sem
minni sjónauki er til staðar.
Vegna þess hve nýi sjónauk
inn er stór þurfti að reisa sérs
taka aðstöðu fyrir hann.
Skoðar myrkvastjörnur
Snævarr hefur á undan
förnum árum einkum beint
sjónum sínum að svokölluðum
breytistjörnum eða myrkvastjörn
um sem í stuttu máli eru afar þétt
tvístirni sem sjást í venjulegum
stjörnusjónaukum sem ein stök
stjarna. „Jörðin okkar snýst um sól
ina á einu ári en þessar stjörnur snú
ast hver um aðra á nokkrum klukku
stundum,“ segir Snævarr til skýringar
og bætir við að þessar stjörnur séu í
allt frá hundrað til þúsund ljósára
fjarlægð frá jörðu. Hlutverk Snæv
ars er að mæla ljósbreytingar á þess
um stjörnum, en slíkar mælingar eru
tímafrekar og krefjast góðra tækja.
Markmiðið þegar á hólminn er kom
ið er að auka skilning á eðli stjarna
og náttúrunnar. „Breytistjörnur eru
ein ástæða þess að við höfum skiln
ing á eðli stjarna og þekkjum ýmis
grundvallaratriði þeirra, eins og
stærðir, massa og hita,“ sagði Snæv
arr við Eystrahorn á dögunum. Sjón
aukinn sem Snævarr hefur fest kaup
á er tölvustýrður og mjög nákvæmur.
Umtalsverður kostnaður
Snævarr segir við DV að fram
kvæmdir við aðstöðuna á Horna
firði séu langt komnar. Á húsinu,
sem í það heila verður 12 til 14 fer
metrar að stærð, er svokallað hvolf
þak. Snævarr sá sjálfur um að smíða
hvolfþakið og er nú aðeins beðið eft
ir að framkvæmdum ljúki svo hægt
verði að senda sjónaukann til lands
ins. Sjónaukinn sem Snævarr flyt
ur til landsins er engin smásmíði,
sjónaukinn sjálfur er 40 til 50 kíló að
þyngd og þá fylgja honum aukahlut
ir sem vega 3040 kíló. Snævarr seg
ir við DV að kostnaðurinn við flutn
inginn sé umtalsverður og gæti hann
numið allt að hálfri milljón sem
Snævarr þarf að óbreyttu að greiða
úr eigin vasa. Útgerðarfyrirtæki á
Höfn hefur þó boðist til að greiða
hluta kostnaðarins en Snævarr seg
ist leita að „sponsor“ til að brúa bilið.
Aðspurður segir Snævarr að tilgang
ur sjónaukans sé vísindalegur en
áhugamönnum um stjörnuskoðun
verði að sjálfsögðu boðið að skoða
gripinn og stjörn ur nar þegar hann
verður kominn í gagnið. n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Stjörnuathugunarstöð Stöðin sem
Snævarr reisir er 12 til 14 fermetrar að stærð.
Hér má sjá aðstöðuna sem sjónaukanum
verður komið fyrir í. Mynd CArolyn rUSSo
Stjörnuáhugamaður Snævarr hefur lengi haft áhuga á himingeiminum. Hann hefur fest
kaup á stjörnusjónauka sem verður sá stærsti hér á landi í einkaeigu. Mynd CArolyn rUSSo
„Því er einfaldlega
best að hafa að-
stöðuna innan seilingar
og tækin tilbúin.
V e g a m ó t a s t í g u r 4 | 1 0 1 R e y k j a v í k | s í m i 5 1 1 3 0 4 0 | v e g a m o t @ v e g a m o t . i s
FRÁ 11–16