Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 22
Vikublað 17.–19. janúar 201722 Lífsstíll
Í takt við tímann
• Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa.
• Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum.
frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450
S
amsett mynd af skemmd-
um sítrónum í eggja-
bakka er þungamiðja vit-
undarvakningar um
brjóstakrabbamein, sem
vakið hefur mikla athygli á samfé-
lagsmiðlum að undanförnu. Bar-
áttan fer fram undir myllumerkinu
#KnowYourLemons er notað í bar-
áttunni en þar eru konur hvattar til
að leita læknis ef einhver af tólf ein-
kennum gera vart við sig í brjóstum
kvenna.
Markmiðið er að vekja konur til
vitundar um að hnúður í brjósti er
ekki eina einkenni brjóstakrabba-
meins. Telegraph og fleiri erlendir
miðlar greina frá þessu.
„Sumar breytingar eru eðlilegar,
aðrar geta stafað af tíðum eða sýk-
ingum,“ kemur fram á síðu góð-
gerðasamtakanna Worldwide Bre-
ast Cancer, sem stendur að baki
vitundarvakningunni. „Ef einkenn-
in hverfa ekki skaltu vera skynsöm
og leita til læknis.“ Herferðin er hug-
mynd Corrine Beaumont, bresks
hönnuðar, sem missti báðar ömm-
ur sínar úr brjóstakrabbameini
þegar þær voru 40 og 62 ára gamlar.
Hún sagði að sítrónur væru minna
feimnismál en brjóst og því væru
þær notaðar til að sýna einkennin.
Einkennin sem notuð eru í
herferðinni eru (í lauslegri þýð-
ingu): Aukinn þéttleiki, hola, við-
kvæm húð, roði eða hiti, tor-
kennilegur vökvi, dæld, hnúður,
stækkandi æðar, inndregin geir-
varta, ný lögun, appelsínuhúð eða
falið æxli. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
12 einkenni
brjóstakrabbameins
n Hnúður í brjósti er ekki eina einkenni krabbameins
n Vitundarvakning á meðal kvenna
Verk eftir Tolla Litir sem næra sálina.
Karl Berndsen
mælir með
Kalli mælir
með Next
Falleg vinnu-
brögð, fágaður
stíll og verðið
kemur á óvart,
segir Kalli.
Góður
matur á
Kringlu-
kránni „Á
Kringlukránni
er að finna
yndislegt
starfsfólk,
góðan mat
og fjör.“
Karen Millen eins og haust í glugga
Munstur, litir og áferð haustið 2016. Það er
eins og Þingvöllum á fallegum haustdegi
hafi verið komið fyrir í glugganum.
Yndislegt starfsfólk hjá Jóni og
Óskari „Ástæðan fyrir því að ég mæli með
Jóni og Óskari í Kringlunni er að fjólublái
liturinn höfðar til mín. Þar er líka yndislegt
starfsfólk og gott rými til að skoða sig um.
Ég elska líka „bling“.“
Tag Heuer fer fallega á hönd Aðals-
merki TAG Heuer er að bjóða upp á breiða
línu af úrum úr ryðfríu stáli en einnig stáli og
18 kt gulli og oft með demöntum.
Þ
etta er allt í kaffinu,“ eru ein
fleygustu ummæli Karls
Berndsen og allir ættu að
kannast við. Þar mælti hann
með Merrild-kaffi og hafa
fáar auglýsingar vakið jafn mikla
athygli. Karl var nýlega í ítarlegu við-
tali við DV þar sem hann opnaði sig
um sitt nýja líf en Karl fór úr glæsi-
hýsi í íbúð hjá Blindrafélaginu.
Áður stjórnaði hann sjónvarps-
þætti og lék í auglýsingum og all-
ir elskuðu Kalla sem vildi baða sig í
stjörnuljómanum. Kalli er nú löngu
fluttur úr glæsihýsinu en er í dag
að rísa upp úr öskustónni eins og
fuglinn Fönix.
Karl hefur alltaf
verið listhneigður.
Hann hefur málað myndir, samið
ljóð og nýtur þess að taka ljósmynd-
ir. Það gerir hann lista vel þrátt fyrir
að hann sé með litla sem enga sjón á
vinstra auga og löglega blindur.
Í DV í dag mælir Kalli með sex
hlutum sem enginn ætti að vera án.
„Þetta eru fallegir hlutir sem
hreinsa huga þinn af neikvæðni!“
segir Karl. „Þeir geta gefið þér fallegri
lífssýn og dýpkað hana.“
Karl segir liti og áferð alla tíð hafa
verið stóran hluta af lífi hans. n