Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Blaðsíða 8
Vikublað 24.–26. janúar 20178 Fréttir Fjórir lögfræðingar í ríkisstjórn Bjarna Ben n Tveir stjórnmálafræðingar í hópnum n Fjórir hafa áður gegnt ráðherraembættum N ýir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisn- ar og Bjartrar framtíðar eru að meðaltali 48 ára. Sá elsti er Benedikt Jóhannesson, 61 árs, en sá yngsti er Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, 29 ára. Fjórir þeirra eru lögfræðimenntað- ir og tveir eru stjórnmálafræðingar. Þrír hafa enga þingreynslu. Mesta þingreynslu hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en hún sat á þingi frá á árunum 1999 til 2013. Þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson koma næstir henni, hafa setið samfleytt á þingi frá árinu 2003. Fjórir hafa áður gegnt embætti ráð- herra. n Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Flokkur: Sjálfstæðis- flokkur Aldur: 46 ára Menntun: Embættispróf í lögfræði. Lög- mannsréttindi Þingreynsla: Kjörinn á þing árið 2003 Fyrri embætti: Fjármála- og efnahagsráðherra 2013–2017. Formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2009. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra Flokkur: Sjálfstæð- isflokkur Aldur: 49 ára Menntun: Stjórnmálafræðingur Þingreynsla: Kjörinn á þing 2003 Fyrri embætti: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008. Heilbrigðisráðherra 2008–2009. Þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins 2016–2017. Jón Gunnarsson samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra Flokkur: Sjálfstæðis- flokkur Aldur: 60 ára Menntun: Próf í málmiðnaði. Próf í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands Þingreynsla: Kjörinn á þing 2007. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningar- málaráðherra Flokkur: Sjálfstæðis- flokkur Aldur: 59 ára Menntun: Skipstjórn- arpróf. Kennsluréttindi Þingreynsla: Kjörinn á þing 2007 Fyrri embætti: Bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Akureyri á árunum 1986–2007. 2. varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2012–2013. Heilbrigðisráðherra 2013–2017. Sigríður Ásthildur Andersen dómsmálaráðherra Flokkur: Sjálfstæðis- flokkur Aldur: 46 ára Menntun: Emb- ættispróf í lögfræði. Lögmannsréttindi Þingreynsla: Tók sæti á Alþingi 2015 Fyrri embætti: Varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins frá 2008. Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Flokkur: Sjálfstæðisflokkur Aldur: 29 ára Menntun: Meistarapróf í lögfræði Þingreynsla: Kjörin á þing 2016 Fyrri embætti: Framkvæmdastjóri þing- flokks Sjálfstæðisflokksins 2013–2014. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra 2014–2016.Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Flokkur: Viðreisn Aldur: 61 árs Menntun: Doktorspróf í tölfræði Þingreynsla: Kjörinn á þing árið 2016 Fyrri embætti: Formaður Viðreisnar frá 2016. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Flokkur: Viðreisn Aldur: 51 árs Menntun: Embættispróf í lögfræði Þingreynsla: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 2003–2013. Kjörin á þing fyrir Viðreisn 2016 Fyrri embætti: Menntamálaráðherra 2003–2009. Varafor- maður Sjálfstæðisflokksins 2005–2010. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra Flokkur: Viðreisn Aldur: 46 ára Menntun: Stjórnmálafræðingur Þingreynsla: Kjörinn á þing 2016. Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlinda- ráðherra Flokkur: Björt framtíð Aldur: 34 ára Menntun: BA-próf í sálfræði og kynjafræði. Meistarapróf í mannauðs- stjórnun Þingreynsla: Kjörin á þing 2013. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra Flokkur: Björt framtíð Aldur: 48 ára Menntun: Framhaldsskólapróf frá Bandaríkjunum Þingreynsla: Kjörinn á þing 2013 Fyrri embætti: Borgarfulltrúi 2010–2013. Formaður Bjartrar framtíðar frá 2015. Ríkisstjórn Íslands Nýir ráðherrar hafa mismikla reynslu. Mynd SigtRygguR ARi Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.