Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2017, Side 12
Vikublað 24.–26. janúar 201712 Fréttir
„Aldrei orðið fyrir leiðindum
varðandi klæðnað eða hegðun“
n Sigurlaug býr í landi múslima n Segir fáfræðina hættulega
É
g átti von á því að við yrðum
miklu heftari, en í raun geri ég
nákvæmlega það sama hérna
og heima. Ég hef nokkrum
sinnum verið spurð að því
hvernig ég komist á milli staða þar
sem ég megi ekki keyra, sem er ekki
rétt. Ég má fara í vínbúðirnar, kaupa
svínakjöt og borða. Eini staðurinn
þar sem við þurfum að hylja okk-
ur er í moskunum,“ segir Guðlaug
Ólöf Sigfúsdóttir, sem fyrir fimm
árum fluttist búferlum ásamt fjöl-
skyldu sinni til Barein, lítils eyjaríkis
í Persaflóa, þar sem 70 prósent íbúa
eru múslimar. Lauga kveðst fá ófáar
spurningar um lífið í hinu framandi
landi, spurningar sem séu litaðar af
fyrirfram ákveðnum hugmyndum.
Þannig er hún til að mynda spurð
hvort það sé ekki stöðugt litið niður á
hana og hvort henni finnist ekki öm-
urlegt að þurfa alltaf að hylja sig.
Fjölskyldan var búsett á Íslandi
þegar eiginmaður Laugu, Mikael
Lykkegaard Laursen, fékk spennandi
atvinnutilboð í Barein, en hann
starfar í dag sem flugmaður hjá DHL.
Í samtali við blaðamann viðurkenn-
ir Lauga að það hafi vissulega örlað
á kvíða fyrir flutningum í framandi
land, en einnig spennu.
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað
við værum að koma okkur út í. Ég
hafði varla heyrt minnst á Barein. Ég
reyndi að finna Íslendinga hérna en
það gekk ekki upp, svo að netið og
google var það eina í stöðunni.“
25 kílómetra brú tengir Barein-
eyju við Sádi-Arabíu en að sögn
Laugu eru löndin afar ólík. Þannig sé
mun meira frjálsræði í Barein á með-
an strangari og fastmótaðri reglur
gildi í Sádi-Arabíu. Telur eyjan rúm-
lega 1,4 milljónir íbúa og þar af er
helmingur íbúa útlendingar. Alls 70
prósent innfæddra eru shía-múslim-
ar og 30 prósent sunni-múslimar.
„Við lásum okkur til um að þrátt
fyrir að Barein sé frekar frjálst land
að þá þyrftum við samt sem áður að
hylja axlir og hné þegar við færum út
úr húsi. En svo kom í ljós að það er
bara bull!“ segir Lauga en hún lýsti
einnig lífinu í Barein í færslu á Face-
book nú á dögunum.
„Fyrst þegar ég fór að skoða
hvernig þetta væri í Barein þá las ég
að um 70 prósent væru múslimar og
að reglurnar væru semsagt að hylja
hné og axlir. Ég fylgdi þessu, en fljót-
lega eftir að við fluttum hingað hitt-
um við yndislegt par sem eru bæði
frá Barein og við sitjum á kaffihúsi og
ræðum hvernig þetta sé. Ég spyr þau
út í klæðnaðinn og þau hlæja að mér;
segja mér að við séum í Barein og ég
geti klætt mig eins og mig langar og
geti gert það sem mig langar til.“
23 kirkjur í Barein
Í Barein ganga börn Laugu og Mika-
el, sem eru 7 og 18 ára, í alþjóðlegan
skóla, eldri dóttirin í bandarískan og
yngri sonurinn í breskan. „Ég lít á það
sem forréttindi að hafa þau í þessum
skólum, þar sem þau kynnast fólki
frá ýmsum löndum og þjóðernum.
Í bekknum hans Sebastians eru 25
nemendur, þar af eru tveir sem eru
ekki múslimar,“ segir Lauga og bæt-
ir við að fjölmenningin geri það að
verkum að börnin velji sér ekki vini
út frá trú eða litarhætti. Þá sé haldið
upp á jól, afmælisdag spámannsins,
páska og svo framvegis og allir taka
þátt.“
Eftir fimm ára dvöl í Barein kveðst
Lauga ekki geta verið sammála and-
stæðingum mosku á Íslandi, sem
haldi því fram að engar kirkjur sé
að finna í Mið-Austurlöndum. „Þar
þurfa þeir aðeins að lesa sér betur
til um. Það er eitt land hérna í Mið-
Austurlöndum sem er ekki með með
opinbera kirkju og það er Sádi-Ar-
abía. Til dæmis eru 23 kirkjur hérna
í Barein,“ segir Lauga og bætir við að
fordómar Vesturlandabúa gagnvart
múslimum séu oftar en ekki tilkomn-
ir vegna neikvæðs fréttaflutnings.
Langar ekki heim í bráð
„Það er virkilega sorglegt að lesa
„staðreyndir“ frá fólki heima sem
þekkir ekki til hérna. Fæst af þessu
fólki hefur komið til Mið-Austur-
landa, heldur dæmir út frá neikvæð-
um fréttum og áróðursefni af netinu.
Múslimar hérna í Barein hata ISIS
jafn mikið og Íslendingar, ISIS hef-
ur ekkert að gera með múslima, ISIS
eru hryðjuverkasamtök sem vilja bara
athygli, hvernig sem þeir fá hana.“
Lauga segir jafnframt ótrúlegt að
heyra Íslendinga halda því fram að
ekki sé hægt að búa við fjölmenningu.
„Ég er ennþá á lífi í landi múslima,
hef aldrei, síðan ég flutti hingað,
orðið fyrir einhverjum leiðindum frá
múslimum varðandi minn klæðnað
eða hegðun. Hefur þetta fólk einhvern
tímann farið til eða búið í múslima-
landi? Þekkir það til? Held ekki. Þetta
er einmitt það sem er hættulegast og
það er fáfræðin.“
Lauga kveðst svo sannarlega ekki
sjá eftir flutningunum í dag, enda for-
réttindi að fá að upplifa annan menn-
ingarheim, og þá sérstaklega fyrir
börnin. „Ég er ekki að segja að Barein
sé fullkomið, langt í frá, en við finn-
um ekki fyrir því og okkur líður öll-
um vel hérna. Eins og staðan er núna
langar okkur ekkert heim.“ n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Mæðginin Guð-
laug og Sebastian
við skólaútskrift.
Ljósmynd/ úr einkAsAfni
moskan framandi Vinsælt er hjá gestum fjölskyldunnar að heimsækja moskuna.
Ljósmynd/úr einkAsAfni.
Líf og fjör Fjölskyldan hefur komið sér vel
fyrir í Barein og hyggur ekki á flutninga heim
í bráð. Ljósmynd/úr einkAsAfni.
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði